OMX

04. feb 15:02

Jan­ú­ar slæm­ur fyr­ir hlut­a­bréf­a­mark­að­i

Töluverðar lækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum flestra stærstu viðskiptalanda Íslands í janúar. Íslenski markaðurinn lækkaði einnig enda hafa verðbreytingar erlendis haft tilhneigingu til að skila sér í samsvarandi verðbreytingum hérlendis. Segja má að hlutabréfamarkaðir hafi verið nokkuð stefnulausir síðustu mánuði og hafa verðlækkanir fylgt verðhækkunum og svo öfugt. Mesta hækkun á innlendum hlutabréfum var hjá Icelandair Group í janúar en mesta lækkunin var hjá Origo. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um hlutabréfamarkaðinn.

Auglýsing Loka (X)