Matur og Heimili

09. ágú 12:08

Ævintýraleg og skemmtileg matarupplifun í mathöll Gróðurhússins

Í þættinum Matur og Heimili leggur Sjöfn Þórðar leið sína í Blómabæinn og heimsækir Mathöllina í Gróðurhúsinu. Þar er að finna fjölbreytt úrval veitingastaða sem bjóða upp á ólíka rétti sem gleðja bragðlaukana. Mikil stemning ríkir í Mathöllinni og matarástin fær svo sannarlega að njóta sín í þessu suðræna og ævintýralega umhverfi.

05. júl 15:07

Maðurinn bak við Rub 23 á Akureyri

Rub 23 er rótgróinn veitingastaður á Akureyri og er þekktur fyrir sjávarfang og sushi. Staðurinn var opnaður í júní 2008 við Kaupvangsstræti 23 á Akureyri. Í mars 2010 flutti staðurinn í stærra og hentugra húsnæði við Kaupvangsstræti 6, í hjarta bæjarins.

05. júl 15:07

Matseðill með sumarlegu ívafi úr matarkistu Norðurlands

Í þættinum Matur og heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar veitingastaðinn Aurora sem staðsettur er á Icelandair hótelinu á Akureyri þar sem bæði er boðið upp á sæti innan og utandyra. Í byrjun sumars leit nýr matseðill dagsins ljós sem nýi yfirkokkurinn, Sindri Freyr á heiðurinn af.

28. jún 14:06

Einstaklega fallegt listamanns heimili með stórfenglegu útsýni

Í þættinum Matur og Heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar listrænt heimili og vinnustofu Margrétar Jónsdóttur leirlistakonu en Margrét býr og starfar á Akureyri.

28. jún 14:06

Freyðandi kokteilar og glóðvolgur sælkeramatseðill á Múlabergi

Á sumrin iðar Akureyri mannlífi og veitingahúsaflóran blómstrar. Í byrjun mánaðarins var nýr matseðill kynntur á veitingastaðnum Múlabergi á Hótel KEA á Akureyri sem sló heldur betur í gegn þar sem freyðandi kokteilar og glóðvolgur matseðill eru í forgrunni.

21. jún 13:06

Ævintýraleg upplifun á Hauganesi sem á sér enga líka

Sjöfn Þórðar í þættinum Matur og Heimili verður á faraldsfæti í kvöld en þá leggur Sjöfn leið sína norður á Hauganes í Eyjafirði og heimsækir fyrirtækið Ektafisk og veitingastaðinn Baccalá Bar sem er í eigu Elvars Reykjalín sem er réttnefndur saltfiskkóngur Íslands.

14. jún 14:06

Hannaði sitt eigið útieldstæði fyrir kosíhornið

Hjónin Laufey Þóra Friðriksdóttir og Ómar Már Jónsson búa í Seljahverfinu í grónu og friðsælu hverfi þar sem mikil veðursæld ríkir. Þau ákváðu að láta drauminn rætast og hönnuðu og byggðu draumapallinn sinn sem hægt er að njóta allan ársins hring.

13. jún 23:06

Hin margrómaða Kaffi Sumarlína hýsir líka stuðningsmannaklúbb

Á Fáskrúðsfirði í fallegu húsi skammt frá sjónum við fjörðinn á glæsilegum útsýnisstað er veitingastaðurinn og kaffihúsið Kaffi Sumarlína. Kaffi Sumarlína hefur notið mikilla vinsælda heimamanna sem og ferðamanna.

12. jún 18:06

Heitasta útieldhúsið í dag með fullkomnu pítsahorni

Hér má sjá útield­húsið á pall­in­um hjá Berg­lindi Hreiðars á Gotterí og gersemar. Það má með sanni segja að þetta er eitt best heppnaða útieldhús sem hefur sést þar sem fara sam­an á notagildi og fagurfræði þar sem hugsað er fyrir þægindum fyrst og fremst.

07. jún 15:06

Ævintýraleg upplifun á Ásum - Heimalagður morgunverður af bestu gerð

Steinsnar frá Akureyri reka hjónin Hrefna Laufey Ingólfsdóttir og Árni Sigurðsson húsasmíðameistari gistiheimilið Ása.

07. jún 13:06

Skógarböðin skarta stórfenglegu útsýni yfir Eyjafjörðinn

Á dögunum opnuðu Skógarböðin sem eru steinsnar frá Akureyri sem margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu.

31. maí 13:05

Sjöfn fær að upplifa matartöfrana á Borginni

Veitingastaðurinn Borg Restaurant opnaði nýverið eftir gagngerar endurbætur þar sem glæsileikinn hefur verið hafður í forgrunni.

30. maí 12:05

Anna Björk býður upp á sælkera vikumatseðil með sumarlegu ívafi

Anna Björk Eðvarðsdóttir matar- og sælkerabloggari á heiðurinn að vikumatseðil Fréttablaðsins að þessu sinni sem á eftir að slá í gegn hjá sælkerum landsins. Hún elskar rétti þar sem brögðin fá að njóta sín.

30. maí 10:05

Matartöfrar frá Túnis

Viktor Freyr Joensen matreiðslumaður fór á kostum í eldhúsinu á dögunum í þættinum Matur og heimili. Hann framreiddi sælkeramáltíð þar sem matarheimur Íslands og Túnis mættust með stórkostlegri útkomu þar sem íslenska lambið og heimagerð krydd voru í forgrunni.

29. maí 14:05

Þegar Focaccia brauðfæddi Rómverja

Vissir þú að Focaccia er upprunnið frá Norður-Ítalíu, þar sem talið er að það eigi sér 2.000 ára sögu? Nafnið er fengið frá latneska hugtakinu panis focacias, sem þýðir brauð úr arninum. Í Róm til forna hefði Focaccia verið bakað yfir kolum

24. maí 08:05

Einstök flétta með íslensku handverki og íslenskri matargerð

Á HönnunarMars gafst einstakt tækifæri, sem aldrei áður hafði sést, að upplifa íslenska hönnun í gegnum öll skilningarvitin. Þar flæddu saman íslensk handverk og íslensk matargerð á ótrúlegan hátt með gómsætri kampavínspörun sem lét engan ósnortinn

24. maí 07:05

Mæðgurnar leggja áherslu á stílhreina og tímalausa hönnun fyrir heimilin

Mikið var um dýrðir á HönnunarMars í byrjun maí og fjölmargir hönnuðir og listamenn frumsýndu ný verk sín og afurðir. Meðal þeirra sem voru í samstarfi með opið hús og frumsýndu hönnun sína og verk í tilefni HönnunarMars voru VIGT og Feel Iceland.

23. maí 08:05

Kaja býður upp á sælkeramatseðil vikunnar

Karen Jónsdóttir, sem ávallt er kölluð Kaja, sem á og rekur Matarbúr Kaju, Kaja Organic og Café Kaju á Akranesi býður upp á vikumatseðil Fréttablaðsins að þessu sinni. Kaja hefur síðustu vikur staðið í ströngu og tekið þátt í íslenskum markaðsdögum sem haldnir voru á dögunum í Hagkaup. Kaja er með fjölmargar vörur í framleiðslu og bætt enn frekar við framleiðslu sína með nýjum vörur sem slógu í gegn á markaðsdögunum.

17. maí 13:05

Elísa blómstrar í eldhúsinu og ný verkefni eru handan við hornið

Í þættinum Matur og heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar, Elísu Viðarsdóttir landsliðskonu í knattspyrnu heim í eldhúsið þar sem þær ræða verkefni Elísu og framtíðarplön.

17. maí 00:05

Nýsköpunarvikan í allri sinni dýrð þar sem matarástin blómstrar

Iceland Innovation Week eða Nýsköpunarvikan er ný hátíð sem var sett á laggirnar til að sýna fjölbreytileika nýsköpunar hér á landi. Hátíðin er markaðsgluggi nýsköpunar út á við þar áhersla er lögð á nýsköpun jafnt í stærri sem minni fyrirtækjum.

16. maí 12:05

Kristján Thors frumkvöðull frumsýnir vikumatseðilinn sinn

Kristján Thors kokkur og frumkvöðull með meiru á heiðurinn að vikumatseðlinum að þessu sinni.

02. maí 13:05

Girnilegur og spennandi vikumatseðill í boði þáttarins Matur og heimili

Vikumatseðillinn að þessu sinni er í boði þáttarins Matur og heimili á Hringbraut og Bónus en allar uppskriftirnar eiga það sameiginlegt að þær hafa verið gerðar í þættinum og/eða birst á síðu þáttarins og notið mikilla vinsælda. Hér má sjá síðu þáttarins Matur og heimili.

02. maí 12:05

Ljúffeng villibráð og sumarlegt salat

Íslensk villibráð er einhver sá besti matur sem völ er á og gaman er að bjóða upp á ljúffenga villibráð þegar von er á góðum gestum. Vert er að geta þess að villibráðin er auk þess afar hollur matur, fitusnauð, ómenguð og án allra aukefna.

01. maí 11:05

Ostasalatið sem setur allt á hliðina

Ostasalöt njóta mikilla vinsælda í veislum eða hvers kyns boðum eins og saumaklúbbnum.

30. apr 21:04

Rúnar Pierre nýkrýndur Kokkur ársins 2022

Keppnin Kokkur ársins 2022 fór fram í Ikea í dag, laugardaginn 30. apríl með pomp og prakt.

29. apr 20:04

Kokkur ársins verður krýndur á morgun

Keppt hef­ur verið um titil­inn Kokk­ur árs­ins síðan árið 1994 og keppn­in er á veg­um Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara. Í ár er þessi fag­mat­reiðslu­keppni hald­in hér í IKEA í fyrsta sinn og spennan er í hámarki eftir forkeppnina í gær. Við fylgj­umst spennt með fær­ustu kokk­um lands­ins keppa um þenn­an flotta titil en fimm af átta keppendum komust áfram í gær í aðalkeppnina.

28. apr 10:04

Fullkominn ofurflöguréttur í Júróvisíon partíið

Nú styttist óðum í Júróvisíon gleðina og upplagt er að bjóða heim í partí. Það er því frábært að fá góðir hugmyndir af réttum til að bjóða gestum upp á.

26. apr 12:04

Miðbær Hafnarfjarðar heldur áfram að vaxa og blómstra

Miðbær Hafnarfjarðar verður í forgrunni í þættinum Matur og heimili í kvöld. Sjöfn Þórðardóttir mun hitta Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstýru þar sem þær munu rölta um miðbæinn, heimsækja kaffihús og fara yfir flóruna sem þar er að finna.

25. apr 11:04

Elísa býður upp á spennandi vikumatseðil af betri gerðinni

Elísa Viðarsdóttir knattspyrnu- og afreksíþróttakona er mikil áhugamanneskja um mat og notar eldamennsku sem hálfgerða hugleiðslu. Henni finnst mjög gaman að nostra við matinn og legg mikið upp úr því hvernig maturinn er borinn fram, nota fallega liti og segir að ekki skemmi fyrir að borða matinn í góðum félagsskap.

23. apr 09:04

Best geymda fegrunarleyndarmál flugfreyjunnar

Hér á ferðinni best geymda fegrunarleyndarmál flugfreyjunnar að mati Maríu Gomez lífsstíls- og matarbloggara og flugfreyju með meiru.

19. apr 13:04

Matarástríðan blómstrar á Brasserie Kársnes

Matar- og menningarflóran blómstrar í hverfum höfuðborgarsvæðisins sem aldrei fyrr. Þó nokkrir veitingastaðir hafa opnað í úthverfum höfuðborgarinnar við mikinn fögnuð úthverfisíbúana enda kærkomið að geta farið út að borða í sínu hverfi. Nýr röff og kósý hverfisstaður opnaði í Kárnesinu í Kópavogi á síðasta ári sem hefur vakið athygli metnaðarfulla matargerð og notið mikla vinsælda.

19. apr 13:04

Heimsklassa matreiðsla með skandinavískum áhrifum

Í þættinum Matur og heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar veitingastaðinn Tides sem er á EDITION hótelinu við Reykjavíkurhöfn. Þar má njóta heimsklassa matreiðslu en einnig einfaldari hressingar á kaffihúsinu og barnum. Georg Halldórsson er yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Tides þar sem áherslan er á heilnæma skandinavíska matreiðslu og hefur Georg mikla ástríðu fyrir matargerð.

14. apr 13:04

Snickerskakan hennar Katrínar steinliggur með páskakaffinu

Þegar Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona var heimsótt á dögnum í þættinum Matur og heimili bauð hún upp á þessa himnesku snickersköku sem allir elska.

12. apr 12:04

Hrökkbrauð úr lúpínumjöli það nýjasta

Á Akranesi er heillandi staður sem áhugavert er að heimsækja, Matarbúr Kaju. Matarbúr Kaju er allt í senn, heildsala, verslun og lífrænt kaffihús sem hefur að geyma margar þær bestu kökur og kræsingar sem finnast hér á landi. Karen Jónsdóttir, sem er að öllu jöfnu kölluð Kaja, er konan á bak við þetta allt saman.

12. apr 12:04

Veislubakkinn fyrir föstudaginn langa – matur og munúð

Í þætti kvöldsins bregður Sjöfn Þórðar sér í eldhúsið til Helga Sverrissonar, eiganda og yfirkokksins á veitingahúsinu 20&SJÖ mathús & bar. Helgi er annálaður nautnaseggur og þekktur fyrir skemmtilega útfærslu í matargerðinni þar sem réttirnir eru bornir fram á litríkan og frumlegan hátt og brögðin lyfta matreiðslunni upp á hæstu hæðir.

07. apr 23:04

Páskaísinn sem á eftir að slá í gegn í boðinu

Það styttist óðum í páskana og góðar hugmyndir af eftirréttum með páskalegu ívafi eru oft vel þegnar. Svo má líka taka forskot á sæluna og nýta helgina til að prófa sig áfram í páskakræsingunum enda pálmasunnudagur framundan.

05. apr 12:04

Katrín Halldóra safnar skemmtilegri myndlist með húmor

Katrín Halldóra Sigurðardóttir söng- og leikkona stendur í ströngu þessa dagana og fullt í gangi. Framundan hjá henni eru stórtónleikar í Eldborg á sunnudaginn þar sem hún mun syngja lög Jóns Múla við texta bróður hans Jónasar Árnasonar af plötu sem hún gaf út í fyrra. Svo er hún líka nýbúin frumsýna nýtt verk ásamt samstarfsfélögum sínum í Þjóðleikhúsinu. Þetta er verkið Ást og upplýsingar eftir breska leikskáldið Caryl Churchill sem hefur hlotið mikið lof. Katrín gaf sér þó tíma á milli stríða til að hitta Sjöfn Þórðar og bauð henni heim.

05. apr 12:04

Gerði sumarbústaðinn að sínum - sveipaðan sveitarómantík

Það er vor í lofti og páskarnir nálgast óðfluga. Í þættinum Matur og Heimili mun Sjöfn Þórðardóttir heimsækja Þórunni Högna stílista og fagurkera með meiru í sumarbústaðinn hennar í Grímsnesi sem hún hefur verið að breyta og bæta og er búin að setja í páskabúninginn. Hún og eiginmaður hennar fjárfestu í sumarbústaðnum fyrir tæplega tveimur árum síðan og fundum honum stað í náttúruparadísin Grímsnesi.

29. mar 12:03

Vill að allir séu glaðir og það sé stuð í veislunni

Mæðginin Bjarni Gabríel Bjarnason og Eva Dögg Sigurgeirsdóttir eru í óðaönn að undirbúa fermingardag Bjarna Gabríels. Hann mun fermast 2. apríl næstkomandi og er fullur tilhlökkunar. Það er að mörgu að huga fyrir stóra daginn og Bjarni Gabríel tekur fullan þátt í undirbúningnum með móður sinni enda með sjálfstæðar skoðanir og veit hvað hann vill.

22. mar 11:03

Elskar rómantískan stíl með frönskum áhrifum

María Gomez er mikill fagurkeri og á einstaklega fallegt og fágað heimili. María á og rekur vefsíðuna paz.is og instagram reikninginn @paz.is þar sem hún sýnir meðal annars innblásnar heimilishugmyndir. Á miðlunum sínum fær hún útrás fyrir allt það sem henni þykir gaman að gera.

15. mar 13:03

Rut Kára hannaði og opnaði sína eigin draumaísbúð

Í desember síðastliðnum opnaði einn okkar vinsælasti og þekktasti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, nýja og glæsi­lega ísbúð í Hvera­gerði ásamt eig­in­manni sín­um Kristni Arn­ar­syni. Bongó heit­ir ísbúðin og er það nafn með rentu.

13. mar 16:03

Töfrar gestina upp úr skónum með freyðandi eftirrétti

Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, veit fátt skemmtilegra en að prófa sig áfram með nýjar uppskriftir og bjóða góðum vinum í mat. Þrátt fyrir að hafa ekki alltaf mikinn tíma í matseld kemur það samt ekki í veg fyrir að hún reiði fram einfaldan og góðan mat fyrir sitt besta fólk.

08. mar 13:03

Leyni eftirrétturinn hennar Valgerðar sem heillaði Sjöfn upp úr skónum

Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi í Reykjavík og lífskúnstner býður Sjöfn Þórðar heim í forréttaveislu í þættinum Matur og heimili í kvöld. Valgerður nýtur þess að fá góða vini í mat og segist oft ekki hafa langan tíma til að galdra eitthvað guðdómlegt fram.

01. mar 13:03

Matarástríðan tengdi fjölskyldurnar saman

Í þættinum Matur og heimili í kvöld fáum við að kynnast íranskri matarhefð og menningu eins og hún gerist best. Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi og formaður Lista- og menningarráðs Kópavogs kynntist nýrri matarmenningu eftir að ung írönsk hjón leigðu íbúðina á jarðhæðinni hjá henni. Karen segir að matarástríðan hafi tengt þau saman í orðsins fyllstu merkingu.

Auglýsing Loka (X)