Snjóflóð

Einum bjargað úr snjóflóði í Hnífsdal í kvöld

Hús á Flateyri í snjóflóðahættu fá skothelt gler
Til stendur að fara í framkvæmdir við að styrkja húsin á Flateyri sem eru í mestri snjóflóðahættu í sumar.

Um eins kílómetra breitt snjóflóð féll við Eskifjörð

Enn hættustig og rýming í gildi á Siglufirði

Rýmingar á Siglufirði vegna snjófljóðahættu

Áhyggjur af verðhruni eigna með tilkomu nýs hættumats
Bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur áhyggjur af frumvarpi umhverfisráðherra um ofanflóðavarnir. Það feli í sér eignatilfærslu til sveitarfélaganna en þrengingu á möguleikum til bóta. Rekstrarfélag skíðasvæðisins mun þurfa að færa skíðalyftu og skála með tilheyrandi kostnaði og greiða sjálft fyrir ofanflóðavöktun.

Þrjú ár síðan maður lést í snjóflóði í Esjunni
Maður lést í snjóflóði í Esjunni fyrir þremur árum, en Esjan er það fjall á Íslandi sem flestir hafa látist á. Veðurstofan athugaði snjóflóðahættu á svæðinu við Esjuna síðast um helgina en snjóflóðaspár eru eingöngu gefnar út fyrir stór landsvæði en ekki einstök fjöll. Tugir snjóflóða falla á suðvesturhorni landsins á hverjum vetri.

Maðurinn sem lenti í snjóflóðinu látinn
Maðurinn sem lenti í snjóflóðinu í Móskarðshnúkum í gær var úrskurðaður látinn við komuna á Landspítala. Hann var 23 ára og búsettur í Hafnarfirði.

Var í tvo klukkutíma undir flóðinu
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn sem grófst undir snjóflóði í Móskarðshnúkum á Landspítalann í Fossvogi. Maðurinn var ásamt tveimur öðrum á gönguleið á fjallinu og voru hinir tveir fluttir með sjúkrabíl á Landspítalann.

Maðurinn er fundinn og kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar
Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er maðurinn sem lenti í snjóflóði í Móskarðshnúkum fundinn. Yfir hundrað björgunarsveitarmenn hafa leitað hans síðan á öðrum tímanum.

Ólíklegt að björgunaraðgerðir haldi áfram í dag
Hafnarstjóri Ísafjarðarhafna segir að ólíklegt sé að vinna við að björgun báta í Flateyrarhöfn. Báturinn Blossi náðist á land í gær, og þá hefur tekist að festa einn bát við bryggju. Engin olíumengun hefur orðið frá bátunum.

Byrjað að reyna að ná bátunum á land
Björgunaraðgerðir eru hafnar á Flateyri þar sem reynt er að ná bátum sem sukku í snjóflóðinu á land. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem vinnur að verkefninu segist bjartsýnn á að verkið muni ganga vel.

Stúlkan sem lenti í snjóflóðinu útskrifuð
Stúlkan sem slasaðist eftir að hafa lent í snjóflóðinu á Flateyri í fyrrakvöld hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Barnsfaðir móður hennar segir það hafa verið ótrúlegt að hún hafi sloppið.

Ráðherrar fara vestur í dag
Þyrla Landhelgisgæslunnar mun flytja þrjá ráðherra til Vestfjarða nú eftir hádegi. Þar ætla þeir að hitta íbúa á Flateyri, Suðureyri og Ísafirði og skoða aðstæður eftir snjóflóðin sem féllu í fyrrakvöld.

Katrín Jakobsdóttir: „Rifjar upp sárar minningar“
Katrín Jakobsdóttir segir að snjóflóðin á Vestfjörðum í gærkvöldi rifji upp sárar minningar frá snjóflóðunum árið 1995 og að mikil blessun sé að tekist hafi að grafa unglingsstúlkuna, sem lenti í snjóflóðinu, hratt upp. Á næstu dögum verði farið yfir öll mál sem varða snjóflóð og snjóflóðavarnir.