Merkisatburðir

Áratugur frá Suðurlandsskjálfta

Tíu ár eru liðin frá því að tveir snarpir jarðskjálftar riðu yfir Suðurland.

Margir gistu í hjólhýsum nóttina eftir skjálftann sem mældist 6,3 stig og fannst á Ísafirði. Fréttablaðið/Vilhelm

Þann 29. maí árið 2008, klukkan 15.45, reið snarpur jarðskjálfti yfir Suðurlandið. Skjálftinn var 6,3 stig og fannst á Ísafirði. Á þriðja tug slösuðust í Suðurlandsskjálftanum en mikið tjón varð á innanstokksmunum og víða varð tjón á byggingum. Samkvæmt nýlegu mati Viðlagatrygginga Íslands olli skjálftinn tjóni upp á 16 milljarða króna.

„Það er ekkert heilt. Ekkert,“ sagði Sveinn Ingvason, íbúi í Hveragerði, um heimili sitt eftir skjálftann, í samtali við Fréttablaðið. „Bara allt í einum allsherjar graut.“

Í jarðskjálftanum hækkaði jörð undir Selfossi um 6 sentímetra og færðist til suðausturs um 17 sentímetra. Íbúum á svæðinu var ráðlagt að sofa ekki heima hjá sér næstu nótt enda nokkrar líkur á eftirskjálftum. Þá var sjúkrahúsið á Selfossi rýmt og biðu 40 manns í bílum fyrir utan meðan hætta var metin á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Arnar Þór Guðmundsson læknir sagði Fréttablaðinu að um tuttugu manns hefðu leitað læknisaðstoðar á Selfossi. „Það voru nokkrir með beinbrot og svo hafði einn brennst nokkuð þegar hann fékk á sig sjóðandi heita matarolíu,“ sagði Arnar.

Ekkert mannfall varð í skjálftanum en nokkrar kindur urðu undir byggingum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Hver dagur þakkarverður

Tímamót

Wiesent­hal var sæmdur riddara­krossi

Tímamót

Vinnan hélt henni ungri

Auglýsing

Nýjast

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

List í ljósi er okkar barn

Árás á Downingstræti

Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár

Apollo 14 lendir á Tunglinu

Auglýsing