Hagsjá

13. maí 11:05

Lands­bank­inn tel­ur að verð­bólg­a auk­ist enn

Landsbankinn spáir 0,8 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs milli apríl og maí, en Hagstofan birtir maímælingu vísitölu neysluverðs mánudaginn 30. maí.

20. apr 12:04

Ekkert lát á hækk­un í­búð­a­verðs

Íbúðaverð hækkaði um 3,1 prósent milli febrúar og mars en verðhækkanir milli mánaða hafa aukist á síðustu mánuðum þvert á væntingar. Hækkunin nú í mars var sú mesta milli mánaða síðan í mars í fyrra. Í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn kemur fram að hagfræðingar bankans telja þessa niðurstöðu renna stoðum undir nýja spá Hagfræðideildar um aukna verðbólgu næstu mánuði.

13. apr 11:04

Verð­bólg­an topp­i í júní

Hagstofan birtir aprílmælingu vísitölu neysluverðs (VNV) fimmtudaginn 28. apríl. Hagfræðideild Landsbankans spáir tæplega 0,7 prósenta hækkun vísitölunnar milli mars og apríl.

16. mar 10:03

Ó­sjálf­bær hækk­un í­búð­a­verðs

Íbúðaverð hækkaði um 2,5 prósent milli janúar og febrúar sem er mesta hækkun milli mánaða síðan í apríl í fyrra. Hækkun íbúðaverðs er orðin meiri en gert var ráð fyrir og eykst milli mælinga. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn þar sem fjallað er um nýjustu tölur Þjóðskrár um þróun íbúðaverðs.

10. mar 12:03

Mik­il­væg­i op­in­berr­a fjár­mál­a – fjár­fest­ing­ar­á­tak­ið sem aldr­ei varð

Hagsjá Landsbankans fjallar í dag um nýbirtar fyrstu tölur Hagstofunnar um þjóðhagsreikninga ársins 2021. Þáttur hins opinbera í hagkerfinu var mjög áberandi og mikilvægur á tíma kórónuveirufaraldurisns, en heldur dró úr á árinu 2021. Athygli vekur að boðað fjárfestingarátak stjórnvalda 2019 snerist upp í andhverfu sína.

09. mar 15:03

Bein á­hrif stríðs­ins á ís­lensk­an efn­a­hag létt­væg

Hagfræðingar Landsbankans segja innrás Rússlands í Úkraínu hafa aukið verulega óvissu um efnahagsþróunina í heiminum á þessu ári og vakið upp spurningar um áhrif stríðsins á íslenskan efnahag. Í Hagsjá Landsbankans, sem birtist í morgun, segir að bein áhrif á íslenskan efnahag ættu að verða verulega léttvæg en óbeinu áhrifin gætu orðið töluvert mikil.

02. mar 11:03

Fjár­fest­ing í í­búð­ar­hús­næð­i eykst þrátt fyr­ir sam­drátt mill­i ára

Hagsjá Landsbankans fjallar um upplýsingar um fjárfestingu í íbúðarhúsnæði sem birtust í nýjum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Íbúðafjárfesting dróst saman um 4,4 prósent í fyrra en þrátt fyrir það var mikið fjárfest, bæði í sögulegu samhengi og sem hlutfall af landsframleiðslu. Aukin velta í byggingariðnaði og vaxandi starfsmannafjöldi benda til þess að góður gangur sé í greininni og vænta megi fjölgunar íbúða eftir því.

16. feb 09:02

Enn hækk­ar íbúð­a­verð hratt

Í Hagsjá Landsbankans í dag er fjallað um tölur um 12 mánaða hækkun íbúðaverðs sem Þjóðskrá birti í gær. Annan mánuðinn í röð mælist hækkun íbúðaverðs talsvert mikil. 12 mánaða hækkun sérbýlis hefur ekki verið meiri síðan 2006. Húsnæði er einn helsti drifkraftur verðbólgu um þessar mundir og gæti þessi hækkun því leitt til meiri og þrálátari verðbólgu en áður var spáð.

15. feb 12:02

Neysl­a Ís­lend­ing­a fær­ist út fyr­ir land­stein­an­a

Kortavelta Íslendinga jókst lítillega milli ára í janúar. Innanlands mátti aðallega greina aukningu í kaupum á þjónustu ferðaskrifstofa. Ferðaþorsti Íslendinga er greinilega mikill og er gert vel við sig í utanlandsferðum á nýju ári, auk þess sem netverslun hefur aukist. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um kortaveltu.

07. feb 12:02

Sum­ar­hús selj­ast sem aldr­ei fyrr

Sala sumarhúsa hefur aukist meira en sala íbúða á síðustu árum. Lægri vextir, aukinn sparnaður og færri ferðalög vegna faraldursins hafa hvatt til sumarhúsakaupa. Viðbúið er að hægi á eftirspurninni með hækkandi vöxtum. Þetta kemur fram Í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn í morgun.

04. feb 15:02

Jan­ú­ar slæm­ur fyr­ir hlut­a­bréf­a­mark­að­i

Töluverðar lækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum flestra stærstu viðskiptalanda Íslands í janúar. Íslenski markaðurinn lækkaði einnig enda hafa verðbreytingar erlendis haft tilhneigingu til að skila sér í samsvarandi verðbreytingum hérlendis. Segja má að hlutabréfamarkaðir hafi verið nokkuð stefnulausir síðustu mánuði og hafa verðlækkanir fylgt verðhækkunum og svo öfugt. Mesta hækkun á innlendum hlutabréfum var hjá Icelandair Group í janúar en mesta lækkunin var hjá Origo. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um hlutabréfamarkaðinn.

28. jan 09:01

Vinn­u­mark­að­ur sterk­ur þrátt fyr­ir far­ald­ur­inn

Í Hagsjá Landsbankans sem birtist í morgun kemur fram að samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að um 208.900 manns hafi verið á vinnumarkaði í desember 2021, sem jafngildir 78 prósenta atvinnuþátttöku. Af þeim voru um 199.700 starfandi og um 9.200 atvinnulausir og í atvinnuleit, eða um 4,4 prósent af vinnuaflinu.

27. jan 09:01

Laun­a­hækk­an­ir mis­mun­and­i eft­ir störf­um og at­vinn­u­grein­um

Á tímabilinu frá 2015 til 2021 var 30-40 prósentustiga munur á launahækkunum þeirra starfsstétta sem hækkuðu mest og minnst, verkafólk hækkaði mest, um 71 prósent, og stjórnendur minnst, um rúmlega 40 prósent. Á sama tíma hækkuðu laun í helstu atvinnugreinum á almenna markaðnum í kringum 60 prósent, nema í fjármála- og vátryggingarstarfsemi þar sem hækkunin var um 50 prósent. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um vinnumarkaðinn sem birtist í morgun.

26. jan 09:01

Mest­a hækk­un laun­a­vís­i­töl­u frá 2016

Launavísitalan var nær óbreytt milli nóvember og desember samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,3 prósent, sem er eilítið lægri árstaktur en verið hefur síðustu mánuði. Launavísitalan hækkaði um 8,3 prósent milli meðaltala áranna 2020 og 2021 og hefur ekki hækkað meira síðan 2016. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um vinnumarkað sem birtist í morgun.

25. jan 13:01

Mik­il sókn í ó­verð­tryggð lán á föst­um vöxt­um

Mikil virkni íbúðamarkaðar á síðasta ári leiddi ekki til þess að heimili juku skuldsetningu í formi íbúðalána. Lægri vextir hafa aukið hlutdeild óverðtryggðra lána og nú er orðið algengara að fólk festi vexti slíkra lána þar sem vaxtahækkunarferli er þegar hafið. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn sem birt var í morgun.

22. jan 07:01

Í­búð­a­verð hækk­að­i mik­ið í lok árs

Í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn sem birt var í gær kemur fram að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,8 prósent milli mánaða í desember sem er talsvert meiri hækkun en hefur sést á síðustu mánuðum.

21. jan 10:01

Tekj­ur og tekj­u­þró­un mjög mis­mun­and­i mill­i at­vinn­u­grein­a

Samkvæmt gögnum Hagstofunnar hækkuðu staðgreiðsluskyld laun allra á vinnumarkaði (launasumman), um 8,4 prósent milli fyrstu tíu mánaða 2020 og 2021. Fjöldi launafólks sem fékk staðgreiðsluskyldar greiðslur fyrstu tíu mánuði 2021 var nær óbreyttur frá sama tíma 2020, þannig að meðallaun hækkuðu talsvert. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um vinnumarkað í morgun.

10. jan 10:01

Jafn­væg­i að mynd­ast á vinn­u­mark­að­i

Í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að um 210.200 manns hafi verið á vinnumarkaði í nóvember 2021, sem jafngildir 78,7 prósenta atvinnuþátttöku. Af þeim voru um 203.100 starfandi og um 7.100 atvinnulausir og í atvinnuleit, eða um 3,4 prósent vinnuaflsins. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um vinnumarkað.

04. jan 10:01

Co­vid ráð­staf­an­ir renn­a út og inn­við­a­fjár­fest­ing dreg­in sam­an

Meðal þess sem veldur því að tekjuhalli ríkisins er talinn minnka mikið á þessu ári frá því síðasta er að dregið er úr fjárframlögum til samgöngu- og fjarskiptamála, auk þess sem dregið er úr sérstöku fjárfestingarátaki sem ætlað var til að mæta efnahagssamdrætti vegna heimsfaraldursins.

03. jan 10:01

Dreg­ur úr spenn­u á leig­u­mark­að­i

Leiguverð hefur þróast í takt við annað verðlag síðustu mánuði, ólíkt því sem gerst hefur með kaupverð íbúða. Spenna á leigumarkaði hefur dregist saman síðustu misseri, meðal annars vegna aukinnar kaupgetu margra.

23. des 10:12

Hið op­in­ber­a leið­ir enn laun­a­hækk­an­ir

Fram kemur í Hagsjá Landsbankans í dag að ríki og sveitarfélög eru enn leiðandi þegar kemur að launahækkunum og laun í opinbera geiranum hafa hækkað mun meira en laun á almennum markaði.

21. des 15:12

Breytt sam­setn­ing verð­bólg­unn­ar

Hagfræðideild Landsbankans segir samsetningu verðbólgunnar hafa breyst mikið milli ára, en í morgun birti Hagstofan verðbólgutölur sem sýna hæstu verðbólgu í níu ár.

17. des 13:12

Ferð­a­þjón­ust­an tap­að­i meir­a en 100 millj­örð­um

Tap af rekstri ferðaþjónustunnar í fyrra nam 104,6 milljörðum króna fyrir skatta samkvæmt Hagstofunni. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í morgun. Árið 2020 var versta rekstrarár í sögu íslenskrar ferðaþjónustu en heimsfaraldurinn lék ferðaþjónustu í heiminum grátt á síðasta ári. Erlendum ferðamönnum fækkaði mikið hér á landi og samgöngutakmarkanir leiddu til þess að mörg ferðaþjónustufyrirtæki lokuðu tímabundið og sum lögðu upp laupana.

15. des 15:12

Auk­inn sparn­að­ur skil­ar sér nú

09. des 10:12

Fjár­fest­ing­ar­á­tak stjórn­vald­a vart svip­ur hjá sjón

Stefna stjórnvalda um að láta auknar opinberar fjárfestingar vega upp á móti minni fjárfestingum atvinnulífsins í kjölfar gjaldþrots WOW air og vegna COVID-19 faraldursins virðist hafa mistekist og vart hægt að tala um fjárfestingarátak í þeim efnum.

07. des 14:12

Í fyrst­a sinn frá upp­haf­i Co­vid gríp­ur Seðl­a­bank­inn ekki inn

29. nóv 14:11

Hlutfall íbúða í eigu þeirra sem eiga fleiri en eina íbúð helst stöðugt

Hlutfall íbúða í eigu einstaklinga og lögaðila sem eiga fleiri en eina íbúð hefur haldist stöðugt síðustu ár samkvæmt Hagsjá Landsbankans.

22. nóv 10:11

Fyrst­u kaup­end­ur aldr­ei ver­ið fleir­i

Í Hagsjá Landsbankans segir að fyrstu kaupendum hafi fjölgað mikið og að meðalaldur þeirra hafi lækkað.

25. okt 13:10

Mik­il hækk­un laun­a­vís­i­töl­u

Launavísitalan hækkaði milli ágúst og september eða um 0,7 prósent samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands.

22. okt 09:10

Í­búð­a­verð held­ur á­fram að hækk­a

Hagfræðideild Landsbankans spáir 14 prósent hækkun íbúðaverðs milli ára í ár en 9 prósent á næsta ári. Þá sé viðbúið að dragi úr eftirspurn þegar vextir taka að hækka á ný.

Auglýsing Loka (X)