Korn Íslandsbanka

08. sep 13:09

Bak­slag í Bret­land­i get­ur haft á­hrif hér

Ef efnahagslægð verður veruleg í Bretlandi á komandi vetri gæti það haft talsverð áhrif á íslenskar útflutningsgreinar á komandi fjórðungum. Enn eru þó ekki merki um að versnandi efnahagshorfur þar í landi hafi áhrif á spurn eftir Íslandsferðum eða íslensku sjávarfangi.

30. ágú 13:08

Topp­i náð?

Ársverðbólga hjaðnar í ágúst í fyrsta sinn síðan á vormánuðum 2021. Útlit er fyrir að verðbólga hafi náð toppi og sé nú tekin að hjaðna, í fyrstu mjög rólega en hraðar þegar líður á næsta ár. Helsta ástæða fyrir því er hröð kólnun á íbúðamarkaði auk meira jafnvægis á innfluttri verðbólgu.

09. ágú 14:08

Krónan: Hækkunin þegar komin fram?

Gengi krónu er nú á svipuðum slóðum og í apríllok eftir lítilsháttar veikingu í sumar. Hagfræðingar Íslandsbanka telja styrkingu hennar á fyrstu fimm mánuðum ársins skýrist að stórum hluta af stöðutöku með krónunni vegna væntinga um batnandi gjaldeyrisflæði síðar á árinu. Útlit sé fyrir nokkra styrkingu krónu á komandi misserum en veruleg styrking myndi á endanum spilla ytra jafnvægi þjóðarbúsins.

05. ágú 13:08

Nei­kvæð á­vöxt­un hjá líf­eyr­is­sjóð­un­um

Eignir íslenskra lífeyrissjóða minnkuðu um 5,4 prósent á fyrri helmingi ársins eftir myndarlegan eignavöxt árin á undan. Verðlækkun á innlendum og erlendum verðbréfamörkuðum er helsta skýring þessa. Raunávöxtun eigna lífeyrissjóðanna hefur þó verið talsvert umfram tryggingafræðilegt viðmið þeirra undanfarinn áratug og þegar rofar til á mörkuðum lifnar að sama skapi á ný yfir ávöxtun sjóðanna, að mati hagfræðinga Íslandsbanka.

04. ágú 12:08

Elds­neyt­i hríð­lækk­ar á heims­mark­að­i

Verð á olíu og bensíni hefur lækkað verulega frá júníbyrjun. Smásöluverð á eldsneyti hækkaði um rúm 30 prósent frá ársbyrjun til júlíloka. Möguleg lækkun eldsneytisverðs á komandi mánuðum gæti slegið á verðbólguþrýsting á næstunni.

28. júl 10:07

Svart­sýn­i heim­il­a og fyr­ir­tækj­a eykst

Nýlegar væntingakannanir bera með sér að verulega hefur dregið úr bjartsýni bæði heimila og fyrirtækja á efnahagshorfur. Vaxandi verðbólga, rýrnandi kaupmáttur og óvissa á alþjóðavísu eru meðal helstu áhrifaþátta. Útlit er fyrir að hægja muni verulega á vexti einkaneyslu og fjárfestingar á komandi fjórðungum en útflutningur tekur við keflinu af innlendri eftirspurn sem helsti aflvaki hagvaxtar.

11. júl 16:07

Ís­lands­bank­i spá­ir enn meir­i verð­bólg­u

Íslandsbanki gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,6 prósent á milli mánaða í júlí. Verðbólga mun mælast 9,3 prósent í júlímánuði gangi sú spá eftir. Sumarútsölur vega á móti hækkun á íbúðaverði, hærri flugfargjöldum og verðhækkun á matvörum.

27. maí 11:05

Enn við­skipt­a­hall­i en bati vænt­an­leg­ur

Halli á vöru- og þjónustuviðskiptum nam 25 milljörðum á fyrsta fjórðungi ársins. Tekjur af ferðafólki eru þó teknar að aukast á ný eftir tekjuhrun í ferðaþjónustunni vegna Covid-19 faraldursins.

24. maí 12:05

Íslandsbanki spáir háum vöxtum til lengri tíma

Líklegt er að stýrivextir verði hækkaðir talsvert til viðbótar á komandi mánuðum. Vextirnir gætu náð hámarki á bilinu 5-6 prósent undir lok þessa árs. Hægfara vaxtalækkunarferli gæti fylgt í kjölfarið þegar verðbólga hjaðnar og dregur úr spennu í hagkerfinu.

23. maí 11:05

Í­búð­ir hækk­a á­fram í verð­i

Verð á íbúðamarkaði hefur hækkað mikið það sem af er ári. Greiningardeild Íslandsbanka telur að það haldi áfram að hækka á næstu mánuðum eða þar til framboð af nýjum íbúðum eykst. Vonir standa til að ró verði komin á markaðinn um mitt næsta ár.

19. maí 10:05

Bjart fram und­an hjá ferð­a­þjón­ust­unn­i eft­ir tveggj­a ára lægð

Eftir sviptingasöm tvö ár, þar sem skipst hafa á skammvinn vaxtarskeið og ládeyða í komum ferðamanna hingað til lands eftir framgangi faraldursins, er nú útlit fyrir all hraðan bata í ferðaþjónustu hérlendis.

12. maí 10:05

Ís­lands­bank­i spá­ir 7,5 prós­ent­a verð­bólg­u í maí

Íslandsbanki segir útlit fyrir að verðbólga muni halda áfram að aukast á næstu mánuðum. Hækkandi íbúðaverð og innflutt verðbólga vegur þungt til hækkunar á vísitölunni í maímánuði en lækkun á flugfargjöldum vegur á móti. Ekki er útlit fyrir að það dragi að ráði úr verðbólgunni fyrr en líða tekur á næsta ár.

20. apr 12:04

Kort­a­velt­a eykst og fær­ist úr versl­un í þjón­ust­u

Innlend kortavelta jókst umtalsvert í marsmánuði frá sama mánuði 2021. Kortavelta Íslendinga erlendis bar uppi vöxtinn líkt og verið hefur á undanförnum mánuðum. Augljós breyting er á neyslumynstrinu milli ára og veltan hefur færst úr verslun yfir í þjónustu. Þetta kemur fram í Korni Íslandsbanka í dag.

12. apr 11:04

Verð­bólg­a eykst á næst­u mán­uð­um

Greiningardeild Íslandsbanka telur að vísitala neysluverðs hækki um 0,8 prósent milli mánaða í apríl. Ársverðbólga mælist 6,8 prósent gangi spáin eftir. Hagfræðingar bankans telja að verðbólga muni aukast frekar á næstu mánuðum og ná toppnum í sumar. Þetta kemur fram í Korni Íslandsbanka í morgun.

01. apr 12:04

Sala nýrr­a bíla ríf­leg­a helm­ing­i meir­i á fyrst­a árs­fjórð­ung­i en í fyrr­a

Sala á nýjum fólksbílum á fyrsta ársfjórðungi 2022 var sú mesta frá árinu 2018. Aukin bílakaup heimila eru til marks um sterka stöðu þeirra flestra og benda til vaxandi einkaneyslu. Bílaleigur hafa stóraukið bifreiðakaup þar sem útlit er fyrir mikla fjölgun ferðafólks á háannatíma í ár frá fyrra ári.

22. mar 13:03

Verð­bólg­a hæg­ir á vext­i kaup­mátt­ar

Hagstofan birti í morgun gögn um vísitölur launa og kaupmáttar fyrir febrúarmánuð. Launavísitalan hækkaði á milli mánaða í febrúar og hefur árstaktur vísitölunnar verið nokkuð stöðugur uppá síðkastið. Kaupmáttur launa rýrnaði þó á milli mánaða vegna mikillar. Hagvaxtarauki mun hækka laun enn frekar í maí næstkomandi.

15. mar 12:03

Kort­a­velt­a lands­mann­a eykst enn

Líkt og síðustu mánuði ber kortavelta Íslendinga í útlöndum uppi vöxtinn. Óvissa ríkir um þróun einkaneyslu á næstu misserum vegna stríðsins í Úkraínu. Líklegt er að einkaneysla vaxi hægar á næstunni en áður var talið þar sem aukin innflutt verðbólga dregur úr kaupmætti heimilanna. Þetta kemur fram í Korni Íslandsbanka í morgun.

14. feb 11:02

Hús­næð­is­lið­ur­inn hef­ur af­ger­and­i á­hrif til hækk­un­ar vís­i­töl­u

Í Korni Íslandsbanka kemur fram að útlit sé fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,9 prósent milli mánaða í febrúar. Ársverðbólga mælist því 5,9 prósent gangi spá greiningardeildar Íslandsbanka eftir. Verðbólguhorfur hafa versnað nokkuð frá síðustu spá. Verðbólga er alþjóðlegt fyrirbæri þessa dagana og líkur eru að innflutt verðbólga verði umtalsverð á næstu fjórðungum.

15. des 12:12

Heim­il­in kom­in út úr Kór­ón­u­krepp­unn­i?

Greiningardeild Íslandsbanka reiknar með að vöxtur einkaneyslu á þessu ári verði um 6 prósent en í þjóðhagsspá bankans frá því í september var spáð 4,8 prósent vexti. Þetta kemur fram í Korni Íslandsbanka í morgun. Greiningardeildin telur ljóst að neysla landsmanna sæki hratt í sig veðrið að nýju og samdráttur síðasta árs virðist ekki einungis hafa gengið til baka heldur sé einnig um að ræða talsverðan vöxt frá árinu 2019. Því megi segja að hjá þorra heimila virðist Kórónukreppan ekki aðeins að baki heldur nýtt vaxtarskeið hafið af talsverðum krafti.

Auglýsing Loka (X)