Tímamót

Alþjóðadagur flóttafólks haldinn hátíðlegur í dag

Í dag, 20. júní, er Alþjóðadagur flóttafólks. Til að vekja athygli á stöðu flóttamanna býður Rauði krossinn á Íslandi upp á ókeypis kvikmyndasýningu í Bíói Paradís. Einnig verður boðið upp á arabískan mat, tónlist og ljósmyndasýningin Bið verður sett upp.

Alþjóðadagur flóttamanna er í dag og af því tilefni býður Rauði krossinn í bíó. Mynd/Rauði krossinn

Þetta er dagur sem ætlað er að vekja athygli á stöðu flóttafólks í heiminum. Við hjá Rauða krossinum, vegna þess að við erum mikið að velta stöðu flóttafólks fyrir okkur og aðstoða það og annað, höfum ákveðið að sýna tvær myndir um flóttafólk í tilefni dagsins,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Myndirnar verða sýndar í Bíói Paradís, það er ókeypis inn á sýningarnar og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Rauði krossinn býður upp á þessar sýningar í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR).

Myndirnar sem sýndar verða eru annars vegar Sea of Sorrow Sea of Hope og hins vegar Je n’aime plus la mer.

„Sea of Sorrow Sea of Hope fjallar um konu sem er flóttamaður og hennar sögu, hvernig hún verður viðskila við börnin sín. Hin er sögð út frá sjónarhóli barna sem eru á flótta. Þau eru frá ýmsum löndum og eru komin til Belgíu – þar er fjallað um hvernig þau ná að fóta sig þar sem þau eru allt í einu komin í nýtt land eftir að hafa þurft að flýja stríð. Þetta er gríðarlega áríðandi umfjöllunarefni vegna þess að það hafa aldrei verið fleiri á flótta í heiminum.

En þó að þetta sé alvarlegt umfjöllunarefni verður líka boðið upp á arabískan mat, það verða hljóðfæraleikarar hér úr röðum flóttafólks á Íslandi þannig að það verður létt stemming líka.“

Einnig verður hægt að skoða ljósmyndasýninguna Bið/The Wait sem verður sett upp í anddyri bíósins og taka þátt í umræðum um myndirnar eftir sýningu. Myndirnar verða sýndar með enskum texta og hefjast leikar klukkan hálf átta í kvöld.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Fyrsta konan útskrifast frá Háskóla Íslands

Tímamót

Hef vonandi náð að gleðja einhverja í gegnum lífið

Tímamót

List í ljósi er okkar barn

Auglýsing

Nýjast

Árás á Downingstræti

Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár

Apollo 14 lendir á Tunglinu

Stefán Jóhann Stefánsson verður forsætisráðherra

Þegar Challenger-skutlan fórst yfir Flórídaskaga

Burns kvöld á BrewDog

Auglýsing