Tímamót

200 krakkar fræðast um það sem snertir þau í daglegu lífi

Ungmennaráð Breiðholts hefur að undanförnu unnið að því að skipuleggja málþing fyrir ungmenni í 8.-10. bekk í grunnskólum Reykjavíkur. Um 200 krakkar munu hlýða á fyrirlestra og sitja svo í umræðuhópum þar sem þeir geta komið skoðunum sínum á framfæri.

Sif Ómarsdóttir, forstöðumaður Frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs, segir mikilvægt að raddir ungs fólks heyrist. Ráðstefna ungs fólks er í dag. Fréttablaðið/Anton

Sjúk ást hefur náð vel til menntaskólanna en ekki jafn vel inn í grunnskóla. Grunnskólakrakkar vita lítið um óheilbrigð samskipti og sambönd og annað slíkt,“ segir Sif Ómarsdóttir, forstöðumaður Frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs í Breiðholti, en Ungmennaráð Breiðholts hefur seinustu mánuði unnið hörðum höndum að því að skipuleggja málþing fyrir ungmenni í 8.-10. bekk í grunnskólum Reykjavíkur.

Á málþinginu verður fjallað um muninn á heilbrigðum og óheilbrigðum samböndum, kynferðislega áreitni og óheilbrigð samskipti á netinu. „Allt eru þetta mikilvæg málefni sem snerta ungmenni í daglegu lífi og finnst Sif mikilvægt að krakkarnir taki þátt í umræðum um þau.

Á málþinginu verða þrír fyrirlestrar og umræðuhópar eftir hvern fyrirlestur. Fyrst mun Steinunn, fulltrúi frá Stígamótum, fjalla um óheilbrigð sambönd.

Dagbjört Ásbjörnsdóttir mun síðan fjalla um kynferðislega áreitni. Að lokum ræða Kári og Andrea um samskipti á netinu undir yfirskriftinni Fokk me – Fokk you. „Krakkarnir eru að fá typpamyndir og fatta ekkert endilega að það sé kynferðisleg áreitni. Þetta er til að börnin læri um hegðun á netinu, geri sér grein fyrir hvað þau eru að gera,“ segir Sif.

Þessi umræða er gríðarlega þörf sem þarf að vekja athygli á og ekki úr vegi að fjalla um í framhaldi af byltingunum #metoo og #sjúkást á samfélagsmiðlum. Allir þurfa að vera meðvitaðir um hvar mörkin liggja, hvað teljist til samþykkis, hvert hægt sé að leita og svo mætti lengi telja, segir meðal annars í kynningu á málþinginu.

Það er ekki á hverjum degi sem fulltrúar frá mörgum skólum í Reykvík hittast og taka þátt í mikilvægum umræðum á sameiginlegum vettvangi. „Við buðum öllum grunnskólum í Reykjavík, 10-15 krökkum úr 8.-10. bekk, á þingið. Auðvitað svara því ekki allir. Í staðinn buðum við fleirum úr Breiðholti þannig að það má búast við 200 unglingum á þinginu,“ segir Sif en Ungmennaráðið fékk styrk frá Reykjavíkurráði ungmenna til að halda málþingið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tímamót

Margrét Þórhildur verður drottning

Tímamót

Jafnrétti sinnt í Kópavogi

Tímamót

Fjallað um hinn nýja reka á Hornströndum

Auglýsing

Nýjast

Íslenska óperan vígð með viðhöfn

Fyrsta konan kjörin íþróttamaður ársins

Fyrsti kafli tónverksins táknar eðlilegt hitastig

Hinsegin kórinn opinn fyrir alla með opinn huga

Frystihúsið Ísbjörninn hefur starfsemi

Lögbirtingablaðið verður 110 ára

Auglýsing