Tímamót

90 ár frá stofnun Mæðrastyrksnefndar

Í dag heldur Mæðrastyrksnefnd upp á 90 ára afmæli sitt. Nefndin var stofnuð í kjölfar mannskæðs sjóslyss 1928. Í dag fara í sölu sérstaklega skreyttir bollar og tautöskur til styrktar nefndinni.

Anna H. Pétursdóttir er formaður Mæðrastyrksnefndar, sem hefur starfað óslitið í níutíu ár. Fréttablaðið/Anton Brink

Mæðrastyrksnefnd heldur upp á 90 ára afmæli sitt nú í dag en félagið var tæknilega séð stofnað 20. apríl en sjómannadagur varð fyrir valinu af ástæðu sem er nátengd stofnun félagsins.

„Við höldum þetta á sjómannadaginn af því að Mæðrastyrksnefnd var stofnuð vegna sjóslyss fyrir 90 árum þar sem fimmtán heimili misstu fyrirvinnuna. Það voru nokkur kvenfélög sem tóku sig saman og stofnuðu Mæðrastyrksnefnd til að aðstoða ekkjurnar og börnin þeirra,“ segir Anna H. Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar.

Mæðrastyrksnefnd hefur meðal annars staðið fyrir reglulegum matarúthlutunum. Fréttablaðið/Ernir

Árið 1928, þann 27. febrúar, varð þetta téða sjóslys en þá strandaði togarinn Jón forseti út af Stafnesi. Í slysinu drukknuðu fimmtán skipverjar en tíu komust af. Eins og Anna segir misstu þarna fimmtán heimili fyrirvinnuna og því komu saman í apríl þetta sama ár 22 konur, fulltrúar tíu kvenfélaga, á fund að Kirkjutorgi 4 í Reykjavík þar sem Mæðrastyrksnefnd var svo stofnuð. Fyrsta verkefni nýstofnaðar nefndarinnar var að vinna að því að allar einstæðar mæður, ekkjur, ógiftar og fráskildar fengju réttinn til að fá meðlög greidd með börnum sínum og einnig var unnið að því að taka upp mæðralaun til að tryggja afkomu heimilinna.

Mæðrastyrksnefnd heldur úti menntunarsjóði. Hér er Vigdísi Finnbogadóttur afhent Mæðrablómið sem selt er til styrktar sjóðnum. Fréttablaðið/Ernir

„Við verðum með bolla og tautöskur til sölu. Við fengum gefins mynd frá Hörpu Einarsdóttur listakonu sem er táknræn fyrir móður og mun prýða bollana og töskurnar. Þetta munum við selja á netinu og fyrsti kaupandinn sem kaupir taupoka á morgun í Melabúðinni klukkan fjögur, þar sem við munum selja þetta, er forsætisráðherrann okkar.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Hermann Göring gleypti blásýruhylki

Tímamót

Með kindur í bakgarðinum

Tímamót

Gústi guðsmaður á stall

Auglýsing

Nýjast

Alltaf verið að leika mér

Myndlistarfólk með messu

Borgarbúum þykir vænt um Friðarsúluna í Viðey

Leik- og grunnskóli í nýrri byggingu Kársnesskóla

Snjallsíminn leysir kortið af hólmi í verslunum

Þýskaland varð eitt

Auglýsing