Íran

Matarástríðan tengdi fjölskyldurnar saman
Í þættinum Matur og heimili í kvöld fáum við að kynnast íranskri matarhefð og menningu eins og hún gerist best. Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi og formaður Lista- og menningarráðs Kópavogs kynntist nýrri matarmenningu eftir að ung írönsk hjón leigðu íbúðina á jarðhæðinni hjá henni. Karen segir að matarástríðan hafi tengt þau saman í orðsins fyllstu merkingu.

Íranar leyfa eftirlit með kjarnorkuverum á ný

Raisi næsti forseti í Íran

Kosið af kjörlista æðstaklerksins

Segir að um kjarnorkuhryðjuverk hafi verið að ræða

Sakar Írani um ábyrgð á árás á ísraelskt skip

Mannfall í fyrstu hernaðaraðgerð Bidens

Varar við fjórðu bylgjunni í Íran

Biden aflétti hömlum á Íran

Árás gerð á bandaríska sendiráðið í Írak
Þrjár eldflaugar lentu á bandaríska sendiráðinu í Írak í gær og er talið að þrír hafi slasast. Bandaríkjamenn saka hryðjuverkahóp sem studdur er af Íran um árásina, en enginn hefur enn lýst ábyrgðinni á hendur sér.

Mótmæli í Írak
Mótmælendur í Írak fara fram á að bandaríski herinn yfirgefi landið og að lofthelgi Íraks verði lokað fyrir bandarískum herflugvélum. Óttast er að mótmælin komi til með að skyggja á mótmæli sem hafa staðið frá því í haust, þar sem almenningur hefur krafist bættra stjórnarhátta í landinu.

Flugskeytum skotið á bandaríska herstöð í Írak
Skammdrægum loftskeytum var skotið á bandaríska herstöð í Írak í gærkvöldi, en þetta er önnur árásin sem gerð er á fjórum dögum. Enginn er sagður hafa látist í árásinni og enginn hefur lýst yfir ábyrgð á henni.

Norðurlöndin hvetja Íran og Bandaríkin til að sýna stillingu
Í ræðu hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hvöttu Norðurlöndin Bandaríkin og Íran til þess að sýna stillingu í deilum sínum. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur áður lýst yfir áhyggjum af deilum landanna.

Flugvélin var líklega skotin niður
Bandarísk stjórnvöld segja að úkraínska flugvélin sem hrapaði rétt eftir flugtak í Teheran í gær, hafi verið skotin niður fyrir mistök. Brot úr loftskeyti eru sögð hafa fundist nálægt slysstaðnum.

Íranir vöruðu íröksk stjórnvöld við yfirvofandi árás
Íranir vöruðu íröksk stjórnvöld við yfirvofandi hefndaraðgerðum gegn Bandaríkjunum áður en þeir skutu loftskeytum á herstöðvar í landinu. Íranir sögðu að árásirnar myndu einskorðast við skotmörk þar sem bandarískir hermenn eru staðsettir. Framkvæmdastjóri Nato hefur fordæmt árás Írana.

Olíuverð hækkaði eftir árás Bandaríkjamanna á Suleimani
Vaxandi spenna í mið-austurlöndum er aðalástæða hækkunar á olíuverði í gær. Óttast er að flutningafyrirtæki, og olíuflutningaskip við Persaflóa verði skotmörk hefndaraðgerða Írana, en rúmlega tuttugu prósent þeirrar olíu sem framleidd var í heiminum árið 2018 var flutt um Persaflóa.

Bandarískir hermenn sendir til Persaflóa
Donald Trump segir að ákveðið hafi verið að drepa íranska hershöfðingjann Qassim Suleimani til þess að koma í veg fyrir stríð. Bandaríkin hafa hafið flutning á hermönnum og búnaði til Kúveit.

Bretar vilja að Evrópa verndi skip á Persaflóa vegna Írans
Utanríkisráðherra Breta vill evrópskt samstarf, án leiðsagnar Bandaríkjanna, um vernd skipa á Persaflóa. Íranar kyrrsettu breskt skip fyrir helgi. Segjast hafa handsamað sautján njósnara frá bandarísku leyniþjónustunni en Bandaríkjaforseti segir það ósatt.

Spennan við Persaflóa eykst til muna
Lítið þarf til svo að allt fari í háaloft í samskiptum Bandaríkjanna og Íran. Allt virðist benda til þess að ríkin tvö búi sig undir átök.