Merkisatburðir

65 ár frá fyrsta Landsmóti hestamanna

Þetta gerðist: 6. júlí 1950

Frá Landsmóti hestamanna í Víðidal. Anton Brink

Hafliði Másson og Þorgils Oddason og aðrir fornhöfðingjar, er söfnuðu fjölmenni til þingreiðar, myndu vafalaust kætast, ef þeir mættu líta upp úr gröfum sínum og sjá mannareið þá, sem verið hefir til Þingvalla síðustu dagana. Myndi þeim þykja sennilegt, að nú væru stórdeilur í landi, og drægju goðorðsmenn saman flokka.“

Svo hljóðaði umfjöllun Tímans frá 8. júlí 1950 um fyrsta Landsmót hestamanna sem var sett á Þingvöllum fyrir 65 árum, þann 6. júlí 1950. Til Þingvalla kom fjöldi fólks með úrvalsgæðinga og keppnishesta en mótið sjálft var haldið helgina eftir. Alls voru sýnd 82 hross víðsvegar að af landinu en hrossið Hreinn úr Skagafirði vann til fyrstu verðlauna í hópi stóðhesta og Svala frá Núpi í Haukadal fékk fyrstu verðlaun í flokki hryssa.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Afmæli

Athvarf listamanna í 35 ár

Tímamót

Fólk fer betur með bílinn sinn en röddina

Tímamót

Stofna sjóð til minningar um fjöl­hæfan lista­mann

Auglýsing

Nýjast

Félag háskólakvenna heldur upp á 90 árin

Fyrsta Harry Potter-bókin leit dagsins ljós

Reykvíkingar tóku varla eftir lokum stríðsins

Mín faglega fjölskylda

Óænt tvist frá Póllandi í danskeppni götustílsins

Gúttóslagurinn í Reykjavík

Auglýsing