Dómstólar

Ríkissáttasemjari fari ekki að lögum

Lögregla sökuð um vanrækslu í máli myrts ferðabloggara

Rúmlega milljarður í dómsektum afskrifaður á átta árum

Leggst gegn áætlun ráðherra um sameiningu héraðsdómstóla

Verður að vera raunveruleg ógn

Taka gagnvirkan dómsal í sýndarveruleika í gagnið

Biðin geti haft gríðarlega neikvæð andleg áhrif

Opið þinghald geti verið leið til að skila skömminni

Gagnrýnir að frelsissvipting sé talin „samstarf við sóttvarnalækni“
Fjölskyldufaðir sem sætir ákvörðun um sóttkví í 34 daga lýsir málaferlum sínum við sóttvarnalækni.

Reynslumesti dómari landsins trúir ekki á refsingar
Héraðsdómarinn Guðjón Marteinsson sem kvað upp sinn þúsundasta dóm í gær, reykti með krimmunum í upphafi ferilsins og hefur þurft að fylgja hræddum saksóknurum út bakdyramegin.

Lögmaður Jóhanns horfir til Hæstaréttar Bandaríkjanna

Dómar mildaðir vegna álags í Landsrétti

Enn óráðið um dómstörf Arnars Þórs vegna framboðs

Dómari gefur kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna

Dómarar sýni háttvísi og hófsemi í opinberri umræðu

Sagði sig úr Dómarafélaginu vegna siðareglna
Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, sagði sig úr Dómarafélagi Íslands eftir að hann upplifði að ræða ætti tjáningu hans á lokuðum fundi félagsins. Hann er eini dómari landsins sem ekki er í félaginu.

Kvörtunum Samherja vísað frá

16 ára fangelsi fyrir morð í Úlfarsárdal

Gróf brot Byko á samkeppnislögum staðfest í Hæstarétti

Gestur og Ragnar töpuðu í Strassborg

Málin mun færri en umfangsmeiri
Fjórir af sjö dómurum við Hæstarétt voru skipaðir á þessu ári. Rétturinn hefur gengið í gegnum miklar breytingar undanfarin ár. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, segir starfið hafa tekið miklum breytingum. Málin sem fá afgreiðslu eru mun færri en stærri.

Jón sækir um dómarastöðu við Landsrétt

Dómaralaus dómstóll tekur til starfa á morgun
Dómarar hafa enn ekki verið skipaðir við nýjan endurupptökudóm sem taka á til starfa á morgun lögum samkvæmt. Þá fellur skipun endurupptökunefndar niður. Alþingi brást ekki við beiðni dómsmálaráðuneytisins um kosningu manns í dómnefnd um hæfi dómaraefna, fyrr en sex vikum eftir að hún barst. Nefndin varð fullmönnuð síðastliðinn fimmtudag, tveimur virkum dögum áður en dómstóllinn á að taka til starfa.

Björg og Ása verða dómarar við Hæstarétt
Kynjahlutföll hafa aldrei verið jafnari í Hæstarétti Íslands en þau verða með skipun tveggja kvenna við réttinn. Þrjár konur munu sitja í Hæstarétti en fjórir karlar.

Dómur í Glitnismáli endurupptekinn
Fjárhagslegir hagsmunir Markúsar Sigurbjörnssonar, fyrrverandi forseta Hæstaréttar, eru grundvöllur ákvörðunar um endurupptöku sakamáls tengdu Glitni banka. Vegna fjárhagslegs taps dómarans mátti dómfelldi draga óhlutdrægni dómstólsins með réttu í efa.

Sex metin hæfust í Hæstarétt

Ástráður situr eftir í sjötta sinn
Ragnheiður Bragadóttir, landsréttardómari og Jón Höskuldsson verða dómarar við Landsrétt. Ástráður Haraldsson var metinn jafnhæfur þeim í áliti dómnefndar. Þrír af fjórum landsréttardómurum sem verið hafa í leyfi frá því dómur MDE var kveðinn upp hafa fengið nýja skipun við réttinn

Kynjahlutföllin gætu jafnast við Hæstarétt
Tveir nýir dómarar verða skipaðir við Hæstarétt í haust þegar Þorgeir Örlygsson og Gréta Baldursdóttir láta af embætti. Mikil endurnýjun hefur orðið í réttinum og nokkur ár gætu liðið áður en næsti dómari lætur af embætti.

Þorgeir og Greta hætta í Hæstarétti
Hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson og Greta Baldursdóttir hafa óskað lausnar frá embætti frá 1. september næstkomandi. Bæði hafa gegnt embættinu í níu ár.

Sigurður Tómas skipaður dómari við Hæstarétt Íslands
Sigurður Tómas Magnússon hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt Íslands frá 18. maí næstkomandi.

Ásýndin styrkir traust til dómstólsins
Hæstiréttur fer nú í gegnum kynslóðaskipti. Þrír dómarar hafa látið af störfum á innan við ári og aðrir komið í staðinn. Fréttablaðið rýndi í sérsvið dómara æðsta dómstóls þjóðarinnar og ræddi við talsmenn lögmanna og dómara um mikilvægi breiddar réttarins.

Hæstiréttur eini dómstóllinn sem veitir yfirlit yfir hlutafé
Hvorki héraðsdómstólar né Landsréttur birta opinberlega upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni dómara . Hæstiréttur hóf slíka birtingu að eigin frumkvæði árið 2017. Ráðherra hefur boðað frumvarp um aukið gagnsæi um hagsmuni dómara. Dómur féll nýlega í Strassborg vegna hlutafjáreignar dómara.

Breytir engu þó að „belja prumpi í Evrópu“
Jón Steinar Gunnlaugsson er ósammála orðum sem höfð eru eftir formanni Dómarafélags Íslands á Vísi, um að allir dómar Landsréttar séu í uppnámi falli dómur MDE ríkinu í óhag. Þó að úrskurðir MDE hafi haft margvísleg góð áhrif hér á landi hafi þeir ekki bindandi réttaráhrif hér á landi. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélagsins, segir að orð hans hafi verið rangtúlkuð á Vísi.

Væri tilraun til að gera ráðningarnar löglegar eftir á
Ástráður Haraldsson áskilur sér rétt til þess að láta reyna á gildi umsókna tveggja Landsréttardómara um aðra stöðu dómara við réttinn. Hann telur augljóst að ekki sé hægt að sækja um embætti sem maður sitji þegar í.

Þrír hæfastir í embætti við Hæstarétt
Davíð Þór Björgvinsson, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon, dómarar við Landsrétt, eru talin hæfust umsækjenda um embætti við Hæstarétt. Frestur til að gera athugasemdir við matið rann út á föstudag.

Móðir dæmd fyrir ofbeldi gagnvart dóttur
Kona var í Héraðsdómi Vestfjarða dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, fyrir að beita dóttur sína ofbeldi. Barnaverndarnefnd fór fram á rannsókn lögreglu í kjölfar þess að einstaklingur tilkynnti að hann hefði áhyggjur af velferð barnsins.

Sjálfstæðismenn þvælist fyrir góðu starfi dómstóla
Helga Vala Helgadóttir spurði dómsmálaráðherra um aðgerðir vegna Landsréttar. Hvort það væri ekki ábyrgð ráðherra að tryggja eðlilega starfsemi dómstóla. Ráðherra sagði þingmanninn fara með þvælu.

Sérfræðingur stórfyrirtækja hafnar líkindum við Söknuð
Prófessor sem starfar fyrir lögmenn Warner Music og Universal Music í dómsmálinu sem Jóhann Helgason rekur gegn tónlistarfyrirtækjunum í Los Angeles segir í 110 síðna greinargerð að engin marktæk líkindi séu með laginu Söknuði og laginu You Raise Me Up.

Jón Steinar sakar rektor HR um lygar
í grein sem Jón Steinar Gunnlaugsson birti í Morgunblaðinu og á vef sínum í dag sakar hann Ara Kristinn Jónsson, rektor HR, um að ljúga fyrir dómi og leiðir að því líkur að bæði forsvarsmenn HR og fjölmiðlar séu að reyna að koma í veg fyrir að Kristinn Sigurjónsson fái nýja vinnu.

Þriðjungur dómara á Íslandi er konur
Af 65 dómurum eru 24 konur. Kynjahallinn mestur í Hæstarétti. Réttarkerfið í jafnvægi eftir holskeflu mála sem tengdust efnahagshruninu. Rannsóknarúrskurðum vegna sakamála fjölgar. Ársskýrsla dómstólasýslunnar var birt í gær.

Kleifafjölskyldan lagði Blönduós í Hæstarétti
Áslaug Thorlacius og fjölskylda hafa lengi barist við Blönduósbæ um jörðina Kleifar. Bærinn vildi taka jörðina eignarnámi þrátt fyrir samning um erfðafestu. Bæjaryfirvöld íhuga nú næstu skref í málinu til að ná jörðinni til sín.

Brýnt að bregðast við vanda Landsréttar
Brýnt er að binda enda á óvissuna um Landsrétt að mati Dómstólasýslunnar. Bagalegt er dráttur verður á meðferð mála. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn í vikunni. Rúmar þrjár vikur liðnar frá dómi Mannréttindadómstóls Evrópu.

Dómarar þurfi sjálfir að biðja um launað leyfi frá störfum
Dómarar sem ekki taka þátt í störfum við Landsrétt verða ekki settir í leyfi nema að eigin ósk. Ekki hægt að setja dómara tímabundið við réttinn nema vegna leyfa. Varaforseti dómsins telur hægt að skipa dómarana 15 aftur með lögum.