Landsbankinn

Vaxtamálið snýst um tugi milljarða

Vaxtamál í héraðsdómi: Breki segir hálfan sigur unninn
Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í hinum svonefndu vaxtamálum að lánaskilmálar Landsbankans uppfylltu ekki kröfur um útskýringu á forsendum vaxtabreytinga en telur Arion banka uppfylla kröfur.

Spá 0,5 prósenta hækkun vaxta
Hagfræðingar Landsbankans spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,5 prósent miðvikudaginn 8. febrúar. Telja þeir engar líkur á að vextir haldist óbreyttir.

Af hverju hefur krónan veikst í vetur?
Fyrri hluta árs 2022 styrktist krónan nokkuð. Evran stóð í 148 krónum í byrjun árs en var í kringum 140 megnið af sumrinu og í byrjun hausts. Flestir fóru því inn í veturinn nokkuð bjartsýnir á krónuna.

Landsbankinn nýr bakhjarl HönnunarMars

Fyrstu kaupendum fækkar og verðtryggingin eflist á ný
Hlutfall fyrstu kaupenda af kaupendum íbúða hefur minnkað á síðustu mánuðum, enda hefur verð hækkað, sama gildir um vexti og Seðlabankinn hefur auk þess hert lánþegaskilyrði. Nýjum verðtryggðum lánum fjölgar, eftir að hafa nær þurrkast út í faraldrinum. Um 25 prósent af íbúðum eru í eigu einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð. Hlutfallið hefur haldist nokkuð stöðugt í áratug.

Kaldbakur tekur við Landsbankahúsinu
Fjárfestingafélagið Kaldbakur ehf. tók í gær formlega við Landsbankahúsinu við Ráðhústorg á Akureyri. Sjö tilboð bárust í húsið og var tilboð Kaldbaks hæst. Ákveðið hefur verið að gera rekstur og fjárfestingar Kaldbaks sjálfstæðan, en félagið er dótturfélag Samherja.

Vaxtamálið formlega á borði EFTA-dómstólsins

Hildur og Guðrún nýir forstöðumenn
Guðrún S. Ólafsdóttir og Hildur Sveinsdóttir hafa tekið við sem forstöðumenn á Einstaklingssviði Landsbankans. Báðar hafa þær mikla reynslu af störfum á fjármálamarkaði.

Viggó aftur til Landsbankans
Viggó Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Meniga, hefur verið ráðinn forstöðumaður Viðskiptaþróunar á Einstaklingssviði Landsbankans.

Kaldbakur kaupir Landsbankahúsið á Akureyri

Hæstiréttur tekur upp mál Ívars Guðjónssonar að nýju

Fasteignamarkaður kólnar
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% milli mánaða í ágúst. Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar og skýr merki um að markaðurinn sé farinn að kólna.

Olíuverð einn helsti drifkraftur verðbólgu
Hrávöruverð hefur almennt farið lækkandi á síðustu mánuðum. Það mun styðja við hjöðnun verðbólgunnar í heiminum en hún hefur ekki mælst meiri á Vesturlöndum í nokkra áratugi.

Ferðamenn orðnir fleiri en fyrir Covid
Erlendir ferðamenn um Leifstöð voru rúmlega 234 þúsund í júlí. Til samanburðar voru þeir rúmlega 231 þúsund í júlí 2019, síðasta árið fyrir faraldur. Ferðamenn voru því 1,3 prósent fleiri nú í júlí en fyrir faraldur. Þetta er í fyrsta sinn eftir faraldur sem fjöldinn er meiri í einum mánuði en í sama mánuði 2019.

Landsbankinn varar við netsvikum

Klæðningin á nýja bankanum vegur yfir þrjú hundruð tonn

Kaup ríkissjóðs á hluta höfuðstöðva Landsbankans sögð vera í uppnámi
Norðurhúsið í nýja Landsbankahúsinu við Austurhöfn hefur verið hluti af framtíðarskipan Stjórnarráðsins, en nú er óvíst hvort af kaupsamningi ríkis og banka verði.

Verðbólgan étur upp kaupmáttaraukningu
Verðbólgan er nú orðin svo há að hún hefur stöðvað langt tímabil kaupmáttaraukningar á íslenskum vinnumarkaði og er farin að éta upp það sem unnist hefur hjá launafólki undanfarin misseri og ár. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um vinnumarkaðinn.

Óverðtryggð lán þrefölduðust í faraldrinum
Veruleg breyting varð á samsetningu íbúðalána í heimsfaraldrinum og upphæð óverðtryggðra íbúðalána hjá viðskiptabönkunum rúmlega þrefaldaðist. Greiðslubyrði óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum hefur nær tvöfaldast á einu ári vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans.

Gróa Helga tekur við Þjónustuveri Landsbankans
Gróa Helga Eggertsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Þjónustuvers Landsbankans.

Kristín Rut nýr útibússtjóri
Kristín Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans í Hafnarfirði.

Landsbankinn spáir hagvexti í skugga verðbólgu
Landsbankinn spáir því að verðbólga nái hámarki í haust í ríflega 8 prósentum en lækki svo á ný. Stýrivextir hækki í 6 prósent fyrir árslok. Töluverður hagvöxtur verði og atvinnuleysi minni áfram.

Rafræn þinglýsing endurfjármögnunar íbúðalána
Landsbankinn býður nú upp á rafrænar þinglýsingar við endurfjármögnun íbúðalána. Í tilkynningu frá bankanum segir að hann sé fyrstur fjármálastofnana til að taka þetta skref. Unnið sé að því að hægt verði að þinglýsa rafrænt öllum íbúðalánum bankans.

Landsbankinn telur að verðbólga aukist enn
Landsbankinn spáir 0,8 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs milli apríl og maí, en Hagstofan birtir maímælingu vísitölu neysluverðs mánudaginn 30. maí.

Hagnaður Landsbankans 3,2 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi – dregur úr arðsemi
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022 nam 3,2 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 7,6 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2021. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 4,7 prósent á ársgrundvelli, samanborið við 11,7 prósent á sama tímabili 2021.

Óskað eftir svörum vegna útboðsins
Í Fréttablaðinu í gær var viðtal við Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, um þátttöku starfsmanna bankans, sem var einn söluaðila í útboði á hlutum ríkisins í bankanum í síðasta mánuði, í sjálfu útboðinu, en nokkrir starfsmenn bankans voru á meðal kaupenda.

Ekkert lát á hækkun íbúðaverðs
Íbúðaverð hækkaði um 3,1 prósent milli febrúar og mars en verðhækkanir milli mánaða hafa aukist á síðustu mánuðum þvert á væntingar. Hækkunin nú í mars var sú mesta milli mánaða síðan í mars í fyrra. Í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn kemur fram að hagfræðingar bankans telja þessa niðurstöðu renna stoðum undir nýja spá Hagfræðideildar um aukna verðbólgu næstu mánuði.

Verðbólgan toppi í júní
Hagstofan birtir aprílmælingu vísitölu neysluverðs (VNV) fimmtudaginn 28. apríl. Hagfræðideild Landsbankans spáir tæplega 0,7 prósenta hækkun vísitölunnar milli mars og apríl.

Söluráðgjafar útboðsins til skoðunar

Una nýr forstöðumaður hjá Landsbankanum
Una Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Hagfræðideildar Landsbankans.

Aðalheiður stýrir sjálfbærnivinnu Landsbankans

Spáð hærri verðbólgu
Hagstofan mun birta marsmælingu vísitölu neysluverðs þriðjudaginn 29. mars. Íslandsbanki og Landsbankinn birtu í morgun spár sínar um hækkun vísitölunnar milli mánaða og báðir bankarnir spá því að vísitalan hækki um ríflega 1 prósent milli febrúar og mars og að árshraði verðbólgunnar verði því 6,8 prósent.

Ósjálfbær hækkun íbúðaverðs
Íbúðaverð hækkaði um 2,5 prósent milli janúar og febrúar sem er mesta hækkun milli mánaða síðan í apríl í fyrra. Hækkun íbúðaverðs er orðin meiri en gert var ráð fyrir og eykst milli mælinga. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn þar sem fjallað er um nýjustu tölur Þjóðskrár um þróun íbúðaverðs.

Mikilvægi opinberra fjármála – fjárfestingarátakið sem aldrei varð
Hagsjá Landsbankans fjallar í dag um nýbirtar fyrstu tölur Hagstofunnar um þjóðhagsreikninga ársins 2021. Þáttur hins opinbera í hagkerfinu var mjög áberandi og mikilvægur á tíma kórónuveirufaraldurisns, en heldur dró úr á árinu 2021. Athygli vekur að boðað fjárfestingarátak stjórnvalda 2019 snerist upp í andhverfu sína.

Bein áhrif stríðsins á íslenskan efnahag léttvæg
Hagfræðingar Landsbankans segja innrás Rússlands í Úkraínu hafa aukið verulega óvissu um efnahagsþróunina í heiminum á þessu ári og vakið upp spurningar um áhrif stríðsins á íslenskan efnahag. Í Hagsjá Landsbankans, sem birtist í morgun, segir að bein áhrif á íslenskan efnahag ættu að verða verulega léttvæg en óbeinu áhrifin gætu orðið töluvert mikil.

Fjárfesting í íbúðarhúsnæði eykst þrátt fyrir samdrátt milli ára
Hagsjá Landsbankans fjallar um upplýsingar um fjárfestingu í íbúðarhúsnæði sem birtust í nýjum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Íbúðafjárfesting dróst saman um 4,4 prósent í fyrra en þrátt fyrir það var mikið fjárfest, bæði í sögulegu samhengi og sem hlutfall af landsframleiðslu. Aukin velta í byggingariðnaði og vaxandi starfsmannafjöldi benda til þess að góður gangur sé í greininni og vænta megi fjölgunar íbúða eftir því.

Landsbankinn bæði eykur og dregur úr vaxtamun
Landsbankinn hefur hækkað breytilega vexti óverðtryggðra lána um 0,5 prósent. Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka um 0,75 prósent, eða um sama prósentustig og stýrivextir Seðlabankans á dögunum. Vaxtamunur þarna á milli lækkar því sem nemur 0,25 prósentustigum. Hins vegar eykst vaxtamunur verulega milli útlána og innlánsvaxta á veltureikningum.

Enn hækkar íbúðaverð hratt
Í Hagsjá Landsbankans í dag er fjallað um tölur um 12 mánaða hækkun íbúðaverðs sem Þjóðskrá birti í gær. Annan mánuðinn í röð mælist hækkun íbúðaverðs talsvert mikil. 12 mánaða hækkun sérbýlis hefur ekki verið meiri síðan 2006. Húsnæði er einn helsti drifkraftur verðbólgu um þessar mundir og gæti þessi hækkun því leitt til meiri og þrálátari verðbólgu en áður var spáð.

Neysla Íslendinga færist út fyrir landsteinana
Kortavelta Íslendinga jókst lítillega milli ára í janúar. Innanlands mátti aðallega greina aukningu í kaupum á þjónustu ferðaskrifstofa. Ferðaþorsti Íslendinga er greinilega mikill og er gert vel við sig í utanlandsferðum á nýju ári, auk þess sem netverslun hefur aukist. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um kortaveltu.

Flytja 70 starfsmenn í Borgartún vegna myglu

Sumarhús seljast sem aldrei fyrr
Sala sumarhúsa hefur aukist meira en sala íbúða á síðustu árum. Lægri vextir, aukinn sparnaður og færri ferðalög vegna faraldursins hafa hvatt til sumarhúsakaupa. Viðbúið er að hægi á eftirspurninni með hækkandi vöxtum. Þetta kemur fram Í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn í morgun.

Janúar slæmur fyrir hlutabréfamarkaði
Töluverðar lækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum flestra stærstu viðskiptalanda Íslands í janúar. Íslenski markaðurinn lækkaði einnig enda hafa verðbreytingar erlendis haft tilhneigingu til að skila sér í samsvarandi verðbreytingum hérlendis. Segja má að hlutabréfamarkaðir hafi verið nokkuð stefnulausir síðustu mánuði og hafa verðlækkanir fylgt verðhækkunum og svo öfugt. Mesta hækkun á innlendum hlutabréfum var hjá Icelandair Group í janúar en mesta lækkunin var hjá Origo. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um hlutabréfamarkaðinn.

Ellert Arnarson yfir Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Ellert Arnarson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og hefur störf á næstu vikum.

Orkuskipti fyrsta áhersla nýs sjálfbærnisjóðs
Landsbankinn hefur stofnað nýjan styrktarsjóð, Sjálfbærnisjóðinn. Markmið sjóðsins er að styðja verkefni sem stuðla að sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á umhverfið.

Vinnumarkaður sterkur þrátt fyrir faraldurinn
Í Hagsjá Landsbankans sem birtist í morgun kemur fram að samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að um 208.900 manns hafi verið á vinnumarkaði í desember 2021, sem jafngildir 78 prósenta atvinnuþátttöku. Af þeim voru um 199.700 starfandi og um 9.200 atvinnulausir og í atvinnuleit, eða um 4,4 prósent af vinnuaflinu.

Launahækkanir mismunandi eftir störfum og atvinnugreinum
Á tímabilinu frá 2015 til 2021 var 30-40 prósentustiga munur á launahækkunum þeirra starfsstétta sem hækkuðu mest og minnst, verkafólk hækkaði mest, um 71 prósent, og stjórnendur minnst, um rúmlega 40 prósent. Á sama tíma hækkuðu laun í helstu atvinnugreinum á almenna markaðnum í kringum 60 prósent, nema í fjármála- og vátryggingarstarfsemi þar sem hækkunin var um 50 prósent. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um vinnumarkaðinn sem birtist í morgun.

Mesta hækkun launavísitölu frá 2016
Launavísitalan var nær óbreytt milli nóvember og desember samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,3 prósent, sem er eilítið lægri árstaktur en verið hefur síðustu mánuði. Launavísitalan hækkaði um 8,3 prósent milli meðaltala áranna 2020 og 2021 og hefur ekki hækkað meira síðan 2016. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um vinnumarkað sem birtist í morgun.

Mikil sókn í óverðtryggð lán á föstum vöxtum
Mikil virkni íbúðamarkaðar á síðasta ári leiddi ekki til þess að heimili juku skuldsetningu í formi íbúðalána. Lægri vextir hafa aukið hlutdeild óverðtryggðra lána og nú er orðið algengara að fólk festi vexti slíkra lána þar sem vaxtahækkunarferli er þegar hafið. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn sem birt var í morgun.

Íbúðaverð hækkaði mikið í lok árs
Í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn sem birt var í gær kemur fram að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,8 prósent milli mánaða í desember sem er talsvert meiri hækkun en hefur sést á síðustu mánuðum.

Tekjur og tekjuþróun mjög mismunandi milli atvinnugreina
Samkvæmt gögnum Hagstofunnar hækkuðu staðgreiðsluskyld laun allra á vinnumarkaði (launasumman), um 8,4 prósent milli fyrstu tíu mánaða 2020 og 2021. Fjöldi launafólks sem fékk staðgreiðsluskyldar greiðslur fyrstu tíu mánuði 2021 var nær óbreyttur frá sama tíma 2020, þannig að meðallaun hækkuðu talsvert. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um vinnumarkað í morgun.

Kortavelta jókst í árslok
Kortavelta Íslendinga heldur áfram að aukast. Líkt og síðustu mánuði var það erlenda kortaveltan sem hélt uppi vextinum í desember sl. en mikill ferðahugur er í landanum um þessar mundir. Þessar tölur ásamt öðrum hagvísum gefa góð fyrirheit um þróun einkaneyslunnar á næstu misserum og útlit er fyrir myndarlegan vöxt hennar á árinu. Um þetta er fjallað í Morgunkorni Íslandsbanka og Hagsjá Landsbankans í dag.

Jafnvægi að myndast á vinnumarkaði
Í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að um 210.200 manns hafi verið á vinnumarkaði í nóvember 2021, sem jafngildir 78,7 prósenta atvinnuþátttöku. Af þeim voru um 203.100 starfandi og um 7.100 atvinnulausir og í atvinnuleit, eða um 3,4 prósent vinnuaflsins. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um vinnumarkað.

Sigríður ráðin mannauðsstjóri Landsbankans
Sigríður starfaði árunum 2017 til 2020 sem mannauðsstjóri Eimskips.

Covid ráðstafanir renna út og innviðafjárfesting dregin saman
Meðal þess sem veldur því að tekjuhalli ríkisins er talinn minnka mikið á þessu ári frá því síðasta er að dregið er úr fjárframlögum til samgöngu- og fjarskiptamála, auk þess sem dregið er úr sérstöku fjárfestingarátaki sem ætlað var til að mæta efnahagssamdrætti vegna heimsfaraldursins.

Dregur úr spennu á leigumarkaði
Leiguverð hefur þróast í takt við annað verðlag síðustu mánuði, ólíkt því sem gerst hefur með kaupverð íbúða. Spenna á leigumarkaði hefur dregist saman síðustu misseri, meðal annars vegna aukinnar kaupgetu margra.

Hið opinbera leiðir enn launahækkanir
Fram kemur í Hagsjá Landsbankans í dag að ríki og sveitarfélög eru enn leiðandi þegar kemur að launahækkunum og laun í opinbera geiranum hafa hækkað mun meira en laun á almennum markaði.

Breytt samsetning verðbólgunnar
Hagfræðideild Landsbankans segir samsetningu verðbólgunnar hafa breyst mikið milli ára, en í morgun birti Hagstofan verðbólgutölur sem sýna hæstu verðbólgu í níu ár.

Þrír nýir stjórnendur hjá Landsbankanum

Meiri verðbólga en búist var við

Ferðaþjónustan tapaði meira en 100 milljörðum
Tap af rekstri ferðaþjónustunnar í fyrra nam 104,6 milljörðum króna fyrir skatta samkvæmt Hagstofunni. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í morgun. Árið 2020 var versta rekstrarár í sögu íslenskrar ferðaþjónustu en heimsfaraldurinn lék ferðaþjónustu í heiminum grátt á síðasta ári. Erlendum ferðamönnum fækkaði mikið hér á landi og samgöngutakmarkanir leiddu til þess að mörg ferðaþjónustufyrirtæki lokuðu tímabundið og sum lögðu upp laupana.

Aukinn sparnaður skilar sér nú

Fjárfestingarátak stjórnvalda vart svipur hjá sjón
Stefna stjórnvalda um að láta auknar opinberar fjárfestingar vega upp á móti minni fjárfestingum atvinnulífsins í kjölfar gjaldþrots WOW air og vegna COVID-19 faraldursins virðist hafa mistekist og vart hægt að tala um fjárfestingarátak í þeim efnum.

Hlutfall íbúða í eigu þeirra sem eiga fleiri en eina íbúð helst stöðugt
Hlutfall íbúða í eigu einstaklinga og lögaðila sem eiga fleiri en eina íbúð hefur haldist stöðugt síðustu ár samkvæmt Hagsjá Landsbankans.

Hagnaður Landsbankans jókst í 7,5 milljarða

Mikil hækkun launavísitölu
Launavísitalan hækkaði milli ágúst og september eða um 0,7 prósent samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands.

Íbúðaverð heldur áfram að hækka
Hagfræðideild Landsbankans spáir 14 prósent hækkun íbúðaverðs milli ára í ár en 9 prósent á næsta ári. Þá sé viðbúið að dragi úr eftirspurn þegar vextir taka að hækka á ný.

Efnahagsbatinn hafinn af fullum krafti
Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að efnahagsbatinn sé hafinn af fullum krafti.

Hætti ekki að lána til íbúðaverkefna

Spá 4,5 prósent verðbólgu
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að dragi úr hækkunartakti húsnæðisverðs á komandi misserum. Þá spáir bankinn 4,5 prósent verðbólgu í október.

Sækir sér orku í útivist
Eyrún Anna hefur gaman af útivist og vatnasporti. Þá þykir henni orkuiðnaðurinn spennandi geiri.

Gjaldþrot blasi við fyrrverandi Landsbankastjóra

Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Landsbankanum

Atvinnuþátttaka hefur aukist á þessu ári
Atvinnulausir og í atvinnuleit voru 10.900 eða um 5,5 prósent af vinnuaflinu.

Halli ríkissjóðs jókst verulega á síðasta ári
Afkoma ríkissjóðs var verri en hjá sveitarfélögunum eða um -27,2 prósent af tekjum borið saman við -6,8 prósent hjá sveitarfélögunum.

Covid hefur hraðað á þróun skrifstofuhúsnæðis

Landsbankinn í 1. sæti hjá Sustainalytics

Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða
Landsbankinn greiddi ríkinu 4,5 milljarða króna í arð. 2,5 milljarða króna jákvæð virðisbreyting útlána vegna batnandi efnahagshorfa.

Þriðjungur fasteignaviðskipta voru fyrstu kaup
Fram kemur í umfjöllun hagdeildar Landsbankans að vel hafi tekist til við að auka framboð fasteigna og mæta þörfum þeirra sem vilja eignast húsnæði, þvert á það sem umræðan gefur oft til kynna.

Arðsemi Landsbankans dróst saman á síðasta ári en hyggst greiða út arð
Þrátt fyrir lakari afkomu og minni arðsemi á árinu 2020 samanborið við árið á undan, hyggst bankinn greiða út arð vegna afkomu síðasta árs. Enginn arður var greiddur vegna ársins 2019.

Landsbankinn gefur út 900 milljón sænskra króna skuldabréf
Gert er ráð fyrir að skuldabréfin fái lánshæfiseinkunnina BBB frá S&P Global Ratings.