Vísitala neysluverðs

30. ágú 13:08

Topp­i náð?

Ársverðbólga hjaðnar í ágúst í fyrsta sinn síðan á vormánuðum 2021. Útlit er fyrir að verðbólga hafi náð toppi og sé nú tekin að hjaðna, í fyrstu mjög rólega en hraðar þegar líður á næsta ár. Helsta ástæða fyrir því er hröð kólnun á íbúðamarkaði auk meira jafnvægis á innfluttri verðbólgu.

30. ágú 09:08

Verð­bólg­a í ág­úst minn­i en í júlí

Tólf mánaða verðbólga mældist minni íágúst en í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar sem birti vísitölu neysluverðs fyrir ágúst nú í morgun.

23. júl 05:07

Mætti skoða hvernig vísi­talan er reiknuð út

22. júl 09:07

Verð­bólg­a stefnir í tveggj­a staf­a tölu

Vísitala neysluverðs hækkar um 1,17 prósent milli mánaða og mælist nú tólf mánaða verðbólga 9,9 prósent.

11. júl 16:07

Ís­lands­bank­i spá­ir enn meir­i verð­bólg­u

Íslandsbanki gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,6 prósent á milli mánaða í júlí. Verðbólga mun mælast 9,3 prósent í júlímánuði gangi sú spá eftir. Sumarútsölur vega á móti hækkun á íbúðaverði, hærri flugfargjöldum og verðhækkun á matvörum.

29. jún 09:06

Mest­a verð­bólg­a frá því í hrun­in­u

Vísitala neysluverðs hækkar um 1,4 prósent milli mánaða og síðustu 12 mánuði hefur hún hækkar um 8,8 prósent.

30. maí 10:05

Vaxt­a­hækk­an­ir Seðl­a­bank­ans slá ekki á verð­bólg­un­a

Þrátt fyrir að Seðlabanki Íslkands hafi fimmfaldað stýrivexti sína á tólf mánuðum æðir verðbólgan áfram. Peningastefna bankans virðist engin áhrif hafa á hana, jafnvel eru merki um að hún hafi öfug áhrif og stuðli að viðvarandi húsnæðisskorti hér á landi.

18. mar 11:03

Spáð hærr­i verð­bólg­u

Hagstofan mun birta marsmælingu vísitölu neysluverðs þriðjudaginn 29. mars. Íslandsbanki og Landsbankinn birtu í morgun spár sínar um hækkun vísitölunnar milli mánaða og báðir bankarnir spá því að vísitalan hækki um ríflega 1 prósent milli febrúar og mars og að árshraði verðbólgunnar verði því 6,8 prósent.

22. feb 15:02

Hag­stof­an vís­ar á Al­þing­i

Hagstofan birti í dag yfirlýsingu vegna umræðu um vísitölu neysluverðs, en undanfarið hefur gagnrýni vaxið mjög á að húsnæðisliðurinn skuli vera inni í vísitölu neysluverðs sem notuð er til verðtryggingar og hvernig hann er reiknaður. Síðast í morgun skoraði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, á Hagstofuna að breyta því hvernig húsnæðisliðurinn er reiknaður inn í vísitöluna í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni.

14. feb 11:02

Hús­næð­is­lið­ur­inn hef­ur af­ger­and­i á­hrif til hækk­un­ar vís­i­töl­u

Í Korni Íslandsbanka kemur fram að útlit sé fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,9 prósent milli mánaða í febrúar. Ársverðbólga mælist því 5,9 prósent gangi spá greiningardeildar Íslandsbanka eftir. Verðbólguhorfur hafa versnað nokkuð frá síðustu spá. Verðbólga er alþjóðlegt fyrirbæri þessa dagana og líkur eru að innflutt verðbólga verði umtalsverð á næstu fjórðungum.

Auglýsing Loka (X)