Eygerður Bjarnadóttir fæddist í Hafnarfirði 22. mars 1932. Hún lést á Hrafnistu Hafnarfirði 2. ágúst sl. eiginmaður Eygerðar var Geir Þorsteinsson húsasmíðameistari, f. 13. september 1931, d. 21 mars 2014. Þau gengu í hjónaband 15. júní 1957.

Foreldrar Eygerðar voru Bjarni Erlendsson húsasmíðameistari í Hafnarfirði, f. 3. des. 1898, d. 9. des. 1984 og Júlía Magnúsdóttir húsmóðir, f. 9. ágúst 1903, d. 26. júní 1987. Systkini Eygerðar eru Gunnar Erlendur, f. 11. nóv. 1922, d. 14. ágúst 1990, Magnús, f. 17. júlí 1928, d. 9. janúar 2019, Gróa, f. 27. ágúst 1930, d. 9 ágúst 2009, Sigríður, f. 22. mars 1932, Kristrún, f. 7. apríl 1936, og Ásthildur, f. 14. mars 1943. Fjölskyldan bjó að Suðurgötu 49, Hafnarfirði.

Börn Eygerðar Bjarnadóttur og Geirs Þorsteinssonar eru:

1) Þorsteinn, f. 30.sept.1956, kona hans er Ragnheiður Gunnarsdóttir f. 15. Sept. 1956 og eiga þau þrjú börn, Birna f. 5. ágúst 1981, Berglind f. 20. júlí 1985 og Geir f. 22. mars 1990 sambýliskona hans er Kristjana, f. 10. apríl 1995, þau eiga eitt barn, Baltasar Björn f. 13. apríl 2019.

2) Örn, f. 6.11. 1959, kona hans er Steinunn Hreinsdóttir f. 20. Nóv. 1960 og eiga þau sjö börn, Birgitta f. 5. júlí 1980, Erla Dís f. 13. janúar 1982, d. 6.júlí 2020. Lovísa f. 29. desember 1985, Egill Ólafur f. 18. Nóv. 1986, Hafdís f. 3. ágúst 1987, Örn Geir f. 9. október 1996, Eygerður Sunna f. 15. janúar 2001.

3) Kristín Sigríður, f. 5.mars 1968, maður hennar er Ársæll Þorleifsson, f. 26. desember 1966 og eiga þau tvö börn, Gunnar Óla f. 20.apríl 1992 og Hilmar Þór, f. 13.apríl 2000.

Eygerður var gagnfræðingur frá Flensborgarskóla og á yngri árum starfaði hún í og nokkur ár við heimilishjálp á Mánastíg 6 og í Fórnahvammi. Síðar starfaði hún við ræstingar fyrst við Iðnskólann í Hafnarfirði og síðar á Sólvangi í Hafnarfirði.

Eygerður verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í kyrrþey.

Elsku mamma það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur en við vitum að pabbi tekur vel á móti þér í sumarlandinu.

Mamma hefur alla tíð verið heilsuhraust og aldrei kennt sér mein en síðustu 2 ár hafa veikindi hennar breytt lífsgæðum hennar verulega. Mamma bjó að Hringbraut 2a en síðustu 2 árin var hún á Hrafnistu í Hafnarfirði við góða umönnun.

Mamma var ljúf og góð og vildi allt fyrir alla gera eins og sagt er SÆLLA ER AÐ GEFA EN ÞIGGJA.

Mamma var húsmóðir mikil og vildi hafa allt hreint og fínt í kringum sig bæði innan sem utan dyra. Mamma bakaði margar góðar kökur og átti hún alltaf gott með kaffinu en gesti bar að og eru margar af kökunum í uppáhaldi hjá okkur öllum.

Við minnumst okkar skemmtilegu samverustunda í sumarbústaðinum Efstabæ í Vaðnesi þar sem þú unnir þér vel bæði i heita pottinum og við garðvinnuna í sveitunni. Páskar, verslunarmannahelgi o.fl. góðar stundir eru góðar minningar okkar allra með mömmu og pabba í Vaðnesi.

Áhugamál fjölskyldunnar voru meðal annars útilegur og veiðitúrar í Gíslholtsvatni, ekki má gleyma ferðum okkar til Ólafsvíkur á sumrin að heimsækja ömmu Kristínu og fjölskyldu.

Einnig fórum við oft gangandi með mömmu á Suðurgötu 49 að heimsækja ömmu og afa.

Ferðin til Portúgals 2001 er sérstaklega góð minning fyrir okkur öll og oft talað um þá ferð hjá okkur systkinunum, mikið hefur verið horft á myndbönd frá þeirri ferð með mömmu og pabba í bústaðnum.

Við þökkum fyrir allt sem þú kenndir okkur í lífinu elsku mamma.

Hvíldu í friði,

Þorsteinn, Örn og Kristín.