Íbúðaverð

17. ágú 07:08

Hag­fræð­ing­ur seg­ir að að­gerð­ir Seðl­a­bank­ans séu farn­ar að bíta

Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að greinilegt sé að aðgerðir Seðlabankans séu farnar að bíta talsvert. Greining Íslandsbanka telur að íbúðaverð muni halda áfram að hækka á allra næstu mánuðum en hægar en verið hefur.

20. júl 07:07

Seg­ir vís­bend­ing­ar um að mark­að­ur­inn sé að kóln­a að­eins

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að vísbendingar séu um að markaðurinn sé að kólna aðeins. Vísitala íbúðaverðs á síðustu 12 mánuðum hækkaði um 25 prósent

22. jún 07:06

Árs­hækk­un fast­eign­a­verðs 24 prós­ent

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvðinu hefur hækka um 24 prósent síðastliðna tólf mánuði. Í greiningu Íslandsbanka kemur fram að forsendur séu fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á allra næstu mánuðum.

23. maí 11:05

Í­búð­ir hækk­a á­fram í verð­i

Verð á íbúðamarkaði hefur hækkað mikið það sem af er ári. Greiningardeild Íslandsbanka telur að það haldi áfram að hækka á næstu mánuðum eða þar til framboð af nýjum íbúðum eykst. Vonir standa til að ró verði komin á markaðinn um mitt næsta ár.

20. apr 12:04

Ekkert lát á hækk­un í­búð­a­verðs

Íbúðaverð hækkaði um 3,1 prósent milli febrúar og mars en verðhækkanir milli mánaða hafa aukist á síðustu mánuðum þvert á væntingar. Hækkunin nú í mars var sú mesta milli mánaða síðan í mars í fyrra. Í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn kemur fram að hagfræðingar bankans telja þessa niðurstöðu renna stoðum undir nýja spá Hagfræðideildar um aukna verðbólgu næstu mánuði.

13. apr 07:04

Í­búð­um í bygg­ing­u fjölg­ar

Aðalhagfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins segir það vera jákvætt að svo virðist sem íbúðum í byggingu sé að fjölga en þrátt fyrir það sé framboðsskortur enn til staðar. Hann gagnrýnir að ekki hafi verið brugðist við ástandinu árið 2019 þegar samtökin bentu á að mikill vandi á íbúðamarkaði væri í uppsiglingu.

16. mar 10:03

Ó­sjálf­bær hækk­un í­búð­a­verðs

Íbúðaverð hækkaði um 2,5 prósent milli janúar og febrúar sem er mesta hækkun milli mánaða síðan í apríl í fyrra. Hækkun íbúðaverðs er orðin meiri en gert var ráð fyrir og eykst milli mælinga. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn þar sem fjallað er um nýjustu tölur Þjóðskrár um þróun íbúðaverðs.

16. feb 09:02

Enn hækk­ar íbúð­a­verð hratt

Í Hagsjá Landsbankans í dag er fjallað um tölur um 12 mánaða hækkun íbúðaverðs sem Þjóðskrá birti í gær. Annan mánuðinn í röð mælist hækkun íbúðaverðs talsvert mikil. 12 mánaða hækkun sérbýlis hefur ekki verið meiri síðan 2006. Húsnæði er einn helsti drifkraftur verðbólgu um þessar mundir og gæti þessi hækkun því leitt til meiri og þrálátari verðbólgu en áður var spáð.

15. feb 16:02

Vís­i­tal­a í­búð­a­verðs hef­ur hækk­að um 20,3 prós­ent síð­ust­u 12 mán­uð­i

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 823,7 í janúar 2022 (janúar 1994=100) og hækkar um 1,7 prósent milli mánaða. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 4.2 prósent, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 8,7 prósent og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 20.3 prósent. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Þetta kemur fram í samantekt Þjóðskrár, sem birtist í dag.

11. feb 15:02

Á­hrif vaxt­a­hækk­an­a helst að sjá í geng­i krón­unn­ar enn sem kom­ið er

Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, segir að vaxtahækkanir Seðlabankans séu ekki farnar að hafa sjáanleg áhrif á neyslu heimilanna, en kortavelta Íslendinga náði methæðum í desember.

29. nóv 14:11

Hlutfall íbúða í eigu þeirra sem eiga fleiri en eina íbúð helst stöðugt

Hlutfall íbúða í eigu einstaklinga og lögaðila sem eiga fleiri en eina íbúð hefur haldist stöðugt síðustu ár samkvæmt Hagsjá Landsbankans.

22. nóv 10:11

Fyrst­u kaup­end­ur aldr­ei ver­ið fleir­i

Í Hagsjá Landsbankans segir að fyrstu kaupendum hafi fjölgað mikið og að meðalaldur þeirra hafi lækkað.

11. nóv 11:11

Greiðsl­u­byrð­i lækk­að um 27 prós­ent

Viðskiptaráð gaf út greininguna Hvað er í alvöru að gerast á fasteignamarkaði? En í henni kemur meðal annars fram að greiðslubyrði hafi lækkað um 27 prósent frá árinu 2019.

22. okt 09:10

Í­búð­a­verð held­ur á­fram að hækk­a

Hagfræðideild Landsbankans spáir 14 prósent hækkun íbúðaverðs milli ára í ár en 9 prósent á næsta ári. Þá sé viðbúið að dragi úr eftirspurn þegar vextir taka að hækka á ný.

Auglýsing Loka (X)