Ferðamálastofa

Landinn aldrei ferðast meira í janúar

Útlandaferðir Íslendinga aldrei verið fleiri í janúar

Skarphéðinn Berg lætur af störfum um áramótin

Ferðamálastjóri sakaður um ofbeldi og einelti

Stuðningsaðgerðir skiptu sköpum
Stuðningsaðgerðir ríkisstjórnarinnar við fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa gagnast greininni í heild mjög vel. Án þeirra hefði eigið fé þeirra getað lækkað um 95 milljarða. Einnig kom margvíslegur lausafjárstuðningur sér vel en á móti stendur að greiða þarf mikið til baka á næstu misserum. Forsenda viðspyrnu ferðaþjónustunnar er að rekstrarskilyrði verði eðlileg á ný sem fyrst.

Ferðaþjónustan tapaði meira en 100 milljörðum
Tap af rekstri ferðaþjónustunnar í fyrra nam 104,6 milljörðum króna fyrir skatta samkvæmt Hagstofunni. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í morgun. Árið 2020 var versta rekstrarár í sögu íslenskrar ferðaþjónustu en heimsfaraldurinn lék ferðaþjónustu í heiminum grátt á síðasta ári. Erlendum ferðamönnum fækkaði mikið hér á landi og samgöngutakmarkanir leiddu til þess að mörg ferðaþjónustufyrirtæki lokuðu tímabundið og sum lögðu upp laupana.