Virkjanir

Vill virkja í Steingrímsfirði og Bjarnarfirði á Ströndum
Virkjanir í Bjarnarfirði og Steingrímsfirði á Ströndum gætu átt þátt í að auka raforkuöryggi svæðisins, segir framkvæmdastjóri Smávirkjana ehf. Fullt sé af vannýttum möguleikum víða um land.

Ósætti með nýja rammaáætlun

Fimm náttúruverndarsamtök og landeigendur kæra Hnútuvirkjun
Náttúruundur í sögufrægu Skaftáreldahrauni eru að mati fjölda heimamanna og náttúruverndarsamtaka í hættu, gangi áform um virkjun í Hverfisfljóti eftir.

Orðin, áformin og eyðileggingin
Eftirfarandi er skrifað á ábyrgð höfundar sem náttúrubarns, ekki blaðamanns.

Landeigandinn lítur svo á að Hnútuvirkjun sé í höfn

Eitt erfiðasta vatnsár sögunnar
Staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar er með þyngsta móti og staða miðlunarlóna enn lægri en spáð var í janúarlok. Áfram verður allt gert til að tryggja afhendingu á forgangsorku. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að miðað við stöðuna nú sé ljóst að skerðingar standi út aprílmánuð, en jafnframt hafi Landsvirkjun leitað eftir endurkaupum á raforku hjá stórnotendum og virkjað slík ákvæði þar sem samningsbundnar heimildir eru til staðar.

Þurrkatíð setur strik í reikninginn hjá Landsvirkjun

Telja virkjun á Folaldahálsi ógn við stórbrotið landslag
Bæjarráð Hveragerðis óttast að ný virkjun á Folaldahálsi verði aðeins upphafsskref inn á verðmætt náttúrusvæði. Verkfræðistofan Efla segir svæðið við háspennulínur, sem séu mun meira afgerandi en virkjunin verði.

Máli landeigenda gegn Vesturverki vísað frá
Héraðsdómur Vestfjarða taldi það ekki sannað að eigendur Drangavíkur á Ströndum væru eigendur lands sem framkvæmdir vegna Hvalárvirkjunar, eru fyrirhugaðar á.

Hlúum að hjarta landsins
Hálendið er hjarta Íslands, segir Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir. Hann segir hálendi Íslands sé ein dýrmætasta auðlind landsins og að hægja verði á virkjanaframkvæmdum á hálendinu.

Samþykkt að breyta skipulagi vegna Hvalárvirkjunar
Vesturverk hefur fengið heimild til að vinna breytingu á deiliskipulagi vegna Hvalárvirkjunar og skipulagsfulltrúa verður falið að vinna breytingar á aðalskipulagi. Íbúar hreppsins eru klofnir í afstöðu sinni til virkjunarinnar.