Ásgeir Guðnason. Fæddur í Reykjavík 6. júní 1940. Hann lést að heimili sínu, Sléttuvegi 23 í Reykjavík, þann  21. ágúst 2019. Sonur Sigríðar A. Pétursdóttur, f. 1915, d. 1999, og Guðna Þ. Ásgeirssonar, f.1914, d. 1966. Fósturfaðir Hjálmar B. Kristjánsson, f. 1917, d. 1999. Hálfsystir, dóttir Guðna, Erla Tobin, f. 1944 í Bandaríkjunum og á fjölskyldu þar. 

Fyrri eiginkona, Hlédís Guðmundsdóttir, f. 1941. Börn þeirra, Sigríður Líba, f. 1963. Maki hennar, Björn Valdimarsson, Börn þeirra eru Bryndís  og Valdimar . Guðmundur Hallur f. 1967. Fyrrverandi sambýliskona, Þórdís Árnadóttir, börn þeirra eru Hlédís Maren og Magnús Jökull. Fyrrverandi eiginkona, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, barn þeirra er Karólína Sigríður. Embla Dís, f. 1969. Fyrrverandi sambýlismaður, Holger Gísli Gíslason, barn þeirra er Gísli Ásgeir, sonur hans er Gunnar Holger. Fyrrverandi sambýlismaður, Sigfús Tryggvi Blumenstein, barn þeirra er Hallur Húmi, sonur hans er Aron Steinn.

Seinni eiginkona, Sveinfríður Ragnarsdóttir, f. 1949. Dætur hennar, Kristín Guðjónsdóttir, f. 1965. Maki hennar, Gísli Stefán Sveinsson og á hann þrjú börn. Hildur Guðjónsdóttir, fædd 1982. Maki hennar, Arnar Snæberg Jónsson, börn þeirra eru Tómas Andri, Brynjar Freyr, Egill og Brynhildur Una.

Ásgeir var rafeindavirkjameistari frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann stofnaði verkstæðið og verslunina Tíðni hf. 1967 sem hann rak í rúma tvo áratugi. Eftir að hann seldi fyrirtækið vann hann m.a. sem húsvörður í Kvennaskólanum.

Ásgeir var virkur meðlimur í AA samtökunum frá 1993.