Afmæli

35 ár frá stofnun Kvennalistans

Í dag eru 35 ár frá stofnun Kvennalistans í Reykjavík. Tilefninu var fagnað í Hannesarholti í kvöld.

Margt var um manninn, eða konuna öllu heldur, í kvöld. Fréttablaðið/Anton Brink

Á þessum degi fyrir 35 árum síðan var stofnaður Kvennalisti í Reykjavík sem bauð fram til alþingis árið 1983 og markaði viss tímamót í sögu þingsins. 

Í Hannesarholti í kvöld var tímamótunum fagnað og heimildarmyndin „Hvað er svona merkilegt við það?“ var meðal annars sýnd. 

Kvenfélagskonur sátu fyrir svörum og Margrét Rún Guðmundsdóttir Kvennalistakona kom alla leið frá Þýskalandi og sagði frá kvennabaráttunni þar í landi. 

Kvennalistinn starfaði til ársins 1998 þegar hann sameinaðist Alþýðuflokkinum og Alþýðubandalaginu og saman stofnuðu flokkarnir Samfylkinguna. Árið 1983 bauð Kvennalistinn fram í þremur kjördæmum og hlaut 5,5 prósent atkvæða. Þá komust þrjár konur á þing. 

Brosmildar Kvennalistakonur. Fréttablaðið/Anton Brink

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Minni Íslands og sögunnar

Tímamót

Bára Tómasdóttir – kona ársins

Tímamót

Ævintýri hve samhentir ólíkir einstaklingar verða

Auglýsing

Nýjast

Ég er alveg í skýjunum

Sveitungar fjöl­menntu á há­tíð norð­lensks matar

Ungar athafnakonur ætla að fjölmenna í Hörpu

Meiri afslöppun að spila lag en að sitja í tölvunni

Tug­milljónir í bætur við Arnar­ker og í Reykja­dal

Söng, söng, meiri söng

Auglýsing