Á þessum degi fyrir fimmtíu og tveimur árum lenti geimfarið Apollo 14 á Tunglinu. Apollo 14-verkefnið var áttunda mannaða geimferðin til Tunglsins, en það þriðja sem lenti á Tunglinu.

Apollo 14 lenti á stað sem kallast Frau Mauro. Geimfarar um borð í lendingarfarinu söfnuðu rúmlega 42 kílóum af tunglgrjóti en þeir gerðu einnig margvíslegar vísindaathuganir á yfirborði Tunglsins.

Leiðangursstjórinn Alan Shephard varð fyrsti maðurinn sem lék golf á yfirborði Tunglsins en hannn sló tvo bolta sem þutu út í svartnættið.

Á meðan tunglfararnir spókuðu sig um á yfirborðinu sveimaði geimfarið Kitty Hawk fyrir ofan. Þar var Stuart Roose um borð.

Roose hafði í för með sér nokkur fræ sem spíruðu. Græðlingarnir voru síðar meir gróðursettir vítt og breitt um Bandaríkin. Trén standa enn og eru kölluð Tungltré.