Hæstiréttur

Tekist á um afleiðingar lögbrots

Prófsteinn á rétt neytenda
Í næstu viku verður flutt í Hæstarétti mál um lögmæti uppgreiðslugjalds á lánum ÍL-sjóðs. Hæstiréttur hefur þegar staðfest að ÍL-sjóður hafi brotið gegn neytendalánalögum og nú er tekist á um hvort lögbrotið leiði til þess að sjóðnum verði gert að endurgreiða gjaldið. Lögmaður segir málið prófstein á réttindi neytenda.

„Okkar skoðun að dómurinn sé í andstöðu við lög“

Verður að vera raunveruleg ógn

Hæstiréttur tekur upp mál Ívars Guðjónssonar að nýju

Plastgerðarmálið tekið upp í Hæstarétti

Mál háseta sem var hífður upp með trollinu í Hæstarétt

Fullnaðarsigur Öryrkjabandalagsins gegn Tryggingastofnun
Hæstiréttur kvað í dag upp dóm þess efnis að Tryggingastofnun hafi verið óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót vegna búsetu erlendis. Málið hefur farið í gegn um öll dómstig, og niðurstaðan er endanleg – fullnaðarsigur Öryrkjabandalagsins.. Fordæmisgildið er mikið, en hér hafði einn einstaklingur sigur, sem verður að líkindum grunnur fyrir fjölda annara til að sækja rétt sinn á.

Hæstiréttur markar stefnu um brot í nánu sambandi

Hæstiréttur tekur mál Tryggva Rúnars til meðferðar

Öllu tjaldað til í endurnýjuðum Hæstarétti

Manúela Ósk sýknuð í þriðja sinn

Hæstiréttur snéri dómi Landsréttar við og ríkið sýknað

Þingnefnd krefji tilnefnda hæstaréttardómara svara
Fyrrverandi hæstaréttardómari segir „dómaraelítuna“ ráða því hverjir skipi Hæstarétt og velja gamla skólabræður umfram hæfari lögfræðinga

Fimm hæstaréttardómarar svöruðu ekki

Mál Þrastar fyrir Hæstarétt að kröfu saksóknara

Fordæmis að vænta um nýja maka og setu í óskiptu búi

Tímamótadómur í Hæstarétti um erfiða nágranna
Kona sem neitaði að borga lokagreiðslu fyrir fasteign vann sigur í Hæstarétti í gær. Lögmaður hennar segir dóminn fordæmisgefandi um erfiða nágranna og galla á fasteignum.

Kúgunarmál tekið fyrir í Hæstarétti

Hæstiréttur hallast að þyngri refsingum fyrir nauðgun
Ríkissaksóknari telur dóm Hæstaréttar í máli tveggja manna á fertugsaldri sem nauðguðu 16 ára stúlku til marks um að rétturinn sé að hallast að þyngri refsingum í nauðgunarmálum.

Sambýliskona vann áfangasigur í Hæstarétti

Mannréttindanefnd telur ríkið hafa brotið gegn dómþola í mansalsmáli
Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur í annað skipti birt álit um brot ríkisins gegn samningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Fyrst var það kvótakerfið en nú dómþoli í mansalsmáli.

Hæstiréttur gleymdi Ingveldi varaforseta

Geymslur sýknaðar í Hæstarétti í dag

Misnotaði aðstöðu sína sem landamæravörður

Systur segjast eiga rétt á arfi frá meintum afa
Systur vilja fá viðurkennt hjá Hæstarétti að meintur afi þeirra sé í raun afi þeirra og að þær eigi rétt á arfi. Eignir mannsins, um það bil 18 milljónir króna, eru til skipta og telja konurnar að faðir þeirra hafi verið rangfeðraður.

Dómur yfir Júlíusi Vífli mildaður af Hæstarétti

Sigurjón dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi

Sekt MS áhrifalítil og renni út í verðlagið

Fordæmisgefandi dómur um samþykki í máli Þórhalls miðils
Þórhallur miðill hefur verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi og gert að greiða manninum sem hann braut gegn hærri miskabætur en áður í fordæmisgefandi dómi Hæstaréttar um samþykki.

Vildi verjast ásökun um að hafa framið glæp

Klofinn Hæstiréttur dæmdi Jóni Steinari í vil

Gáfu skýrslu á ný eftir sjö ár

Gróf brot Byko á samkeppnislögum staðfest í Hæstarétti

Mál Ólafs fellt niður í Strassborg

Málin mun færri en umfangsmeiri
Fjórir af sjö dómurum við Hæstarétt voru skipaðir á þessu ári. Rétturinn hefur gengið í gegnum miklar breytingar undanfarin ár. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, segir starfið hafa tekið miklum breytingum. Málin sem fá afgreiðslu eru mun færri en stærri.

Róbert Spanó heimsækir Hæstarétt
Forseti Mannréttindadómstóls Evrópu heimsótti Hæstarétt í dag og átti fund með dómurum, skrifstofustjóra og aðstoðarmönnum réttarins.

Merki um að dómstólar eigi að ganga lengra í endurskoðun
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur slegið skjaldborg um dómsvaldið með niðurstöðu sinni í Landsréttarmálinu að mati Vilhjálms Vilhjálmssonar.

Björg og Ása verða dómarar við Hæstarétt
Kynjahlutföll hafa aldrei verið jafnari í Hæstarétti Íslands en þau verða með skipun tveggja kvenna við réttinn. Þrjár konur munu sitja í Hæstarétti en fjórir karlar.

Milliliðalaus sönnunarfærsla ekki fullnægjandi í Landsrétti
Hæstiréttur mun taka fyrir mál Jerzy Wlodzimierz Lubaszka, sem var sakfelldur í Landsrétti fyrir innflutning á 11.550 ml. af amfetamínbasa. Tollverðir fundu fíkniefnin í eldsneytistanki bifreiðar sem Lubaszka ók er hann kom úr Norrænu, en hann var sýknaður í héraði.

Dómur í Glitnismáli endurupptekinn
Fjárhagslegir hagsmunir Markúsar Sigurbjörnssonar, fyrrverandi forseta Hæstaréttar, eru grundvöllur ákvörðunar um endurupptöku sakamáls tengdu Glitni banka. Vegna fjárhagslegs taps dómarans mátti dómfelldi draga óhlutdrægni dómstólsins með réttu í efa.

Sex metin hæfust í Hæstarétt

Hæstiréttur ómerkir sýknudóm Landsréttar í nauðgunarmáli
Hæstiréttur hefur ómerkt sýknudóm Landsréttar yfir konu sem var sökuð um hlutdeild í nauðgun gegn konu með þroskahömlun og vísar málinu aftur til Landsréttar. Tveir dómarar skiluðu inn séráliti en þeir töldu að staðfesta ætti sýknudóminn.

Hæstiréttur hafnar áfrýjunarbeiðni Alvars
Alvar Óskarsson, sem var síðastliðinn júní dæmdur í sex ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot, óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vegna dómsins en Hæstiréttur hefur nú hafnað þeirri beiðni.

Hæstiréttur samþykkir að taka fyrir mál Þórhalls miðils
RÚV greinir frá því að hæstiréttur hafi fallist á málskotabeiðni Þórhalls miðils en hann telur að brotið sem hann var dæmdur fyrir hafi ekki verið refsivert þegar það átti sér stað auk þess sem brotið hafi verið gegn milliliðalausri sönnunarfærslu.

Hæstiréttur Íslands leggi nýja línu í stórum fíkniefnamálum
Tvívegis hefur verið sakfellt fyrir framleiðslu fíkniefna á þessu ári og vísað í fordæmalausan dóm Hæstaréttar frá 2010. Maður sem dæmdur var í sex ára fangelsi í Landsrétti vill fá málið fyrir Hæstarétt.

Benedikt kjörinn forseti Hæstaréttar
Benedikt Bogason hefur verið kjörinn forseti Hæstaréttar Íslands. Ingveldur Einarsdóttir var kjörin varaforseti. Þau taka við embætti þann 1. september næstkomandi.

Kynjahlutföllin gætu jafnast við Hæstarétt
Tveir nýir dómarar verða skipaðir við Hæstarétt í haust þegar Þorgeir Örlygsson og Gréta Baldursdóttir láta af embætti. Mikil endurnýjun hefur orðið í réttinum og nokkur ár gætu liðið áður en næsti dómari lætur af embætti.

Þorgeir og Greta hætta í Hæstarétti
Hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson og Greta Baldursdóttir hafa óskað lausnar frá embætti frá 1. september næstkomandi. Bæði hafa gegnt embættinu í níu ár.

Sigurður Tómas skipaður dómari við Hæstarétt Íslands
Sigurður Tómas Magnússon hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt Íslands frá 18. maí næstkomandi.

Landsréttarmál fer aftur fyrir Hæstarétt
Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál þeirra Eiríks Jónssonar og Jóns Höskuldssonar til meðferðar. Þeir krefjast skaðabóta vegna skipunar dómara við Landsrétt.

Ásýndin styrkir traust til dómstólsins
Hæstiréttur fer nú í gegnum kynslóðaskipti. Þrír dómarar hafa látið af störfum á innan við ári og aðrir komið í staðinn. Fréttablaðið rýndi í sérsvið dómara æðsta dómstóls þjóðarinnar og ræddi við talsmenn lögmanna og dómara um mikilvægi breiddar réttarins.

Hæstiréttur eini dómstóllinn sem veitir yfirlit yfir hlutafé
Hvorki héraðsdómstólar né Landsréttur birta opinberlega upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni dómara . Hæstiréttur hóf slíka birtingu að eigin frumkvæði árið 2017. Ráðherra hefur boðað frumvarp um aukið gagnsæi um hagsmuni dómara. Dómur féll nýlega í Strassborg vegna hlutafjáreignar dómara.

Óttast aðra frávísun og réttaróvissu

Dómurinn í Strassborg gefur tóninn fyrir sex mál sem bíða
Niðurstaðan í máli Elínar Sigfúsdóttur hjá MDE bendir til þess að öll þrjú Landsbankamálin sem bíða dóms fari á sama veg. Áfellisdómur gæti fallið í Glitnismálum vegna taps Markúsar Sigurbjörnssonar. Ekki góð fyrirheit fyrir mál Ólafs Ólafssonar. Gréta Baldursdóttir er dómarinn sem átti hlut í Kaupþingi. Hún dæmdi ekki hans mál.

Fjöldi hrunmála bíða enn úti
Dómur í Máli Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur verður kveðinn upp í Strassborg í dag. Um er að ræða fyrsta málið sem varðar hlutafjáreign dómara. Enn bíða mörg hrunmál niðurstöðu Mannréttindadómstólsins.

Milestone-mál á dagskrá MDE
Kærur Karls Wernerssonar og tveggja endurskoðenda Milestone fá efnismeðferð hjá Mannréttindadómstóli Evrópu. Dómur verður kveðinn upp í máli Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur í Strassborg í næstu viku.

Hörð gagnrýni á MDE á afmæli Hæstaréttar
Danskur prófessor, sem er einn helsti gagnrýnandi Mannréttindadóms Evrópu, kvaðst á 100 afmæli Hæstaréttar efast um að áfellisdómar gegn Norðurlöndunum varði grundvallarréttindi á borð við brot framin í Tyrklandi.

MDE tekur mál Sigurjóns fyrir
Mannréttindadómstóll Evrópu tekur markaðsmisnotkunarmál þriggja stjórnenda Landsbankans til efnismeðferðar. Spurningum beint til íslenska ríkisins um hlutabréfaeign þriggja dómara við Hæstarétt.

Frágangur málsgagna var ámælisverður
Hæstiréttur taldi að frágangur málsgagna í máli Atla Más Gylfasonar gegn Guðmundi Spartakusi hafi verið svo slæmur að oft hafi verið erfitt að skilja þau. Málstefna fyrir héraðsdómi hafi að sama skapi verið svo óskýr að málinu hefði átt að vera vísað sjálfkrafa frá.

Atli Már: „Réttlætið sigraði“
Máli Guðmundar Spartakusar gegn Atla Má Gylfasyni, blaðamanni hefur verið vísað frá Hæstarétti. Atli er ánægður með niðurstöðuna og segir að málið sé örlítil sárabót fyrir fjölskyldu Friðriks. Lögmaður Guðmundar hafði ekki séð dóminn þegar Fréttablaðið náði tali af honum.

Þrír hæfastir í embætti við Hæstarétt
Davíð Þór Björgvinsson, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon, dómarar við Landsrétt, eru talin hæfust umsækjenda um embætti við Hæstarétt. Frestur til að gera athugasemdir við matið rann út á föstudag.

Freyja vann í Hæstarétti
Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í dag í máli Barnaverndarstofu gegn Freyju Haraldsdóttur. Dómstóllinn staðfesti dóm Landsréttar þar sem felldur var úr gildi úrskurður velferðarnefndar um að synja Freyju umsókn Freyju um að vera fósturforeldri.

MDE skoðar hæfi dómara í málum föllnu bankana þriggja
Mál sem varða meint vanhæfi sex dómara við Hæstarétt í þremur hrunmálum eru komin til efnislegrar meðferðar hjá MDE. Málin varða fyrrum eigendur og lykilstarfsmenn úr öllum föllnu bönkunum.

Kynslóðaskipti í kortunum
Helmingur dómara við Hæstarétt er að komast á leyfilegan eftirlaunaaldur. Þeirra á meðal er eina konan í réttinum.
