Kórónukreppa

15. des 12:12

Heim­il­in kom­in út úr Kór­ón­u­krepp­unn­i?

Greiningardeild Íslandsbanka reiknar með að vöxtur einkaneyslu á þessu ári verði um 6 prósent en í þjóðhagsspá bankans frá því í september var spáð 4,8 prósent vexti. Þetta kemur fram í Korni Íslandsbanka í morgun. Greiningardeildin telur ljóst að neysla landsmanna sæki hratt í sig veðrið að nýju og samdráttur síðasta árs virðist ekki einungis hafa gengið til baka heldur sé einnig um að ræða talsverðan vöxt frá árinu 2019. Því megi segja að hjá þorra heimila virðist Kórónukreppan ekki aðeins að baki heldur nýtt vaxtarskeið hafið af talsverðum krafti.

Auglýsing Loka (X)