Fríverslun

21. jún 12:06

Stjórn­völd stand­i vörð um frí­versl­un og sam­ræm­i toll­flokk­un

Aðalfundur Íslensk-evrópska verslunarráðsins (ÍEV), sem Félag atvinnurekenda rekur, var haldinn í dag. Fundurinn samþykkti m.a. ályktun þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að standa gegn kröfum hagsmunaaðila í landbúnaði um að vinda ofan af fríverslun með búvörur í þeim viðræðum sem fram undan eru við Evrópusambandið. Þá skorar ráðið á stjórnvöld að fara í vinnu við að samræma tollskrá og tollflokkun á Íslandi og í ESB, en nýlega hafa komið upp mál þar sem mismunandi tollflokkun skapar hindranir í viðskiptum.

Auglýsing Loka (X)