Guðmundar- og Geirfinnsmál

Guðbjarni settur ríkissaksóknari í máli Erlu Bolladóttur
Guðbjarni Eggertsson mun veita umsögn um endurupptökubeiðni Erlu. Hann gæti ákveðið að mæla með henni eða leggjast gegn henni.

Notar módel byggt á Geirfinnsmáli til að bjarga lífi Melissu
Fátæk fjórtán barna móðir verður tekin af lífi í Texas síðar í þessum mánuði, nema orðið verði við beiðni um að stöðva aftökuna. Gísli Guðjónsson vinnur með verjendateymi hennar og hefur miklar efasemdir um játningu hennar og telur hana saklausa.

Þau höfðu hag af því að draga saklausa menn inn í málið
Einn fjórmenninganna sem sátu yfir 100 daga í gæsluvarðhaldi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum gagnrýnir harðlega aðkomu stjórnmálamanna að bótum til þeirra sem komu þeim í fangelsi með röngum sakargiftum.

Katrín vill sátt við aðstandendur Tryggva og Sævars
Forsætisráðherra leggur fram minnisblað á ríkisstjórnarfundi í dag um hugmyndir sínar um næstu skref í Guðmundar- og Geirfinnsmálum.

Nýr dómur: Sævar Cieselski fengi 385 milljónir í bætur

Katrín samgleðst Erlu og vill hraða framhaldi málsins

„Það er einhver þarna úti sem veit meira en við hin“

Erla vann og fær tækifæri fyrir endurupptökudómi

Katrín svarar bréfi Páls: Dómar í skoðun

Katrín fagnar niðurstöðu Landsréttar og vill ekki áfrýja
Íslenska ríkið mun una niðurstöðu Landsréttar í bótamálum Guðmundar- og Geirfinnsmála. Um hæstu miskabætur í Íslandssögunni er að ræða.

„Ríkið kemur afar illa út að öllu leyti“

Búnir að gleyma öllu um Geirfinnsmál
Erla Bolladóttir, Klúbbmenn og rannsakendur rifjuðu Geirfinnsmálið upp í Héraðsdómi í gær. Ekki mundu allir jafn vel eftir rannsókninni.

Yfirlýsingar Guðjóns ekki Kristjáni að kenna
Settur ríkislögmaður telur drátt á því að Guðjón Skarphéðinsson dró framburð sinn í Geirfinnsmáli til baka mögulega hafa átt þátt í að sakborningar voru sakfelldir í málunum.

Kristján Viðar Júlíusson er látinn

Erla fær að kalla til vitni

Blóðsonur Tryggva Rúnars fær ekki bætur

Erlu synjað um að taka til máls í þinghaldi
Síðasta fyrirtaka fyrir aðalmeðferð fer fram síðar í mánuðinum, þar sem slegið verður föstu hvaða vitni koma fyrir dóm og bera vtini í málinu.

Nöfnum vitna haldið leyndum í máli Guðjóns
Aðalmeðferð í máli Guðjóns Skarphéðinssonar fer fram 17. mars næstkomandi. Nöfn vitna ríkisins hafa ekki verið gefin upp til að forða þeim frá því að verða fyrir aðkasti.

Ríkið hefur greitt út bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála
Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði í gær til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. Um 41 milljón var greidd vegna lögmannskostnaðar. Bætur til aðstandenda Sævars Marinós voru hækkaðar.

Ábending um Geirfinn enn í rannsókn
Lögreglan í Vestmannaeyjum er enn að afla gagna og viðtala við hugsanleg vitni vegna ábendingar um tvo grunsamlega menn með rænulítinn mann á milli sín í Vestmannaeyjum 20. nóvember árið 1974. Sjónarvotturinn telur mennina tengjast Landsvirkjun.

Frumvarp um bætur vegna Guðmundar og Geirfinnsmála samþykkt
Frumvarp um heimild til að greiða bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála var samþykkt á Alþingi í dag. Alls greiddu 41 með frumvarpinu og níu á móti.

Klúbbsmenn koma fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
Einar Bollason, Magnús Leopoldsson og Valdimar Olsen, sem sátu í 105 daga í gæsluvarðhaldi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið, mæta á morgun á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Einnig mætir Andra Árnasyni, settur ríkislögmanni. Það var Miðflokkurinn sem bað um að þeir yrðu kallaðir á fund nefndarinnar, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lagði í haust fram fyrirspurn til forsætisráðherra varðandi málefni þeirra.

Kröfu Erlu Bolladóttur hafnað af ríkinu
Ríkislögmaður hefur hafnað kröfu Erlu Bolladóttur um bætur vegna Guðmundar-og Geirfinnsmála.

Búið að dæma um bætur til Klúbbmanna
Katrín Jakobsdóttir hefur ekki hitt fjórmenninga sem sátu um tíma í gæsluvarðhaldi vegna Geirfinnsmálsins. Hún hefur svarað fyrirspurn formanns Miðflokksins um málið. Þeir hafa þegar fengið bætur og afsökunarbeiðni.

Ólík sjónarmið um viðræðuslit í Guðmundar- og Geirfinnsmálum
Guðjón Skarphéðinsson og íslenska ríkið eru ósammála um hver sleit sáttaviðræðum eftir sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Ríkið fer fram á að verða sýknað af kröfum Guðjóns.

Erla Bolladóttir hyggst stefna ríkinu: heldur enn í vonina
Erla Bolladóttir ætlar að stefna íslenska ríkinu vegna þess að endurupptökubeiðni hennar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var hafnað. Hún heldur enn í vonina um að einhver innan stjórnvalda vilji hafa áhrif til réttlætis.

Falið að skoða ábendingar um Guðmund og Geirfinn
Dómsmálaráðherra hefur sett Hölllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra til að taka afstöðu til ábendinga um mannshvörfin. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari tilkynnti ráðherra um vanhæfi sitt í desember. Ábendingar hafa komið fram um bæði mannshvorfin á undanförnum árum.

Dómsmálaráðuneyti með mál Erlu Bolladóttur til skoðunar
Forsætisráðherra hefur óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að mál Erlu Bolladóttur verði tekið til sérstakrar skoðunar. Erla var sú eina af dómfelldum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem fékk mál sitt ekki endurupptekið.

Ósátt með störf sáttanefndar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum
Fjölskylda Tryggva Rúnars Leifssonar, sem sýknaður var vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála síðasta haust, er óánægð með störf nefndar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom á fót, í kjölfar sögulegs dóms Hæstaréttar frá því í fyrra.

Sex hundruð milljónir til skiptanna
Viðræður um bótafjárhæðir fara nú fram milli stjórnvalda og hinna nýsýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Því fé sem stjórnvöld hyggjast verja til sáttanna verður deilt milli fólksins meðal annars eftir lengd frelsissviptingar.

Schutz fékk fálkaorðu vegna Geirfinnsmálsins
Bréf sem varðveitt eru á Þjóðskjalasafni sýna aðdraganda þess að þýski rannsóknarlögreglumaðurinn Karl Schütz var sæmdur fálkaorðu fyrir fjórum áratugum ásamt fimm öðrum Þjóðverjum fyrir að leysa Geirfinnsmálið. Fyrirheit um orður voru gefin áður en rannsókninni lauk.

Íhuga rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný.

Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálum
Hæstiréttur hefur sýknað fimm sakborninga af öllum ákæruliðum í Guðmundar-og Geirfinnsmálinu. Allur áfrýjunarkostnaður greiðist úr ríkissjóði.

Þolendur íslenska réttarkerfisins
Tveir eru látnir af þeim sex sem voru sakfelld í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Afkomendur þeirra og þau hin sem enn lifa, sjá vonandi brátt til sólar á ný eftir áratugabaráttu fyrir því að mannorð þeirra verði hreinsað.

Krefst sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum
Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, krefst sýknu yfir þeim sem dæmdir voru í Hæstarétti árið 1980.