Vistaskipti

29. jún 13:06

Gróa Helg­a tek­ur við Þjón­ust­u­ver­i Lands­bank­ans

Gróa Helga Eggertsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Þjónustuvers Landsbankans.

28. jún 13:06

Eggert Ben­e­dikt stýr­ir sjálf­bærr­i þró­un

Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn í starf leiðtoga á sviði sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu. Starfið var auglýst í apríl sl. og bárust alls 47 umsóknir en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.

27. jún 11:06

Lára nýr forstöðumaður hjá Creditinfo

Lára Hannesdóttir hefur tekið við sem forstöðumaður vöru- og verkefnastýringar Creditinfo á Íslandi.

24. jún 15:06

Ellen Ýr ný fram­kvæmd­a­stýr­a Mann­auðs og menn­ing­ar hjá OR

Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR. Ellen er með Diploma í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og hefur starfað í mannauðsmálum frá árinu 2006, fyrst sem mannauðsráðgjafi á mannauðssviði Símans og frá 2017 sem mannauðleiðtogi hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

23. jún 11:06

Telm­a nýr mann­auðs­stjór­i Tra­vels­hift

Ferðatæknifyrirtækið Travelshift sem rekur m.a. Guide to Iceland, markaðstorg meira en 1500 ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi, hefur ráðið Telmu Sveinsdóttur í stöðu mannauðsstjóra.

22. jún 16:06

Rak­el Eva ráð­in fram­kvæmd­a­stjór­i sjálf­bærn­i hjá Se­ven Gla­ci­ers

Seven Glaciers hefur ráðið Rakel Evu Sævarsdóttur sem framkvæmdastjóra sjálfbærni á nýrri skrifstofu sinni á Íslandi. Rakel Eva starfaði síðast sem forstöðumaður sjálfbærnimála hjá PLAY flugfélagi en hún hefur mikla reynslu af málaflokknum. Rakel mun hefja störf þegar hún hefur lokið fæðingarorlofi.

20. jún 11:06

Sig­urð­ur Atli nýr for­stjór­i Arctic Gre­en Ener­gy

Sigurður Atli Jónsson hefur verið ráðinn forstjóri Arctic Green Energy. Sigurður, sem er fyrrverandi forstjóri Kviku banka, hefur verið varaformaður stjórnar félagsins frá 2017. Hann hefur víðtæka stjórnunarreynslu.

08. jún 13:06

Þór­hild­ur Rún nýr fram­kvæmd­a­stjór­i Nat­han & Ol­sen

Þórhildur Rún Guðjónsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra hjá Nathan & Olsen hf.

07. jún 12:06

Guðný María og Áslaug nýjar í framkvæmdastjórn Þorpsins-Vistfélags

Fasteignaþróunarfélagið Þorpið-Vistfélag hefur ráðið tvo nýja stjórnendur með það að markmiði að halda áfram að þróa og byggja íbúðarhúsnæði í Reykjavík.

07. jún 12:06

Árni Reynir nýr forstöðumaður markaðsmála og fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu

Árni Reynir Alfredsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála og fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu, frá 1. júní.

01. jún 13:06

Hildur Björk nýr for­stöð­u­mað­ur mark­aðs­mál­a og upp­lif­un­ar hjá Isav­i­a

Hildur Björk Hafsteinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála og upplifunar hjá Isavia og tók hún til starfa í dag.

01. jún 12:06

Fjór­ir nýir lyk­il­stjórn­end­ur hjá Contr­ol­ant

Til að mæta vaxandi eftirspurn eftir lausnum Controlant frá nýjum og núverandi viðskiptavinum úr lyfja-, matvæla- og flutningsiðnaðinum hefur hátæknifyrirtækið Controlant bætt við sig starfsfólki.

23. maí 13:05

Pálm­i tek­ur við Wedo – Anna Jóna nýr fjár­mál­a­stjór­i

Pálmi Jónsson, sem fyrr í vetur tók við stöðu rekstrarstjóra Wedo ehf. hefur tekið við sem forstjóri Wedo ehf.

20. maí 09:05

Nýtt starfsfólk hjá Carbfix

Carbfix hefur ráðið þrjá starfsmenn með það að markmiði að halda áfram að byggja upp loftslagsvænan iðnað sem byggir á grænni nýsköpun og íslensku hugviti.

18. maí 16:05

Harp­a kem­ur í stað Brynj­u

Brynja Halldórsdóttir hefur ákveðið að hætta störfum eftir farsælan starfsferil. Brynja hóf störf sem fjármálastjóri BYKO árið 1991 og varð síðar fjármálastjóri Norvik, móðurfélags BYKO. Brynja hefur stutt dyggilega við vöxt og framgang Norvik í þessi ríflega 30 ár.

17. maí 14:05

Ólaf­ur leið­ir sölu og mark­aðs­starf PLAIO

Ólafur Pálsson hefur verið ráðinn sölu- og markaðsstjóri (Director of Global Sales & Marketing) PLAIO. Mun hann stýra söluleiðum og sölusamningum á hugbúnaðarkerfum PLAIO á alþjóðamarkaði, ásamt því að bera ábyrgð á uppbyggingu á alþjóðlegu söluteymi, þróun viðskiptasambanda og markaðssetningu félagsins.

10. maí 16:05

Kol­brún Silj­a nýr kynn­ing­ar- og mark­aðs­stjór­i

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir hefur tekið við nýrri stöðu kynningar- og markaðsstjóra hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna. Kolbrún hefur yfir 15 ára reynslu úr fjármálageiranum sem og kynningar og markaðsmálum.

09. maí 10:05

Kjart­an til GOOD GOOD

GOOD GOOD hefur ráðið Kjartan Þórðarson sem fjármálastjóra í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík.

06. maí 11:05

Orig­o styrk­ir mark­aðs­teym­ið

Origo hefur ráðið fjóra nýja liðsmenn í markaðsteymi fyrirtækisins. Ráðningarnar eru liður í stefnumótun Origo sem hefur hafið vegferð til að auka áherslu á markaðsmálin; setja neytandann í fyrsta sætið og gera vöruframboðið sterkara og hnitmiðaðra.

03. maí 11:05

Skip­u­lags­breyt­ing­ar hjá Wise – Gunn­ar Ingi nýr fram­kvæmd­a­stjór­i vör­u­þró­un­ar

Upplýsingatæknifyrirtækið Wise hefur á undanförnum árum vaxið ört með breikkun á vöruframboði og nýjum og spennandi lausnum. Samhliða örum vexti Wise hefur fjölgað í starfsmannahópnum og skipulagsbreytingar verið gerðar í takt við áherslur Wise.

02. maí 14:05

Sam­kaup ger­ir breyt­ing­ar á fram­kvæmd­a­stjórn

Gunnar Egill Sigurðsson, nýskipaður forstjóri Samkaupa, kynnti í dag breytingar á framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Inn kemur nýr framkvæmdastjóri auk þess sem breytingar eru á verkaskiptingu innan framkvæmdastjórnarinnar.

30. apr 13:04

Gunn­ar verð­ur for­stjór­i Opinn­a kerf­a

Stjórn Opinna Kerfa, sem nýlega sameinaðist við PREMIS, hefur komist að samkomulagi við Gunnar Zoega um að hann verði næsti forstjóri félagsins.

25. apr 11:04

Hrönn stýr­ir Ný­sköp­un­ar­sjóð­i

Hrönn Greipsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í stað Huldar Magnúsdóttur, sem lætur af störfum að eigin ósk um næstu mánaðamót.

22. apr 16:04

Hera yfir rann­sókn­ir og ný­sköp­un hjá OR

Hera Grímsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá OR. Hera er með mastersgráðu í byggingarverkfræði með áherslu á framkvæmdir og ákvörðunartöku sem og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

20. apr 09:04

Hel­en nýr mann­auðs­stjór­i Del­o­itt­e

Helen Breiðfjörð hefur verið ráðin í starf mannauðsstjóra Deloitte.

20. apr 09:04

Óskar til liðs við Brunn Vent­ur­es

Óskar Fannar Vilmundarson hefur gengið til liðs við Brunn Ventures sem fjárfestingafulltrúi (e. Associate). Mun hann koma meðal annars að greiningarvinnu fyrir vísisjóði Brunns ásamt eftirfylgni með fjárfestingum sjóðanna.

19. apr 13:04

Sig­ríð­ur Rak­el nýr mark­aðs­stjór­i Öskju

Sigríður Rakel Ólafsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Bílaumboðsins Öskju. Askja er umboðsaðili á Íslandi fyrir Mercedes-Benz, Kia og Honda. Markaðshlutdeild Öskju var sú hæsta frá upphafi á árinu 2021 og var Askja þá annað stærsta bílaumboð hér á landi um leið og Kia var söluhæsta tegundin á Íslandi í flokki fólksbíla.

19. apr 10:04

Ragn­ar yfir hug­bún­að­ar­þró­un Tix Tick­et­ing

Ragnar Skúlason hefur verið ráðinn til að leiða hugbúnaðarþróun (Head of Engineering) hjá Tix Ticketing sem er í dag leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki í þróun miðasölu, CRM og markaðslausna fyrir menningargeirann. Í dag starfa 40 sérfræðingar hjá Tix sem hefur skrifstofur og starfsemi í átta löndum.

12. apr 11:04

Mannabreytingar hjá Ari­on bank­a

Nokkrar mannabreytingar hafa orðið í stjórnendateymi Arion banka að undanförnu. Í morgun var tilkynnt um ráðningu nýs regluvarðar og tveggja forstöðumanna.

11. apr 16:04

Sól­rún ráð­in fram­kvæmd­a­stýr­a Veitn­a

Stjórn Veitna hefur ráðið Sólrúnu Kristjánsdóttur í starf framkvæmdastýru Veitna og tekur hún formlega við starfinu 1. maí næstkomandi. Sólrún, sem er með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og Copenhagen Business School, gegnir nú starfi framkvæmdastýru Mannauðs og menningar hjá OR og er varaformaður stjórnar Veitna.

11. apr 16:04

Sól­veig nýr fram­kvæmd­a­stjór­i Saga Nat­ur­a

Sólveig Stefánsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins Saga Natura og tekur hún við starfinu af Lilju Kjalarsdóttur sem tekur við nýrri stöðu hjá lyfjafyrirtækinu Alvotech.

11. apr 10:04

Jón Fann­ar nýr for­stjór­i Nan­it­or

Jón Fannar Karlsson Taylor hefur verið ráðinn forstjóri íslenska netöryggisfyrirtækisins Nanitor. Félagið er leiðandi í þróun netöryggislausna og sérhæfir sig í rauntímagreiningu á heildstæðu grunnöryggi tölvukerfa fyrirtækja, þar með talið öryggisstillingum, þekktum veikleikum tölvukerfa, hugbúnaðaruppfærslum og þar með mögulegum netárásum sem fyrirtæki geta orðið fyrir.

08. apr 09:04

Ben­e­dikt ráð­inn teym­is­stjór­i hjá Póst­in­um

Benedikt Þorgilsson hefur verið ráðinn sem teymisstjóri hugbúnaðarþróunar í upplýsingatæknideild hjá Póstinum og hefur þegar hafið störf. Hann mun hafa yfirumsjón með hugbúnaðarteyminu og halda utan um og leiða verkefni sem tengjast ytri kerfum.

04. apr 14:04

Karl ráð­inn for­stjór­i Flor­e­al­is

Lyfjafyrirtækið Florealis hefur ráðið Karl Guðmundsson sem nýjan forstjóra félagsins. Karl tekur við starfinu af Kolbrúnu Hrafnkelsdóttur sem hefur leitt fyrirtækið frá stofnun þess árið 2013. Undanfarin þrjú ár hefur Karl verið forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu en þar áður var hann sölu- og markaðsstjóri Florealis um fimm ára skeið.

04. apr 12:04

Hans ráð­inn sviðs­stjór­i hjá Isav­i­a ANS

Hans Liljendal Karlsson hefur verið ráðinn nýr sviðsstjóri tæknisviðs hjá Isavia ANS. Hann hefur störf í apríl. Hans er með B.Sc. gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá IHK í Kaupmannahöfn og er í MBA námi í Háskólanum í Reykjavík.

28. mar 16:03

Guð­berg­ur til PLAY

Guðbergur Ólafsson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður flugþjónustu hjá PLAY. Guðbergur mun bera ábyrgð á allri flugtengdri þjónustu, svo sem samskiptum við samstarfsaðila á flugvöllum sem félagið flýgur til.

28. mar 13:03

Ís­leif­ur ráð­inn söl­u­stjór­i gæð­a­lausn­a Orig­o

Ísleifur Örn Guðmundsson hefur verið ráðinn sölustjóri gæða- og innkaupalausna hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo og verður hlutverk hans að stýra og efla sölustarf deildarinnar.

24. mar 11:03

Stef­án til Epi­Endo Pharm­ac­e­ut­i­cals

Stefán Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármála hjá Arion banka, hefur verið ráðinn fjármálastjóri EpiEndo Pharmaceuticals.

22. mar 10:03

Heið­a Lára ráð­in mann­auðs­stjór­i Klapp­a

Heiða Lára Heiðarsdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Klappa grænna lausna.

Heiða Lára gegndi áður starfi mannauðsstjóra hjá Benchmark Genetics og þar áður var hún mannauðsstjóri hjá Marorku.

21. mar 10:03

Odd­geir til Kjar­a­fé­lags við­skipt­a- og hag­fræð­ing­a

Dr. Oddgeir Ágúst Ottesen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH). Hann er með doktorsgráðu í hagfræði frá University of California þar sem sérsvið hans var fjármálahagfræði og stærðfræðigreining.

15. mar 10:03

Kristín og Einar til liðs við Fossa

Fossar markaðir hafa ráðið tvo nýja starfsmenn í markaðsviðskipti.

08. mar 16:03

Svein­björn til liðs við ný­sköp­un­ar- og við­skipt­a­þró­un­ar­svið Rík­is­kaup­a

Sveinbjörn Ingi Grímsson hefur verið ráðinn á svið nýsköpunar og viðskiptaþróunar hjá Ríkiskaupum. Hlutverk hans verður að aðstoða opinberan aðila og birgja við að ná fram aukinni skilvirkni og skapa nýtt virði í innkaupum með því að koma hugmyndum að nýsköpun og umbótum í framkvæmd.

04. mar 09:03

Snæ­björn Ingi ráð­inn fram­kvæmd­a­stjór­i Iter­a á Ís­land­i

Snæbjörn Ingi Ingólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlega tæknifyrirtækisins Itera á Íslandi. Itera opnaði á síðasta ári skrifstofu í Reykjavík en aðalskrifstofur fyrirtækisins eru í Noregi. Itera sérhæfir sig í að skapa sjálfbær og stafræn viðskipti og með opnun skrifstofunnar í Reykjavík stefnir fyrirtækið á að auka umsvif sín hér á landi.

02. mar 13:03

Ben­e­dikt nýr fram­kvæmd­a­stjór­i fjár­mál­a Orku­veit­u Reykj­a­vík­ur

Benedikt K. Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur og hefur störf síðar í mánuðinum.

22. feb 16:02

Nýr fram­kvæmd­a­stjór­i Ein­ing­a­verk­smiðj­unn­ar

Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Einingarverksmiðjunnar ehf. Hún tekur við af Sigurbirni Óla Ágústssyni sem hefur stýrt verksmiðjunni síðastliðin 28 ár. Guðbjörg tekur til starfa í dag og verður Sigurbjörn eigendum og stjórnendum til ráðgjafar fram eftir árinu.

21. feb 10:02

Krist­ín Björg fram­kvæmd­a­stjór­i fjár­mál­a­sviðs Orkunn­ar

Kristín Björg Árnadóttir hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Orkunnar. Orkan rekur fjölorkustöðvar og verslanir undir merkjum Orkunnar, verslanir 10-11 og Extra. Auk þess tilheyra Löður, Lyfsalinn og Gló samstæðu Orkunnar.

16. feb 09:02

Unnur Ösp til Kapt­i­o

Unnur Ösp Ásgrímsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður vörustjórnunar og hönnunar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kaptio. Hún hefur síðastliðið ár starfað hjá Sendiráðinu sem yfirmaður stafrænnar notendaupplifunar.

10. feb 10:02

Anna Fríð­a tek­ur við mark­aðs­mál­um hjá PLAY

Anna Fríða Gísladóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu PLAY. Hún mun leiða markaðsstarf PLAY og fara fyrir áframhaldandi uppbyggingu á ásýnd félagsins sem hefur verið miklu flugi undanfarna mánuði. Til marks um það hafnaði PLAY í þriðja sæti í árlegri könnun MMR yfir þau vörumerki sem þóttu framúrskarandi vel markaðssett árið 2021, segir í tilkynningu frá PLAY.

01. feb 09:02

Fróð­i Stein­gríms­son til liðs við Frum­tak

Fróði Steingrímsson, lögmaður, hefur gengið til liðs við Frumtak. Hann mun sinna lögfræðilegum málefnum fyrir félagið og taka þátt í þróun á starfsemi þess. Þá mun hann veita félögum í eignasafni Frumtakssjóðanna ráðgjöf og stuðning.

25. jan 12:01

Nýir stjórn­end­ur hjá Mot­us og Greiðsl­u­miðl­un Ís­lands

Auglýsing Loka (X)