Launaþróun

16. feb 05:02

Ís­lenskar konur með doktors­gráður með laun á við karla með BA-próf

Maya Staub, doktor í félagsvísindum, segir að niðurstöður rannsókna hennar á launamun kynjanna í akademíunni bendi til þess að launamunur doktorsmenntaðra á Íslandi sé til staðar óháð prófsviði, bæði innan akademíunnar og á almennum vinnumarkaði.

27. jan 09:01

Laun­a­hækk­an­ir mis­mun­and­i eft­ir störf­um og at­vinn­u­grein­um

Á tímabilinu frá 2015 til 2021 var 30-40 prósentustiga munur á launahækkunum þeirra starfsstétta sem hækkuðu mest og minnst, verkafólk hækkaði mest, um 71 prósent, og stjórnendur minnst, um rúmlega 40 prósent. Á sama tíma hækkuðu laun í helstu atvinnugreinum á almenna markaðnum í kringum 60 prósent, nema í fjármála- og vátryggingarstarfsemi þar sem hækkunin var um 50 prósent. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um vinnumarkaðinn sem birtist í morgun.

21. jan 10:01

Tekj­ur og tekj­u­þró­un mjög mis­mun­and­i mill­i at­vinn­u­grein­a

Samkvæmt gögnum Hagstofunnar hækkuðu staðgreiðsluskyld laun allra á vinnumarkaði (launasumman), um 8,4 prósent milli fyrstu tíu mánaða 2020 og 2021. Fjöldi launafólks sem fékk staðgreiðsluskyldar greiðslur fyrstu tíu mánuði 2021 var nær óbreyttur frá sama tíma 2020, þannig að meðallaun hækkuðu talsvert. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um vinnumarkað í morgun.

Auglýsing Loka (X)