Tímamót

Allir lásu Bláa hnöttinn

Nýlega útskrifaðist hópur fólks af erlendum uppruna úr tungumálaskólanum Dósaverksmiðjunni eftir íslenskunám á 7. stigi. Gígja Svavarsdóttir er þar framkvæmdastjóri.

Morgunkennararnir í Dósaverksmiðjunni, Guðrún Árnadóttir, Bjarki Ármannsson, Ásbjörg Jörundsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir og Gígja Svavarsdóttir. Fréttablaðið/Eyþór

Nemendurnir sem voru að útskrifast eru frá sjö þjóðum og tala allir góða íslensku,“ segir Gígja Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri tungumálaskólans Dósaverksmiðjunnar. Hún segir hópinn hafa dvalið á Íslandi mismunandi lengi, allt frá einu ári upp í tólf og líka hafa fjölbreyttan bakgrunn. „Ein var að selja fyrirtækið sitt, önnur er barnalæknir, þá er hestakona sem vinnur á ferðaskrifstofu, byggingarverkfræðingur, viðskipta- og hagfræðingur, mannfræðinemi, markaðsfræðingur, blaðakona, heimavinnandi húsfaðir, mannabeinafræðingur og íþróttafræðingur.“

Allur hópurinn ákvað að velja sömu kjörbókina til lesturs, Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason, að sögn Gígju. „Andri var með okkur þegar við lásum síðustu blaðsíðurnar og ræddi um efnið við hópinn.“

Gígja segir nemendum Dósaverksmiðjunnar fjölga stöðugt. „Í fyrra fóru 1.200 manns í gegn hjá okkur og nú stefnir í að við útskrifum 1.500. Kennararnir eru allir háskólamenntaðir og frá degi eitt er kennt á íslensku. Við byggjum á fjölbreyttri nálgun sem gefur góða raun, einkunnarorðin eru tungumál, menning, saga, matur og skemmtun. Við förum á söfn, í búðir, í Grasagarðinn, Heiðmörk og víðar. Eldum líka og borðum saman.“

Til að fá dvalarleyfi á landinu eða íslenskan ríkisborgararétt er nám af 3. stigi skylda. Gígja segir marga láta þar við sitja en Dósaverksmiðjan kenni allt upp í átta stig, sem sé næst á undan háskólastigi. Hún hefur kennt útlendingum íslensku í yfir 30 ár, í Námsflokkunum, í HÍ og var með eigin skóla á netinu um skeið meðan hún bjó á Ítalíu. Kveðst hafa flutt heim árið 2008 og morguninn eftir hafi Glitnir verið fallinn. „Ég er gift listamanni og við höfðum hjálpast að við íslenskukennsluna á netinu. Nú fórum við að kenna heima en 2012 fluttum við í Borgartún 1, í hús sem var byggt sem dósaverksmiðja og ákváðum að nota það nafn.“gun@frettabladid.is

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Tilraunastöðin að Keldum fagnar sjötíu ára starfi sínu

Tímamót

Íslenskir námsmenn gera byltingu

Tímamót

Opnar heim orgelsins

Auglýsing

Nýjast

Tímamót

VERTOnet stofnað

Tímamót

Lýðháskólinn á Flateyri opnar dyr sínar í haust

Merkisatburðir

St. Paul strandar við Meðalland

Tímamót

Eldgos hófst í Eyjafjallajökli

Tímamót

Vildi nýta sér töfrana í leikhúsinu fyrir sýningar

Tímamót

Þar mætast fortíð og nútíð

Auglýsing