Samkeppnismál

Regluverk er verulega íþyngjandi hér á landi
Reglubyrði hamlar verðmætasköpun. Samkeppnisskilyrði lakari hér en í nágrannaríkjum.

Google sektað vegna fréttaefnis

Deilt um fyrningu skaðabótakröfu gegn Mjólkursamsölunni
Lögmenn Mjólkursamsölunnar og Ólafs Magnúsar Magnússonar,, fyrrverandi eiganda Mjólku, tókust á um fyrningarfrest skaðabótakröfu hins síðarnefnda í héraðsdómi í gær. Málið kemur í kjölfar staðfestingar Hæstaréttar á nærri hálfs milljarðs króna sektar Mjólkursamsölunnar vegna samkeppnisbrota.

Innlendum fyrirtækjum sagt mismunað á ósvífinn hátt
Íslensk matvælafyrirtæki neyðast til að kaupa mjólkurduft og undanrennuduft af Mjólkursamsölunni á nær tvöföldu því verði sem Mjólkursamsalan selur sömu vöru á til samkeppnisaðila þeirra erlendis, að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.

SE skoði hvort afurðastöðvar hafi brotið lög
Félag atvinnurekenda (FA) hefur farið fram á rannsókn á háttsemi afurðastöðva sem að mati félagsins hefur leitt til fyrirsjáanlegs skorts á lambahryggjum í verslunum.