Fótbolti

10. apr 13:04

Frumraun Þorsteins verður á Ítalíu í dag

Ísland leikur fyrsta leik sinn síðan liðið tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu kvenna í lok nóvember þegar liðið etur kappi við Ítalíu í dag. Íslenska liðið verður án tveggja lykilleikmanna í þessum leik.

31. mar 10:03

Mikil hjátrú í Napólí

Guðný Árnadóttir er farin að ná betri tökum á ítalska boltanum þar sem hún leikur með Napoli. Hún segir fótboltaáhuga borgarbúa hreint ótrúlegan.

30. mar 11:03

Aroni Einari fannst saga Guðjóns „skítkast“

Landsliðsfyrirliðinn var ekki par hrifinn af ummælum Guðjóns Þórðarsonar um meint ósætti milli Gylfa Þórs og Eiðs Smára og segir söguna uppspuna.

29. mar 14:03

Gylfi segir Guðjón ljúga um ósætti milli sín og Eiðs Smára

Gylfi Þór Sigurðsson segir ekkert hæft í sögusögnum um að ósætti milli hans og Eiðs Smára Guðjohnsen sé ástæða fjarveru Gylfa í landsliðsverkefninu sem stendur yfir.

29. mar 13:03

Systir Viðars deilir samskiptum KSÍ og Valerenga

Hólmfríður Erna, systir Viðars , deildi rétt í þessu tölvupóstsamskiptum milli KSÍ og Valerenga sem KSÍ telur gefa til kynna að Viðar geti ekki komið í landsliðsverkefnið.

29. mar 11:03

Viðar segir Arnar ekki segja satt: Landsliðsferlinum gæti verið lokið

Viðar Örn Kjartansson segir ekki satt að Valerenga hafi hafnað beiðni KSÍ um að Viðar kæmi til móts við landsliðið. Fyrir vikið velti hann fyrir sér hvort að þetta sé komið gott af því að leika fyrir Íslands hönd

29. mar 10:03

Systir Viðars segir „kjaftæði“ að Viðar hafi ekki mátt taka þátt í verkefninu

Systir Viðars Arnars Kjartanssonar gefur lítið fyrir útskýringu Arnars Þórs Viðarssonar að félagslið Viðars, Valerenga, hafi bannað honum að taka þátt í landsliðsverkefninu.

29. mar 10:03

Arnar gagnrýndi Guðjón: Ber enga virðingu fyrir svona ummælum

Landsliðsþjálfari Íslands var ósáttur með kenningu sem Guðjón Þórðarson henti fram í hlaðvarpsþættinum Mike Show þar sem Guðjón sagði að ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen hefði komið í veg fyrir að Gylfi gæfi kost á sér í verkefnið.

28. mar 17:03

Dýrmæt stig í súginn eftir tap í Jerevan

Óvænt 0-2 tap gegn Armeníu í Jerevan í dag setur verulegt strik í reikning Strákanna okkar á vegferðinni til Katar 2022. Ísland er án stiga eftir tvo leiki og á enn eftir að skora mark.

25. mar 18:03

Byrjunarlið Íslands: Alfons byrjar í Þýskalandi

Ísland teflir fram varnarsinnuðu liði í fyrsta leik A-landsliðsins undir stjórn nýs þjálfarateymis en Alfons Sampsted leikur fyrsta keppnisleik sinn fyrir A-landsliðið.

25. mar 12:03

Leikurinn fer fram þrátt fyrir smit: Tveir Þjóðverjar í einangrun

Þrátt fyrir að smit hafi komið upp í herbúðum þýska landsliðsins fer leikur Þýskalands og Íslands fram í undankeppni HM 2022 í kvöld.

25. mar 10:03

Smit í herbúðum Þýskalands: Leikur kvöldsins í hættu

Þýski fjölmiðillinn Bild greinir frá því að einn leikmaður þýska landsliðsins hafi greinst með kórónaveiruna í dag á sama degi og Þjóðverjar eiga að mæta Íslandi í undankeppni HM 2022.

25. mar 10:03

Óstöðvandi í undankeppnum undir stjórn Löw

Ísland hefur leik í undankeppni HM gegn Þjóðverjum í dag en Þjóðverjar hafa undanfarin ár valsað í gegnum undankeppnir fyrir EM og HM.

25. mar 10:03

Munu líklega herja á veikleikana í okkar leikkerfi

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu býst við að Þjóðverjar muni pressa stíft á íslenska liðið og vera aðgangsharðir í leik liðanna í kvöld.

25. mar 10:03

Ráðast á hæsta fjallið í byrjun

Ísland hefur keppni í undankeppni HM 2022 gegn Þjóðverjum í fyrsta leik Strákanna okkar undir nýju þjálfarateymi í dag. Gylfi Þór Sigurðsson missir af sínum fyrsta leik í undankeppni fyrir stórmót í átta ár.

20. mar 13:03

Hugmyndin er góð en mörg ljón í veginum

Á dögunum samþykktu stærstu knattspyrnufélög Belgíu að fara í viðræður um stofnun sameiginlegrar deildarkeppni með sterkustu félagsliðum Hollands. Hugmyndin hefur verið rædd í þessum löndum síðustu tvo áratugina.

16. mar 09:03

UEFA tilkynnti hóp Íslands fyrir U21

UEFA birti á vefsíðu sinni í dag leikmannahóp Íslands fyrir lokakeppni EM U21 sem fer fram síðar í þessum mánuði en KSÍ var búið að áætla að opinbera leikmannahópinn á fimmtudaginn.

15. mar 16:03

Drengirnir mæta stórstjörnum í franska liðinu

Franska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag hvaða leikmenn væru í U21 ára liðinu fyrir EM þar sem Frakkar eru í riðli með Íslandi.

13. mar 09:03

Sýnir að kvennaboltinn er í sókn

09. mar 10:03

Nýr þjálfari í brúnni þegar Þýskaland kemur í haust

Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í knattspyrnu, mun stíga frá borði eftir Evrópumótið í sumar og mun því ekki stýra liðinu á Laugardalsvelli í haust.

04. mar 12:03

Evrópudómstóllinn hafnaði áfrýjun Barcelona

Evrópudómstóllinn úrskurðaði í dag að Barcelona, Real Madrid, Osasuna og Athletic Bilbao þyrftu að endurgreiða spænska ríkinu eftir að hafa nýtt sér undanþágu til að greiða lægri skatta.

03. mar 10:03

Herjólfsvefurinn hrundi vegna álags

01. mar 12:03

Fyrrverandi forseti Barcelona handtekinn

26. feb 09:02

Alisson mun missa af jarðarför föður síns

Enskir fjölmiðlar fullyrða í dag að Alisson muni ekki ferðast til Brasilíu til að vera viðstaddur jarðarför föður síns sem lést í gær.

25. feb 18:02

Henry stígur frá borði sem þjálfari í MLS

Thierry Henry tilkynnti í kvöld að hann hefði komist að samkomulagi við Montreal Impact um að rifta samningi franska knattspyrnuþjálfarans.

24. feb 13:02

Vill hitta netníðingana í eigin persónu

Fyrrum fyrirliði Arsenal, Granit Xhaka, sem hefur orðið fyrir barðinu á netníði á internetinu, segist vera áhugasamur um að hitta tilkomandi einstaklinga og ræða við þá um málið.

23. feb 13:02

Myndband: Fagnaði eins og ormur eftir eitt af mörkum ársins

Miðvörðurinn Jan Van den Bergh skoraði stórbrotið mark í belgísku úrvalsdeildinni um helgina og fagnaðarlætin voru ekki af verri endanum.

23. feb 11:02

Leyfa 200 áhorfendur á íþróttaviðburðum

Félög geta fengið að taka á móti allt að 200 áhorfendum á íþróttaviðburðum gegn því að sæti séu númeruð og þess sé gætt að einn meter sé á milli einstaklinga sem koma

22. feb 10:02

Liver­pool meðal fimm tekju­hæstu fé­laga heims í fyrsta sinn í ní­tján ár

Þrátt fyrir að tekjustreymi Liverpool hafi minnkað um átta prósent á síðasta ári var Liverpool eitt af fimm tekjuhæstu félögum heims á síðasta ári. Það er í fyrsta sinn í nítján ár sem Liverpool er meðal fimm efstu.

18. feb 10:02

Kvennadeildin á Ítalíu verður að atvinnumannadeild

Ítalska knattspyrnusambandið tilkynnti í gær áform um að kvennadeildin þar í landi yrði að atvinnumannadeild.

17. feb 12:02

Óttast að landsleikjahléið í mars hleypi nýrri bylgju af stað

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, telur að líkur séu á því að ný bylgja kórónaveirusmita gæti komið upp í ensku úrvalsdeildinni í næsta landsleikjahléi.

15. feb 11:02

TikTok og UEFA í samstarf

Samskiptamiðillinn TikTok komst að samkomulagi við UEFA um að forritið verði einn af helstu styrktaraðilum EM næsta sumar. Það er í fyrsta sinn sem slíkt samskiptaforrit styrkir alþjóðlegt mót af þessari stærðargráðu.

12. feb 15:02

Aron búinn að taka samningstilboði frá Lech Poznan

Aron Jóhannsson er að gangast undir læknisskoðun hjá pólska félaginu Lech Poznan og er búinn að samþykkja sex mánaða samning í Póllandi með möguleika á framlengingu.

12. feb 12:02

KSÍ og FC Sækó í vitundarátaks samstarf

KSÍ og FS Sækó eru komin í samstarf undir heitinu „Geðveikur fótbolti með FC Sækó“ sem stendur yfir í rúmt ár.

11. feb 12:02

Áætlar að heimsfaraldurinn kosti deildina milljarð dala

Framkvæmdarstjóri MLS-deildarinnar telur að fjárhagsleg áhrif kórónaveirufaraldursins eigi eftir að kosta deildina um einn milljarð dala á þessu ári.

02. feb 08:02

Viaplay fær sýningarrétt á landsleikjum Íslands á næsta ári

27. jan 10:01

Ragnar segir Erik Hamren standa upp úr

Landsliðsmiðvörðurinn segir Erik Hamrén, fyrrum þjálfara karlalandsliðsins, þann besta sem hann hefur unnið með á ferlinum þegar hann svaraði spurningum aðdaenda á Instagram í gær.

25. jan 11:01

Viðræður Elísabetar og KSÍ sigldu í strand: Drullusvekkt með þetta

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, staðfestir í samtali við Fotbolti.net í dag að hún komi ekki til með að taka við íslenska kvennalandsliðinu.

22. jan 12:01

Zidane með kórónaveiruna

Real Madrid staðfesti í dag að knattspyrnustjórinn Zinedine Zidane hefði greinst með kórónaveiruna og er Frakkinn goðsagnarkenndi því kominn í einangrun.

22. jan 10:01

María komin til Manchester United

Manchester United staðfesti í dag kaupin á norska landsliðsmiðverðinum Maríu Þórisdóttir sem er af íslenskum ættum og er því fyrsti fulltrúi Íslands hjá félaginu.

20. jan 10:01

Aðdaéndur kusu Söru Björk í lið ársins í Evrópu

Sara Björk Gunnarsdóttir var kosin í lið ársins 2020 í kosningu stuðningsmanna sem heimasíða UEFA stóð fyrir eftir að hafa skorað í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðasta ári.

11. jún 06:06

Tyrkir fóru mikinn á samfélagsmiðlum

Uppþvottabursti í viðtali og langur tími í öryggisleit hafa verið áberandi í aðdraganda leiks Íslands og Tyrklands í undankeppni EM karla í fótbolta. Borgarfulltrúi var meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á reiðum Tyrkjum.

27. maí 06:05

Aston Villa fær annað tækifæri

Verðmætasti leikur ársins fer fram í dag þegar Aston Villa og Derby mætast í leik upp á sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

20. maí 07:05

Línur eru farnar að skýrast á toppi og botni deildarinnar

Fimmta um­­­ferð Pepsi Max-deildarinnar hófst í gær með þremur leikjum og um­­­ferðin klárast með þremur leikjum í kvöld. Ó­­vænt úr­­slit hafa litið dagsins ljós í fyrstu fimm um­­­ferðum deildarinnar. Breiða­blik og ÍA áttust við í toppslag í gær og ÍBV og Víkingur mættust í Eyjum.

20. maí 07:05

Manchester City tókst að landa þrennunni um helgina

Manchester City varð um helgina fyrsta karlaliðið til að verða handhafi þeirra þriggja stóru titla sem keppt er um á enskri grundu ár hvert. Liðið hafði tryggt sér sigur í enska deildabikarnum, enska meistaratitilinn og liðið lyfti enska bikarnum á laugardaginn. 

Auglýsing Loka (X)