Kortavelta

14. jan 09:01

Kort­a­velt­a jókst í árs­lok

Kortavelta Íslendinga heldur áfram að aukast. Líkt og síðustu mánuði var það erlenda kortaveltan sem hélt uppi vextinum í desember sl. en mikill ferðahugur er í landanum um þessar mundir. Þessar tölur ásamt öðrum hagvísum gefa góð fyrirheit um þróun einkaneyslunnar á næstu misserum og útlit er fyrir myndarlegan vöxt hennar á árinu. Um þetta er fjallað í Morgunkorni Íslandsbanka og Hagsjá Landsbankans í dag.

11. jan 05:01

Af­sláttar­dagar hafa lítil á­hrif á verslun í búðum

Kortavelta hækkaði mjög mikið milli október og nóvember. Afsláttardagar hafa mest áhrif á netverslun

15. des 12:12

Heim­il­in kom­in út úr Kór­ón­u­krepp­unn­i?

Greiningardeild Íslandsbanka reiknar með að vöxtur einkaneyslu á þessu ári verði um 6 prósent en í þjóðhagsspá bankans frá því í september var spáð 4,8 prósent vexti. Þetta kemur fram í Korni Íslandsbanka í morgun. Greiningardeildin telur ljóst að neysla landsmanna sæki hratt í sig veðrið að nýju og samdráttur síðasta árs virðist ekki einungis hafa gengið til baka heldur sé einnig um að ræða talsverðan vöxt frá árinu 2019. Því megi segja að hjá þorra heimila virðist Kórónukreppan ekki aðeins að baki heldur nýtt vaxtarskeið hafið af talsverðum krafti.

16. nóv 14:11

Kort­a­velt­a held­ur á­fram að auk­ast

Í greiningu Íslandsbanka segir að þessar tölur gefi góð fyrirheit um einkaneysluna sem mun að líkindum halda áfram að vaxa það sem eftir lifir árs.

Auglýsing Loka (X)