Tímamót

Apollo 14 lendir á Tunglinu

Í dag eru 52 ár síðan geimfarið Apollo 14 lenti á Tunglinu, en það var þriðja geimfarið sem lenti á Tunglinu. Geimfararnir söfnuðu tugum kílóa af tunglgrjóti og gerðu alls kyns vísindaathuganir á yfirborðinu.

Áhöfn Apollo 14. Nordicphotos/Getty

Á þessum degi fyrir fimmtíu og tveimur árum lenti geimfarið Apollo 14 á Tunglinu. Apollo 14-verkefnið var áttunda mannaða geimferðin til Tunglsins, en það þriðja sem lenti á Tunglinu.

Apollo 14 lenti á stað sem kallast Frau Mauro. Geimfarar um borð í lendingarfarinu söfnuðu rúmlega 42 kílóum af tunglgrjóti en þeir gerðu einnig margvíslegar vísindaathuganir á yfirborði Tunglsins.

Leiðangursstjórinn Alan Shephard varð fyrsti maðurinn sem lék golf á yfirborði Tunglsins en hannn sló tvo bolta sem þutu út í svartnættið.

Á meðan tunglfararnir spókuðu sig um á yfirborðinu sveimaði geimfarið Kitty Hawk fyrir ofan. Þar var Stuart Roose um borð.

Roose hafði í för með sér nokkur fræ sem spíruðu. Græðlingarnir voru síðar meir gróðursettir vítt og breitt um Bandaríkin. Trén standa enn og eru kölluð Tungltré.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Vinnan hélt henni ungri

Tímamót

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Tímamót

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

Auglýsing

Nýjast

List í ljósi er okkar barn

Árás á Downingstræti

Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár

Stefán Jóhann Stefánsson verður forsætisráðherra

Þegar Challenger-skutlan fórst yfir Flórídaskaga

Burns kvöld á BrewDog

Auglýsing