Tímamót

Aldurinn gefur aukið frelsi

Myndlistarkonan Þórey Eyþórsdóttir opnaði nýlega sýningu í Galleríi Vest á Hagamel 67. Þar er hún aðallega með textíl- verk sem hún hefur unnið á síðustu misserum.

Þótt verkin á sýningunni tilheyri flest textíl eru þau unnin með margs konar tækni. Fréttablaðið/Anton Brink

Myndvefnaður, útsaumur, skúlptúrar og fleiri tegundir textílverka einkenna sýningu sem Þórey Eyþórsdóttir myndlistarkona er með í Galleríi Vest á Hagamel 67 í Reykjavík. Þar koma ýmis efni við sögu, svo sem mannshár og minkaskinn. „Ég er alltaf að leika mér og finnst það æðislega gaman. Aldurinn gefur manni aukið frelsi til að skapa það sem mann langar til,“ segir Þórey glaðlega. „Það var ekki fyrr en eftir sjötugt sem ég eignaðist vinnustofu til að vefa í. Stelpurnar mínar segja að það hafi verið kominn tími til.“

Eitt verkið tengist heilanum og færni mannsins, það er saumað. Annað svolítið svipað fjallar um kvenlíkamann og heitir Áfram konur. Sólarlag á norðurslóðum er ofið í vefstól, athygli vekur verk sem Þórey gerði úr fléttu sem hún fékk úr hári Kristínar dóttur sinnar. Þar hefur hún líka blandað inn í minka- og kanínuskinni. „Það var æðisleg spennandi að búa þetta til,“ segir hún sannfærandi.

Flest verkin eru unnin á síðustu mánuðum, að sögn Þóreyjar. Þar á meðal Blóm í túni sem hún útskýrir svo: „Tengdasonur minn er leiðsögumaður og hann gaf mér fullt af sárabindum sem voru að úreldast og hann sagði við mig: „Ef þú getur ekki notað þetta þá getur það enginn. Heyrðu, ég litaði fullt af þessum sárabindum og þannig varð verkið Blóm í túni til.“

Sýningin í Galleríi Vest stendur út mars og er opin frá 14 til 17 alla daga nema mánudaga.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Minni Íslands og sögunnar

Tímamót

Bára Tómasdóttir – kona ársins

Tímamót

Ævintýri hve samhentir ólíkir einstaklingar verða

Auglýsing

Nýjast

Ég er alveg í skýjunum

Sveitungar fjöl­menntu á há­tíð norð­lensks matar

Ungar athafnakonur ætla að fjölmenna í Hörpu

Meiri afslöppun að spila lag en að sitja í tölvunni

Tug­milljónir í bætur við Arnar­ker og í Reykja­dal

Söng, söng, meiri söng

Auglýsing