Merkisatburðir

Áratugur frá Suðurlandsskjálfta

Tíu ár eru liðin frá því að tveir snarpir jarðskjálftar riðu yfir Suðurland.

Margir gistu í hjólhýsum nóttina eftir skjálftann sem mældist 6,3 stig og fannst á Ísafirði. Fréttablaðið/Vilhelm

Þann 29. maí árið 2008, klukkan 15.45, reið snarpur jarðskjálfti yfir Suðurlandið. Skjálftinn var 6,3 stig og fannst á Ísafirði. Á þriðja tug slösuðust í Suðurlandsskjálftanum en mikið tjón varð á innanstokksmunum og víða varð tjón á byggingum. Samkvæmt nýlegu mati Viðlagatrygginga Íslands olli skjálftinn tjóni upp á 16 milljarða króna.

„Það er ekkert heilt. Ekkert,“ sagði Sveinn Ingvason, íbúi í Hveragerði, um heimili sitt eftir skjálftann, í samtali við Fréttablaðið. „Bara allt í einum allsherjar graut.“

Í jarðskjálftanum hækkaði jörð undir Selfossi um 6 sentímetra og færðist til suðausturs um 17 sentímetra. Íbúum á svæðinu var ráðlagt að sofa ekki heima hjá sér næstu nótt enda nokkrar líkur á eftirskjálftum. Þá var sjúkrahúsið á Selfossi rýmt og biðu 40 manns í bílum fyrir utan meðan hætta var metin á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Arnar Þór Guðmundsson læknir sagði Fréttablaðinu að um tuttugu manns hefðu leitað læknisaðstoðar á Selfossi. „Það voru nokkrir með beinbrot og svo hafði einn brennst nokkuð þegar hann fékk á sig sjóðandi heita matarolíu,“ sagði Arnar.

Ekkert mannfall varð í skjálftanum en nokkrar kindur urðu undir byggingum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Merkisatburðir

Birna drepin áður en deyfilyfið kom á staðinn

Merkisatburðir

Lauk lögfræðiprófi fyrst kvenna

Merkisatburðir

Skaftáreldar hefjast

Auglýsing

Nýjast

Tímamót

Virkja í sér svikaskáldið

Tímamót

Ungir skurðlæknar fengu fyrsta flokks kennslu

Tímamót

Samskiptatæknin þá og nú

Tímamót

Sagan við hvert fótmál

Tímamót

Hornsteinn lagður að Landspítala

Tímamót

Ferð sem hófst fyrir ellefu mánuðum endaði vel

Auglýsing