Við ætlum að stefna nokkrum félagsmönnum, heiðursfélögum og fyrirtækjum sem hafa stutt fyrirtækið í gegnum tíðina í Vinaskóg og gróðursetja 90 trjáplöntur til að fagna deginum,“ segir Brynjólfur Jónsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands.

Þar verða settar niður birki- og reyniviðarplöntur ásamt nokkrum blæöspum, ein planta fyrir hvert ár. „Þetta verður með allt með frekar látlausum en táknrænum hætti, en við ákváðum að nálgast daginn þannig þegar COVID stóð yfir,“ segir Brynjólfur

Aðspurður um helstu afrek félagsins í sögu þess segir hann að listinn sé of langur til að hægt sé að tína einhvern sérstakan viðburð til. „Við getum þó kannski verið nokkuð stolt af því hve vel hreyfingin ásamt aðildarfélögum hefur unnið að útivistarskógrækt um land allt. Þegar maður horfir til baka þá sáust varla nein tré í bæjum hér fyrir fimmtíu árum. Mannlífið í þéttbýlinu hefur verið bætt til muna og það hefur tekist vel um allt land,“ segir hann og nefnir sem dæmi Heiðmörk og Kjarnaskóg. „Þetta er í rauninni verk skógræktarfélaganna, það er þessi árangur skógræktarfélaganna sem er sýnilegur um land allt.“

Stórafmælinu verður svo sinnt betur á aðalfundi félagsins sem fram fer í september