Samfélag

Kennir nýbúum íslenskuna með ukulele sem leynivopn
Þráinn Árni Baldvinsson, kennari og tónlistarmaður, hefur verið að kenna erlendum börnum íslensku í gegnum tónlist. Þekkingarnet Þingeyinga vildi prófa sömu aðferð fyrir fullorðna og hófst kennsla í vikunni með ukuleleleik og söng.

Ljóðskáld aðstoðar með ástarbréfin

Verðmætasta vinnuvél Íslandssögunnar gerð upp

Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð

Ekkert barn ættleitt á árinu
Mjög hefur dregið úr ættleiðingum til Íslands á síðustu árum vegna breyttrar fjölskyldustefnu kínverskra stjórnvalda og ótryggs ástands í Austur-Evrópu.

Sólborg er Framúrskarandi ungur Íslendingur 2022

Fæddist 11.11.11 og er 11 ára

Hrekkjavaka víða

Ísland er áfram friðsælasta landið

„Ég ræð ekki hvernig ég fæðist, ég fæddist bara svona“

Allur barnahópurinn þarf aðstoð
Gróft ofbeldi og einelti í grunnskólum landsins vekur óhug á meðal almennings, en tólf ára stúlka liggur á spítala eftir að hún reyndi að svipta sig lífi vegna eineltis sem hún hefur orðið fyrir af hálfu jafnaldra sinna. Talið er að aðgengi barna að samfélagsmiðlum sé hluti af vandamálinu.

Biggi kominn með meirapróf í hljóðheimi íss og kulda
Tónlist Bigga Hilmars mun hljóma undir nýjustu afurð BBC og PBS sem kallast Wild Scandinavia. Fólkið á bak við þáttaröðina hefur gert þáttaraðirnar Frozen Planet og Human Planet og unnið til fjölda verðlauna. Þetta er eitt stærsta verkefni Bigga á ferlinum.

Páskaegg Ragnars Þórs fær sínar fimmtán sekúndur af frægð
Ragnar Þór Ingólfsson fékk fjölda skilaboða eftir að glöggir sjónvarpsáhorfendur sáu glitta í páskaegg á skrifstofunni hans. Hann segist vera mikið páskabarn og skilja átökin eftir í vinnunni.

Ættleidd börn verði fyrir miklum fordómum

Arkitekt berst enn gegn bílskúrsbreytingum nágranna

Hljóp þúsund daga í röð

Útiloka blaðaljósmyndara frá hófi eftir setningu RIFF
RIFF, alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, verður sett í Háskólabíó á fimmtudag. Eftir sýninguna býður Edition-hótelið til opnunarhófs en athygli vekur að blaðaljósmyndurum er meinaður aðgangur að veislunni.

Þökkuðu Þórólfi fyrir vel unnin störf
Þórólfi Guðnasyni, fyrrverandi sóttvarnalækni, var þakkað fyrir vel unnin störf í gær á málþingi í húsi Íslenskrar erfðagreiningar. Á málþinginu voru flutt fjölbreytt erindi, bæði vísindaleg og persónuleg.

Ferðamenn spéhræddir og baða sig ekki berir í sundi
Mikið er um að ferðamenn hér á landi reyni að komast undan því að baða sig áður en þeir fara í sundlaugar. Starfsfólk sundlauganna segir að vandamálið sé spéhræðsla.

Fjölda barna og fjölskyldna vanhagar um föt og mat
Hátt í þrjú hundruð börn hafa fengið efnislega aðstoð frá Hjálparstarfi kirkjunnar nú í upphafi skólaárs. Þá hefur aðsókn aldrei verið meiri hjá Fjölskylduhjálp Íslands.

Bifhjólamenn ósáttir við skráningu

Sautján prósent enda í ósakhæfi
Sálrænir erfiðleikar hrjá gerendur í mörgum manndrápsmálum undanfarið. Geðhjálp segir um of byggt á lyfjum sem úrræði.

Stjórn Hinsegin daga biður Elínborgu afsökunar

Goðsögn úthýsir Bakkusi úr landsliðshópi í bridds
Tvöfaldur heimsmeistari tekur við landsliðinu í opnum flokki í bridds. Boðar aukinn aga og reglusemi, árangur undanfarið verið óviðunandi.

Hlustaði á Bubba alla daga og nætur

Eitt hundrað skráð kynsegin eða annað

Öfundsýki hrekur hæfa úr vinnunni
Niðurstöður tímamótarannsóknar um langtímaafleiðingar eineltis á vinnustöðum hér á landi, eru sláandi. Smæð atvinnumarkaðar er hamlandi fyrir þá sem hrekjast úr starfi.

Björguðu ofkældu og örmagna fólki

Notaði mastersverkefnið til að búa til ís í Mývatnssveit
Í litlum skúr við Skútustaði í Mývatnssveit er að finna Skútaís þar sem gestir sveitarinnar geta gætt sér á heimalöguðum ís frá Auði Filippusdóttur sem nýtti sér mastersverkefnið í matvælafræði til að gera ís.

Hellarnir við Hellu lýstu upp brúðkaup með þremur siðum

Þríþrautarkona með gull um hálsinn en aðeins hálft lunga
Þrátt fyrir að vera með hálft lunga hægra megin er Katrín Pálsdóttir ein fremsta þríþrautarkona landsins. Hún vann Ólympíska þríþraut um helgina og er að fara í dag í hjólreiðakeppni sem telur 960 kílómetra.

Fjöldi sjálfsvíga stendur í stað

Fimmtán ára barðist við laxinn í fjörutíu mínútur
Hinn 15 ára Dagur Kort Ólafsson veiddi 102 sentímetra hæng í Laxá í Aðaldal um helgina. Dagur varð þar með yngsti Íslendingurinn til að fá inngöngu í hinn eftirsótta 20 punda klúbb. Það tók 40 mínútur að landa risanum, sem er einn stærsti fiskur sem hefur veiðst það sem af er sumri.

Umsóknum um vegabréf fjölgar mikið milli ára

Húsaleiga hækkað um 104 prósent á tíu árum
Formaður Samtaka leigjenda segir leigjendur í Reykjavík búa við eina verstu stöðu sem fyrirfinnst í Evrópu. Framboðsskortur, sem og skortur á regluverki og leiguþaki fyrir leigumarkað, geri leigusölum mögulegt að nýta sér leigjendur til þess að skapa auð.

Aðeins þrisvar fæðst fleiri á Íslandi en í fyrra
Fæðingarárgangurinn 2021 er sá fjórði fjölmennasti hér á landi hingað til, en einungis fæddust hér fleiri börn árin 2009, 2010 og 1960. Félagsfræðingur segir Covid líklega skýringu en að aukin fæðingartíðni sé ólíkleg til frambúðar.

Borgar keppnisferðalög með því að brýna hnífa
Ýmir Hafliðason Garcia byrjaði ungur að brýna hnífa en hollensk-amerískur fjölskylduvinur kenndi honum réttu handtökin. Hann segist hafa brýnt fjölskylduhnífana trúlega um þúsund sinnum en nú sé hann farinn að færa út kvíarnar og noti peningana sem hann fái til að borga keppnis- og skólaferðalög.

Póstar forstjórans valda usla á Grund
Vistmenn á Grund upplifa sumir vanlíðan vegna tölvupósta frá forstjóra heimilisins sem stundum varða hagsmuni þeirra og aðstandenda. Sumir póstanna persónulegir og pólitískir. Hægt er að eyða póstunum, segir forstjórinn.

Úkraínumönnum fjölgar mikið hér

Komin úr æfingu eftir fjögurra ára bið

Framkvæmdakostnaður við Hótel Sögu hleypur á fjórða milljarði króna
Í lok síðasta árs festu Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta kaup á fasteign Bændahallarinnar ehf. við Hagatorg í Reykjavík, sem áður hýsti Hótel Sögu. Kostnaður við framkvæmdirnar er á fjórða milljarð króna og verklok áætluð á sumarmánuðum 2024.

Segir Ísland rasískt samfélag

Borið á brýn að vera of sexí fyrir karlana í slökkviliðinu
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vinnur að átaki til að bæta kynbundinn vinnustaðakúltúr. Konur innan liðsins segja mikið valdaójafnvægi innan þess. Þurfa að þola niðrandi athugasemdir.

Stór hópur barna í fikti eða neyslu

Opna þarf fleiri neyðarskýli
Snjóþungur vetur hefur reynst erfiður og stefnt er að opnun fjórða neyðarskýlisins í Reykjavík. Heimilislausar ungar konur eru í sérstökum vanda. Mörg sveitarfélög draga lappirnar, að sögn formanns velferðarráðs Reykjavíkurborgar.

Vantar hunda til að minnka streitu og veita fólki hlýju
Rauði krossinn á Íslandi hvetur öll þau sem hafa áhuga á að verða sjálfboðaliðar með hund til að skrá sig í grunnhundamat og á hundavinanámskeið. Allir hundar sem vilja verða heimsóknarhundar þurfa að fara í mat þar sem skapgerð þeirra og atferli er skoðað.

Afskekkt eyja og sumarhús á Breiðafirði á 35 milljónir
Eyjan Ólafsey á Breiðafirði er til sölu á 35 milljónir króna. Á eyjunni stendur um 45 fermetra hús og gestahús en um 45 mínútur tekur að sigla til eyjunnar frá Stykkishólmi. Eyjurnar í Breiðafirði eru náttúruparadís sem ganga oft kaupum og sölum. Björk átti einu sinni að fá að búa þar leigulaust í þakklætisskyni fyrir starf sitt í þágu þjóðar.

Dró formannsframboð sitt til baka vegna illinda

Ekki sést annar eins húsnæðisskortur í mjög langan tíma

Uppgangur kallar á miklu fleiri starfsmenn á Vestfirði
Í dag auglýsir fiskeldisfyrirtækið Arnarlax, sem er með höfuðstöðvar sínar á Bíldudal, í atvinnublaði Fréttablaðsins eftir fólki í 37 laus störf. Langflest störfin eru á Vestfjörðum og er því líklega um að ræða mestu fjölgun atvinnutækifæra á Vestfjörðum í áratugi.

Tveir vilja opna nýja bálstofu hér á landi

Meðalaldurinn hækkað lítillega

Háskóli Íslands tryggi ábyrga spilun í spilakössum og dragi úr skaðanum
Skýrsla starfshóps um tekjuöflun Happdrættis Háskóla Íslands kom út í fyrrasumar en var ekki kynnt forstjóra HHÍ fyrr en nú. Ámælisvert er sagt að beita ekki öllum ráðum til að tryggja ábyrga spilun í spilakössum.

Snjórinn huldi sprunguna við Hakið á Þingvöllum
Danskur drengur féll nokkra metra niður í sprungu við Hakið á Þingvöllum í gær. Betur fór en á horfðist og náðist drengurinn upp skömmu síðar.

Þóra Kristín íhugar framboð til formennsku SÁÁ

Nýgift misstu af jólunum er ísklumpur braut þoturúðu

Skynsamlegra að fyllast kappi og bjartsýni en drunga

Margskonar hegðun teljist ósæmileg í túlkun reglanna
Með breyttum siðareglum alþingismanna kom það skýrt fram að á þeim hvíli síst minni skyldur um að sýna ekki af sér ósæmilega hegðun en almennum borgurum. Þinghelgi nær aðeins skammt.

Lögreglan í Eyjum fær fíkniefnahund

Ekki hlakka öll börn til jólanna
Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir óásættanlegt að börnum sé mismunað eftir stöðu foreldra sinna. Jólin geti verið kvíðavaldandi fyrir börn sem búi við fátækt. Tæp þrettán prósent íslenskra barna eiga á hættu að búa við fátækt.

Yngri kynslóðin jákvæðari gagnvart útilokunarmenningu
Ungt fólk hefur áhyggjur af andlegri heilsu sinni og drekkur orkudrykki, en það eldra er hamingjusamt og drekkur áfengi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri mælingu Prósents á íslenskum kynslóðum.

Byggingar verði lýstar appelsínugular í átaki

Barist fyrir rannsókn í fjórtán ár
Þolandi á barnaheimilinu á Hjalteyri segist hafa barist fyrir rannsókn allt frá árinu 2007. Var ekki trúað. Forsetinn hlustaði á sögu hans í gær.

Erfitt að venja bæði fólk og endur af franskbrauðinu
Í fyrsta sinn var brauðgjöf við Reykjavíkurtjörn vöktuð í sumar af starfsmanni Reykjavíkurborgar. Ekki gott fyrir endurnar að fá brauðið enda þenst það út svo að þær halda að þær séu saddari en þær eru. Þó virðast endur síður sækja í hollari fæðu þegar hún er í boði.

Tugþúsundir deyja úr hungri á degi hverjum

Hópur vill fá lóð undir lítið víkingaþorp í Garðabæ
Hópur fólks lagði til hugmynd um víkingaþorp, líkt og þekkist víða á erlendri grundu, fyrir Garðabæ í vikunni. Einn forsprakka hugmyndarinnar segir að þetta geti bæði annað eftirspurn ferðamanna sem og reynst menntakerfinu á Íslandi vel.

Fá úrræði til fyrir heimilislausar konur sem orðið hafa fyrir ofbeldi
Félagsráðgjafi segir viðhorfsbreytingu hafa orðið í garð heimilislausra en mikilvægt sé að þeir sem eru jaðarsettir séu metnir til jafns við aðra í heimilisofbeldismálum. Bein tengsl séu á milli áfallasögu og heimilisleysis.

Viðhorf innflytjenda ólík um nauðsyn íslenskunáms

Færist í aukana að fólk skipuleggi sína eigin útför
Aukist hefur að einstaklingar skrái niður óskir sínar er varða þeirra eigin útför. Framkvædarstjórji Útfarastofu kirkjugarðanna segir slíkt geta létt aðstandendum undirnbúninginginn. Prestur á líknardeild segir samtal um dauðann geta gefið ákveðinn létti.

Kennir körlum að berjast gegn kynbundnu ofbeldi
Hjálmar G. Sigmarsson fer fyrir námskeiði í Stígamótum þar sem karlar fá fræðslu um það hvernig þeir geti tekið þátt í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Aðsókn á námskeiðið hefur aukist í kjölfar annarrar bylgju #metoo.

Friðrik heimsótti kolefnisförgun

Köld talningahús og vondur matur

Búin með tuttugu tímabil og átta Íslandsmeistaratitla
Dóra María Lárusdóttir, sem varð Íslandsmeistari með Val á dögunum, spilar með nokkrum stelpum sem voru ekki fæddar þegar hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir Val. Það er stundum gert grín að henni fyrir orðanotkun í klefanum.

Heimsfrægur högni bjargar bágstöddum kisum

Fjölgunin aldrei meiri í hópi aldraðra á Íslandi
Fjölgun hjúkrunarrýma er ekki í samræmi við fjölgun aldraðra hér á landi. Níræðum hefur fjölgað um meira en 100 prósent á 20 árum.

Sjötugur lögmaður hjólar kringum Ísland
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, hjólar nú hringinn í kringum landið sjötugur að aldri. Síðast fór hann í slíka ferð fyrir tíu árum síðan.

Andi Reykjavíkur sveif yfir vötnum í Norður-Skotlandi
Sendiherra Íslands í Bretlandi, Sturla Sigurjónsson, kíkti við í bækistöðvar Konunglega breska flughersins við Lossiemouth fyrir skömmu og skoðaði þar flugvélina Spirit of Reykjavík. Hann segir að Englendingar séu bjartsýnir á gott gengi á EM, mikil spenna sé fyrir liðinu. Fótboltinn gæti jafnvel verið á leiðinni heim en Englendingar mæta Úkraínu í dag á mótinu.

Mannanafnanefnd samþykkir Nýdönsk og Eló
Nýdönsk, Lillín, Eló, Álfkell, Joseph og Margaret eru ný íslensk mannanöfn.

Rifjar upp gamla pítsutakta fyrir og eftir tónleika Góss
Hafliði Breiðfjörð, eigandi og ritstjóri Fótbolti.net, hefur staðið í ströngu undanfarið. Til að hvíla höfuðið frá suðinu ætlar hann að rífa í pítsuspaðann og rifja upp gamla takta við tónleika Góss.

Ísafjarðarbeygja háloftanna komin í Flight Simulator
Í nýrri uppfærslu tölvuleiksins vinsæla Microsoft Flight Simulator er lögð áhersla á Norðurlönd. Hægt er að fljúga yfir Reykjavík, að Hvítserk og lenda og taka á loft á hinum margfræga Ísafjarðarflugvelli.

Lionsklúbburinn gerir upp elsta húsið í Kópavogsbæ
Félagar í Lionsklúbbi Kópavogs hyggjast gera upp elsta hús Kópavogs, Kópavogsbúið, í samstarfi við bæinn. Áætlaður kostnaður er 53 milljónir og gert er ráð fyrir að verkið taki tvö og hálft ár.

Vonast eftir tilslökunum fyrir þjóðhátíðardaginn
Þeir sem skipuleggja dagskrá á þjóðhátíðardaginn vonast eftir því að tilslakanir, að minnsta kosti upp í 500 manns, verði tilkynntar um helgina. Á Selfossi er gert ráð fyrir svipaðri dagskrá og í fyrra en á Akureyri er gert ráð fyrir meiri mannsöfnuði.

Undirbúa sig fyrir leik við lið páfans á Víðistaðatúni
Krikketboltinn er farinn að rúlla á Víðistaðatúni í Hafnarfirði og brátt hefjast landsliðsæfingar fyrir keppnisferð til Vatíkansins. Formaður Krikketsambandsins segir takmarkið að gera Ísland að krikketþjóð.

Kynnir frumvarp um sorgarleyfi

Bjó til nýtt Skrímsli við Perluna
Jarðfræðingurinn Margrét Th. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Perlunnar, hannaði nýtt uppblásið Skrímsli í vetur á stofuborðinu heima hjá sér.

Milljarðar í breytta Kringlu
Hafist hefur verið handa við framkvæmdir og breytingar á þriðju hæð Kringlunnar fyrir milljarð króna. Breytingarnar fela meðal annars í sér nýja mathöll, búbblublómaskála og ýmsa afþreyingu.

Ungir umhverfissinnar meta loftslagsstefnu stjórnmálaflokkanna
Ungir umhverfissinnar hafa gefið út kvarða sem verður notaður til þess að meta stefnu stjórnmálaflokkanna í umhverfis- og loftslagsmálum fyrir komandi alþingiskosningar. Flokkunum verður gefin einkunn á skalanum 0-100 á þremur sviðum; loftslagsmálum, náttúruvernd og hringrásarsamfélagi.

Brjótast út úr skelinni sinni
Íslendingar hafa leitað til Improv-skólans til að ná taktinum í mannlegum samskiptum á ný eftir mikla fjarvinnu. Dóra Jóhannsdóttir, stofnandi skólans, segir að margir komi þungir á námskeiðið en það sé stutt í hláturinn.

Verðlaunuð fyrir starf sitt með unglingum
Kærustuparið Andrea Marel og Kári Sigurðsson eru reynsluboltar þegar kemur að frístundastarfi með unglingum. Þau voru verðlaunuð af Reykjavíkurborg í vikunni ásamt 12 öðrum verkefnum. Þau segja það ótrúlegt að það sé ekki búið að lögbinda þjónustu félagsmiðstöðva á Íslandi. Það þurfi að kippa í liðinn.

Finna til ábyrgðar og hætta með spilakassana
Olís, Snælandsvídeó, Núpalind og Skálinn í Þorlákshöfn hafa öll hætt með spilakassa í verslunum sínum og segja samfélagslega ábyrgð ástæðuna.

Vantar gamlar myndir fyrir Íslendingabók
Ættfræðiáhugamaðurinn Friðrik Skúlason hvetur fólk til þess að setja myndir af formæðrum, forfeðrum og ættingjum sínum inn á Íslendingabók. Sérlega af fólki sem fætt er fyrir 1900. Mikilvæg menningarverðmæti gætu ella glatast.

Brugg og kaffi með ívafi af sjávarþangi

Góð tilfinning að gefa Samhjálp bakkelsið

Vandinn hverfur ekki með lokun spilakassa
Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands segir lokun spilakassa ekki leysa vanda spilafíkla. Hlutverk HHÍ er að fjármagna uppbyggingu háskólans og nýta til þess hagnað. Um þriðjungur hagnaðar ársins 2019 fór til háskólans.

109 tungumál töluð í íslenskum skólum

Gremja vegna sóðaskapar í Laugarneshverfi

Bæta félagslega virkni unglinga á námskeiði
Verkefnið Styrkur og vellíðan hlaut nýlega styrk frá Lýðheilsusjóði. Námskeiðið er ætlað 16 til 19 ára ungmennum sem vilja auka virkni og félagsleg tengsl. Verkefnastjóri segir COVID hafa haft mikil áhrif á líðan ungmenna.

Svíþjóð auðveldari kostur en höfuðborgin
Mæðgur á Akureyri ákváðu að flytja til Svíþjóðar vegna menntaskólagöngu dótturinnar. Segja það ódýrari kost en að flytja til Reykjavíkur. Engin heimavist er við menntaskóla á höfuðborgarsvæðinu, sem torveldar ungu fólki af landsbyggðinni að hefja nám í borginni.

Rómafólkið á Íslandi er frá ýmsum löndum
Um helgina lauk alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Rómafólks, eða sígauna, sem haldin var í Veröld – húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Aðalskipuleggjandi ráðstefnunnar, Sofiya Zahova, segir Rómafólk hálfgert huldufólk á Íslandi.

Fatlaðir ofgreiða þjónustu vegna skorts á upplýsingum
Móður þroskahamlaðs manns svíður að hafa ofgreitt fyrir ýmsa þjónustu. Hún segir að upplýsingar um réttindi, sem taka sífelldum breytingum, skili sér ekki nægilega vel út í samfélagið. Aðstandendur langveikra þurfi að reiða sig á upplýsingar hver frá öðrum.

Fólk svangt en engar matarúthlutanir
Lokað er bæði hjá Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp langt fram í ágúst. Sú staða er komin upp að fjöldi fólks er matarlaus og hafa fjölmargir leitað til hóps á Facebook. Stjórnendur hans leita allra leiða til að hjálpa fólki.

Kósítjöld fyrir yngstu börnin á Klambratúni
Barna- og fjölskylduhátíðin Kátt á Klambra verður haldin í fjórða skipti á Klambratúni á sunnudaginn. Skipuleggjendur hátíðarinnar eru sammála um að hátíðin sé friðsælasta útihátíð landsins, en ekki er leyfilegt að neyta áfengis á svæðinu. Boðið verður upp á ýmsa afþreyingu.

Hundraðasta blóðgjöf Bjarna
Fyrir sex árum setti Bjarni Jónsson sér það markmið að ná hundrað skiptum á sextugsafmælinu sínu og það stóðst upp á dag.

Flestir styðja aukið eftirlit
Yfirgnæfandi meirihluti er hlynntur fleiri eftirlitsmyndavélum um landið samkvæmt nýrri könnun. Aðeins tólf prósent eru andvíg fjölgun.

Ibiza-veðrið kveikir í hjólaáhuga landans
Hjólreiðaáhugi helst í hendur við frábært veður segir eigandi reiðhjólaverslunarinnar Kríu. Keppnisstjóri WOW Cyclothon segir þó færri keppa í ár en í fyrra. Fall WOW hafi sett strik í reikninginn. Fyrstu keppendur af stað í gær.

Örn segist ánægður með uppfærsluna
Erindið við Örn er að falast eftir afmælisviðtali því kappinn er sextugur á útgáfudegi þessa tölublaðs.

75 ára afmæli lýðveldisins fagnað
Mikil hátíðarhöld verða um allt land í dag á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Sérstakur þingfundur ungmenna verður í Alþingishúsinu klukkan 12.

Hlutfall ungra mæðra hátt á Suðurnesjum
Á landinu öllu fæddu 6,8 stúlkur af hverjum 1.000, á aldrinum fimmtán til nítján ára, börn á árunum 2014-2018 en á Suðurnesjum voru þær 17 af 1.000.

Landinn er sólginn í ís í sól og veðurblíðunni
Íssalar merkja mikla söluaukningu á ís samanborið við sama tímabil í fyrra. Eigandi ísbúðarinnar Valdísar segir ísinn hvetja til útivistar.

Bæta úr aðgengi fyrir fatlaða í sjóböðunum
Sjálfsbjörg vill bætt aðgengi fyrir fatlað fólk í sjóböðunum við Húsavík. Fallist á að aðstaða í búningsklefum sé ekki eins og best verði á kosið og inngangur uppfylli ekki reglugerð að öllu leyti. Byggingarfulltrúi vill úrbætur á svæðinu.

Álftagerðisbræður kveðja stóra sviðið
Álftagerðisbræður hafa sungið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar í gegnum tíðina. Nú eru kaflaskil hjá þeim og segja þeir skilið við stórtónleikahald. Kveðja með stórtónleikum í Hörpu í haust og ætla svo að taka því rólega.

Hegningarhúsið þarf á annan milljarð króna
Endurbætur á Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg eru ekki hafnar. Áætlað er að 300 milljónir þurfi til að gera húsið upp að utan en einn milljarð króna að lágmarki innanhúss. Enn er óljóst hvaða starfsemi verður þar til framtíðar.

Unglingar vilja rafrettur og heimabrugg
Könnunin var lögð fyrir alla nemendur í 8., 9. og 10. bekk á Íslandi í febrúar og sáu kennarar um að leggja spurningalistana fram.

Vonar að ferðin hafi breytt skoðun Hatara
Aðstoðarsendiherra Ísraels í Ósló telur Eurovision ekki hafa verið réttan vettvang fyrir Hatara til þess að tjá pólitískar skoðanir sínar. Hann segir sendiráðið trúa á tjáningarfrelsið og ekki eiga í vandræðum með gagnrýni Hatara á ástandið í Ísrael.

Þriðjungur fengið fræðslu um áreitni
Ný könnun sýnir að þriðjungur fólks á vinnumarkaði hefur fengið fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað. Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu segir niðurstöðurnar vonbrigði. Þau sem hafa fengið slíka fræðslu telja þörf á aukinni fræðslu.

Secret Solstice verður með gjörbreyttu sniði
Tónleikasvæðinu verður lokað hálf eitt en þá færist dagskráin niður í bæ.

Fermingarpeningunum stolið á Torrevieja
Langþráð þriggja vikna frí Sigurðar Geirs Geirssonar og fjölskyldu til Torrevieja á Spáni fór heldur betur illa af stað. Strax á flugvellinum var tösku sem í voru meðal annars fermingarpeningar sonar hans stolið.

Kenísk fótboltabörn þakklát Íslendingum
Fjórtán kenískir drengir stefna á þátttöku í fótboltamóti á Íslandi í sumar. Fótboltinn gefur þeim aukið tækifæri í lífinu og þeir eru þakklátir Íslendingum. Paul Ramses ásamt eiginkonu sinni safnar fyrir ferðakostnaði drengjanna.

Fjórðungur landsmanna vill sniðganga Eurovision í Ísrael
Konur vilja heldur sniðganga Eurovision en karlar samkvæmt könnun. Menntun og tekjur hafa lítil áhrif á viðhorf til sniðgöngu. Stjórnmálafræðingur segir keppnina hápólitíska og áhrifavald hennar gjarnan notað.

Listamenn vilja koma börnum í skákferð
Margir af þekktustu myndlistarmönnum landsins hafa gefið verk sín til að styrkja ferð leikskólabarna á Evrópumótið í skák í sem haldið er í Rúmeníu. Verkin verða boðin upp á Eiðistorgi í dag.

Foreldrar krefjast þess að óbólusett börn fái ekki leikskólapláss
Meirihluti þeirra sem setja nafn sitt á listann eru foreldrar leikskólabarna á Húsavík.

Ráðamenn kynni sér áföll og fíkn
Áhrif áfalla geta verið margþætt og geta þau haft í för með sér afleiðingar af ýmsu tagi. Ráðstefna um áföll og fíknisjúkdóma verður haldin í Hörpu 10. til 11. maí þar sem rædd verða áhrif áfalla á einstaklinga. Segir Donald Trump nota Twitter til að bæta líðan sína.

Fjölbreytt hátíðahöld
Í Reykjavík verður gengið frá Hlemmi niður á Ingólfstorg þar sem útifundur verður. Fer gangan af stað klukkan 13.30.