Sveitarfélög

Ekkert sameiginlegt nema þorrablót og kindur sem villast

Róðurinn þyngist hjá sex sveitarfélögum

Nærri þúsund manns af skrá í Reykjanesbæ og Kópavogi

Mikill munur á kostnaði á milli sveitarfélaga

Lítil sveitarfélög ósátt við áform um sameiningar

Nauðsynlegt að taka í hornin á rekstri borgarinnar

Verður heimilislaus innan fárra vikna

Ríkið verður að bregðast við stöðu fatlaðs fólks

Engir frístundastyrkir á Ísafirði og í Grindavík

Útlit fyrir verstu afkomu sveitarfélaga frá hruni
Halli á rekstri sex af stærstu sveitarfélögum landsins nam samtals 13 milljörðum króna á fyrri hluta árs 2022. Það er talsvert verri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir. Nýkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir þungt hljóð í sveitarstjórnarfólki um allt land vegna stöðunnar.

Kjartan vann fullnaðarsigur gegn Reykjavíkurborg

Starf sveitarstjóra gjörbreyst á tveimur áratugum
Mörg sveitarfélög vinna nú að því að ganga frá ráðningum sveitarstjóra fyrir nýtt kjörtímabil. Dæmi eru um að nýráðnir sveitarstjórar fámennra sveitarfélaga fái á aðra milljón króna í laun. Prófessor í stjórnmálafræði segir að ýmis rök hafi verið færð fyrir háum launum.

Þessi vilja stöðu bæjarstjóra í Hveragerði

Tap Árborgar það mesta á hvern íbúa
Hallarekstur sex sveitarfélaga var yfir hundrað þúsund krónur á hvern íbúa á síðasta ári. Samanlagður rekstur allra sveitarfélaga var neikvæður um 8,8 milljarða. Bæjarstjóri Árborgar segir brýnt að snúa þessari þróun við ef ekki á illa að fara.

Sveitarfélög þurfi að standa saman

Ekki nægar fjárfestingar
Árið 2021 lék sveitarfélög landsins misgrátt fjárhagslega séð. Almennt séð voru tekjurnar betri en fólk þorði að vona. Laun verða sífellt stærri kostnaðarliður.

Kanna hug Dalamanna til sameiningar

Sveitarfélög misgóð í að auka framboð íbúða

Skuldahlutfallið lægst í Reykjavík
Íslensk sveitarfélög virðast vera að rétta úr kútnum eftir Covid, en við blasir að öll íslensk sveitarfélög standa frammi fyrir kerfisbundnum rekstrarvanda sem stafar af því að tekjur halda ekki í vaxandi útgjöld.

Staða sveitarfélaganna mun alvarlegri í dag en eftir hrun
Útlit er fyrir verulegt tap á rekstri A-hluta sveitarfélaga þriðja árið í röð. Horfur yfirstandandi árs benda til tapreksturs sem nemur allt að tveimur prósentum af tekjum. Halli síðasta árs var enn meiri, eða þrjú prósent af tekjum. Þetta er talsvert verri niðurstaða en blasti við í kjölfar efnahagshrunsins.

Sameinað Snæfellsnes enn þá möguleiki

Hlutur sveitarfélaga í gjaldtöku sjávarútvegs 26-29 prósent
Tilefni greiningar á gjaldtöku á sjávarútvegi og fiskeldi og hvernig þær tekjur skiptast á milli ríkis og sveitarfélaga er m.a. vegna aukinnar gjaldtöku af hálfu ríkisins á þessum tveimur atvinnugreinum og aukinna krafna á sveitarfélögin um aukna þjónustu og bætta innviði.

Segja sjúkraflutningamönnum mismunað
Sjúkraflutningamenn sem starfa hjá ríkinu hafa fengið eingreiðslur vegna Covid-álags, kollegar þeirra hjá sveitarfélögunum vilja sambærilega umbun. Hætta er á atgervisflótta að óbreyttu að sögn formanns LSS.

Umdeildar greiðslur til Garðabæjar
Formaður Sambands sveitarfélaga segir að þegar útsvarsstofn sé ekki fullnýttur, hljóti að vera tekist á um hvort útsvarslág sveitarfélög eigi að fá greiðslur úr Jöfnunarsjóði. Garðabær fær 644 milljónir.

Hafnfirðingum og Húsvíkingum fjölgar á ný

Garðabæ nægi að hafa 13,7 prósent í útsvar

Ekkert heimili gæti leyft sér slíka skuldasöfnun

Ræða óformlega um stóra sameiningu á Snæfellsnesi

Erfiðasta fjárhagsáætlanagerð sem fólk hafi farið í gegnum
Eftir lélegt ár hjá sveitarfélögum árið 2020 versnaði staðan til muna árið 2021 og stefnir í enn þá verra ár 2022. Fjárhagsáætlanagerð er í fullum gangi en slík plögg hafa verið hálf marklaus í faraldrinum. Kjarasamningagerð og samningar við ríkið eru fram undan.

Skoða sameiningu sveitarfélaga án aðkomu Ásahrepps

Mest hlutfallsleg hreyfing í litlum sveitarfélögum
Helgafellssveit er hástökkvari í talningum sem nýlega voru birtar af Þjóðskrá á íbúum Íslands eftir sveitarfélögum. Jókst íbúafjöldi sveitarfélagsins um rúm fimmtán prósent, sem var hlutfallslega mesta aukning nokkurs sveitarfélags.
Líkt og sveitarstjórinn, Guðrún Karólína Reynisdóttir benti á, er þó aðeins um að ræða tíu manna aukningu, sem gerir heildaríbúafjölda Helgafellssveitar að 75 manns. Aukninguna má rekja til tveggja fjölskyldna sem hafa flutt til sveitarinnar.
„Þegar íbúarnir eru fáir þarf ekki mikla aukningu til þess að prósenturnar rjúki upp. Þetta er bara eins og þegar lágtekjufólk hækkar um nokkra hundraðkalla, þá verða það mörg prósent, en lítið hjá hátekjufólki,“ segir Guðrún.

Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði tvöfaldast á áratug

Vonast eftir tilslökunum fyrir þjóðhátíðardaginn
Þeir sem skipuleggja dagskrá á þjóðhátíðardaginn vonast eftir því að tilslakanir, að minnsta kosti upp í 500 manns, verði tilkynntar um helgina. Á Selfossi er gert ráð fyrir svipaðri dagskrá og í fyrra en á Akureyri er gert ráð fyrir meiri mannsöfnuði.

Flutningur opinberra starfa út á land eigi ekki að vera markmið í sjálfu sér
Samkvæmt nýrri hvítbók um byggðamál á að dreifa ríkisstörfum með jafnari hætti en fyrr út fyrir suðvesturhorn landsins. Framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu segir að slíkur flutningur eigi ekki að vera markmið í sjálfu sér og að hugsa verði byggðamálin heildrænt fyrir landið.

Skora á skóla að bjóða upp á grænkerarétt á hverjum degi

Jákvæð afkoma Hafnarfjarðarbæjar á síðasta ári
Söluhagnaður vegna hlutar bæjarins í HS Veitum og lóðasala skilaði bænum Hafnarfirði 3,34 milljörðum króna í kassann.

Laun opinberra starfsmanna hækka hraðast
Hækkun launa opinberra starfmanna hefur verið tæplega tvöfalt meiri en tíðkast á almenna markaðnum.

Afkoma hins opinbera sú versta frá 2009
Tekjur ríkissjóðs drógust saman á meðan tekjur sveitarfélaga jukust. Útgjöld ríkissjóðs jukust meira en útgjöld sveitarfélaga.

Fáir skólar og sveitarfélög sem taka Veganúar-áskorun

Seðlabankinn láti til sín taka við lausn fjárhagsvanda sveitarfélaga
Æðstu stjórnendur stærstu sveitarfélaga landsins vilja að Seðlabankinn og hið opinbera komi að úrlausn erfiðrar fjárhagsstöðu þeirra. Samband sveitarfélaga og Reykjavíkurborg átt í óformlegum viðræðum við Seðlabankann um að bankinn stígi inn með kaupum á skuldabréfum. Yfirfærsla ákveðinna málaflokka frá ríki til sveitarfélaga sögð vanfjármögnuð.

BSRB undirbýr verkfallsaðgerðir
BSRB hefur ákveðið að boða til atkvæðagreiðslur um verkföll félagsmanna sinna sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Verkföllin kæmu til með að ná til um nítján þúsund starfsmanna, meðal annars í heilbrigðisþjónustu og skólum.

Á launum í sex mánuði í viðbót
Samkvæmt ráðningarsamningi mun Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðar, fá áfram laun í sex mánuði, en honum var sagt upp störfum á mánudaginn. Hann er sagður vera með 1,6 milljónir á mánuði í laun og fastar greiðslur.

Sauð upp úr á bæjarstjórnarfundi og Guðmundi sagt upp í kjölfarið
Uppsögn Guðmundar Gunnarssonar úr starfi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar er sögð eiga sér töluverðan aðdraganda. Ósætti mun hafa verið á milli Guðmundar og Daníels Jakobssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi bæjarstjóra, undanfarna mánuði.

Segja Samband sveitarfélaga valda sveitarfélögum tjóni
„Með framgöngu sambandsins er verið að baka sveitarfélögum landsins tjón,“ segir sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps sem gagnrýnir útlistanir Sambands íslenskra sveitarfélaga á Hæstaréttardómi í máli sem sveitarfélagið vann gegn ríkinu. Ríkið mun nota jöfnunarsjóð sveitarfélaga til að borga bætur

Vestmannaeyingar játa sig sigraða
Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar segir að Landsbankinn hafi hagnast á kostnað íbúa í Vestmannaeyjum með samkomulagi við stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja. Í fundargerð bæjarins segir að dómurinn sé mikil vonbrigði en ekki séu forsendur til að áfrýja honum.

Bæjarstjóri kaus einn gegn íbúðum fyrir fatlaða
Í vikunni samþykkti bæjarstjórn Seltjarnarness uppbyggingu þjónustuíbúða á Valhúsahæð. Einhugur var með meirihluta- og minnihluta en þó var eitt atkvæði greitt gegn tillögunni. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri taldi ekki hafa verið gætt meðalhófs gagnvart öðrum húseigendum í nágrenninu.

Brennan hefur logað í átta daga
Ábúendur á Ögri segja að þrettánda-brennur á nágrannabænum Garðsstöðum hafi stundum logað í allt að átta daga og vilja að heilbrigðisnefnd Vestfjarða taki á rusla-söfnun sem fer fram á bænum. Umráðamaður Ögurs segist ekki vita hversu lengi logar í brennunum: „Kannski nokkra daga.“