Viðskipti

Vöruviðskipti voru óhagstæð

Viðskiptaafgangur var jákvæður á síðasta ári
Hrein staða þjóðarbúsins jákvæð um 1,039 milljarða króna og batnar milli ára. Nemur nú 35 prósentum af vergri landsframleiðslu.

Stærsta vegan búðin breytist og stækkar
Vegan búðin í Faxafeni hefur sótt um enn eina breytinguna. Búðin hefur vaxið og dafnað síðan hún opnaði fyrir nokkrum árum. Eigendurnir telja að hún sé stærsta 100 prósent vegan búð í heimi. Bónuskælar fá nýtt hlutverk.

Húmor Íslendinga valdið uppsöfnun á Corona-bjór

Haldlagðar húðvörur þvælast enn á milli lögregluembætta
CBD-húðvörusending sem haldlögð var á Keflavíkurflugvelli hefur þvælst á milli lögregluembætta í næstum því ár án efnagreiningar. Vörurnar eru vottaðar af Evrópusambandinu. Eigendurnir hafa ekki þorað að panta meira á meðan málið er hjá lögreglunni. Síðasti söludagur er liðinn eða nálgast óðfluga.

Kaupfélag Skagfirðinga kaupir hamborgarastaðinn Metro
Kaupfélag Skagfirðinga hefur eignast M-veitingar ehf., en félagið annast rekstur Metro-hamborgarastaðanna. Kaupin koma til vegna skuldauppgjörs við KS.

Seldu fleiri bíla í desember

Bogi orðinn stærsti einkafjárfestirinn í Icelandair
Félag í eigu hjónanna Boga Þórs og Lindu Bjarkar með tæplega tveggja prósenta hlut sem er metinn á nærri milljarð króna. Hafa meira en tvöfaldað hlut sinn í flugfélaginu á síðustu vikum.

Vodafone fjarlægir Huawei búnað úr fjarskiptakerfinu
Vodafone mun fjarlæga búnað frá Huawei úr kjörnum í fjarskiptaneti sínu á næstu fimm árum. Áætlað er að framkvæmdin muni kosta um tvö hundruð milljón evrur.

Fjárfestir rekinn fyrir að stela mat
Hátt settur starfsmaður Citigroup bankans er í vandræðum eftir að hann var gripinn við að stela samlokum úr mötuneyti bankans í London. Maðurinn er 31 árs og var yfir deild innan bankans sem sá um viðskipti með skuldabréf.

Play segir enga ástæðu fyrir töfunum
Flugfélagið Play vill ekkert gefa upp um hvenær miðasala hefst og segir enga sérstaka ástæðu fyrir töfunum, en upphaflega átti sala flugmiða að hefjast í nóvember. Engin laus störf eru lengur auglýst inn á vefsíðu flugfélagsins og segir upplýsingafulltrúi þess að verið sé að boða umsækjendur í viðtöl.

Mogginn gefur ekki jólagjafir í ár: „Jólakveðja“
Árvakur mun ekki gefa neinar jólagjafir í ár. Í tölvupósti sem barst starfsmönnum fyrirtækisins fyrir nokkrum mínútum segir að ákvörðunin sé tekin „vegna erfiðrar rekstrarstöðu."

Fólk hvatt til að kaupa hluti sem það vantar ekki fyrir pening sem það á ekki
Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir tilboð smálánafyrirtækja í aðdraganda svarts föstudags og segir þau hvetja til óhóflegrar neyslu. Forstjóri Neytendastofu segir að tilfinning starfsfólks sé að ekki hafi borist meira um ábendingar um verðhækkanir nú en í fyrra. Fleiri ábendingar gætu þó enn borist.

Vill aðkomu fagfjárfesta að flugvellinum
Á næstu þremur árum er gert ráð fyrir um 30 milljarða króna framkvæmdum Isavia á Keflavíkurflugvelli. Flugvallarfjárfestar hafa sýnt áhuga. Auðveldara að sækja fjármagn en þekkinguna. Stjórn Isavia hefur ekki rætt málið sérstaklega.

Engin leið að keppa við ON
Ísorka hefur kært Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, til Samkeppniseftirlitsins. Forsvarsmaður Ísorku segir fyrirtækið vera að koma sér í einokunarstöðu um miðlun rafmagns til rafbíla.

Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air
Skiptastjórar WOW air telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært.

Ameríkanar endurreisa WOW
Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags.

Ráða starfsfólk vegna fjölgunar gesta frá Kína
Bláa lónið auglýsti nýverið eftir kínverskumælandi starfsmanni í verslun fyrirtækisins í Grindavík og segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu, að það sé ekki nýtt af nálinni.

Hagstæðustu vextir í sögu lýðveldisins
Fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar að skuldabréfin sem Ríkissjóður gaf út í gær beri 0,1% fasta vexti og eru gefin út til 5 ára á ávöxtunarkröfunni 0,122%.

Fékk bakteríuna snemma
Helgi Magnússon fjárfestir hefur fest kaup á helmingshlut í Torgi, sem á og rekur Fréttablaðið. Helgi er bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir umræðu um bága stöðu einkarekinna fjölmiðla. Hann lítur á Torg sem áhugavert fjárfestingartækifæri, en hann hefur einnig mikinn áhuga á fjölmiðlum.

Attestor selur í Arion fyrir fjóra milljarða
Breski vogunarsjóðurinn Attestor Capital seldi í gær hátt í þriggja prósenta hlut í Arion banka fyrir um fjóra milljarða króna,

Isavia þurfa ekki að afhenda vélina
Þetta kom fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær.

450 milljónir króna á ábyrgð Landsbankans
Valitor var dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press Productions 1,2 milljarða króna vegna lokunar á greiðslugátt. Landsbankinn í ábyrgð fyrir 450 milljónum af upphæðinni. Valitor segist líklega munu áfrýja dómnum.

Flýta frumvarpi um erlendar sendingar
Frumvarpi um erlendar póstsendingar er flýtt í gegnum Alþingi til að reyna að stöðva tap Íslandspósts. Umsagnaraðilar gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið.

Telja væntar endurheimtur 15 prósent
Norskt greiningarfyrirtæki hefur verðlagt skuldabréf WOW air á 15 prósent af nafnvirði. Norskir og þýskir sjóðir keyptu skuldabréf flugfélagsins ásamt bandarískum fjármálarisa. Norskur sjóðsstjóri segir vörumerkið og farþegagögnin einu verðmætin sem eru eftir.

Tvöfalt lengri kröfulýsingarfrestur en venjulegt er
Frestur til að lýsa kröfu í þrotabú WOW air verður fjórir mánuðir en meginreglan er að hann sé helmingi styttri.

Arion upplýsir ekki um niðurfærslu
Arion banki sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem fram kom að stöðvun rekstrar WOW air myndi ekki hafa veruleg bein áhrif á rekstrarafkomu bankans. Bankinn getur ekki veitt upplýsingar um hversu mikið hefur verið fært niður af skuldum flugfélagsins.