covid-19

Meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur fyrir mitt ár

Þurfum að takast á við líðan framhaldsskólanema strax

Ræða að gefa aðra ferðagjöf

Sprenging við skimunarstöð

Færri forðast faðmlög og kossa og kvíði minnkar

Fleiri hinna elstu þurfa að skila sér í bólusetningu

Fjögur smit innanlands og þrjú við landamærin

Conte stígur til hliðar

Skjólstæðingar heimahjúkrunar bólusettir

Hvetja til grímunotkunar í fjölskylduboðum yfir jólin

Bandaríkjamenn feta í fótspor Breta: „Mikilvægt skref“
Nefnd Sóttvarnamiðstöðvar Bandaríkjanna mun funda um mögulega neyðarheimild fyrir Pfizer/BioNTech bóluefnisins síðar í dag. Breska lyfjaeftirlitið veitti yfirvöldum í Bretlandi slíka heimild í síðustu viku.

Rússar byrjaðir að bólusetja landsmenn
Bólusetningar gegn COVID-19 hófust í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í morgun.

Hjónin á bak við Pfizer-bóluefnið
Þýska fyrirtækið BioNTech, sem hefur framleitt bóluefni sem virkar í 90 prósentum tilfella, var stofnað af hjónunum Ugur Sahin og Özlem Türec. Sahin hélt því fram á ráðstefnu fyrir tveimur árum að hann gæti framleitt bóluefni á methraða, ef þörf væri á.

Makar og aðstandendur bíði úti í bíl
Hvorki makar né aðrir aðstandendur þungaðra kvenna mega fylgja þeim í ómskoðun á fósturgreiningu 21B frá og með morgundeginum.

Tveir létust vegna COVID-19 í nótt
Alls hafa fimmtán látist vegna Covid-19 hér á landi í kórónuveirufaraldrinum, fimm í þessari bylgju faraldursins.

Eiga fullt í fangi með að vinna úr ábendingum um sóttvarnarbrot
Mikil vinna fer í það hjá lögreglunni að vinna úr ábendingum um möguleg brot á sóttvarnarreglum. Ábendingum fjölgaði til muna eftir að hertar aðgerðir tóku gildi.

Fjölgar um einn á gjörgæsludeild
Sex sjúklingar sem eru í eftirliti hjá COVID-göngudeild Landspítalans eru taldir líklegir til að verða lagðir inn á spítalann.

Tveir starfsmenn Reykjalundar með COVID-19
Að sögn Péturs Magnússonar, forstjóra Reykjalundar, ætti almenn starfsemi ekki að raskast vegna tilfellanna. Tíu starfsmenn eru nú í einangrun eða sóttkví.

Biðst innilega afsökunar og lokar Sporthúsinu
Mikið hefur verið deilt um opnun líkamsræktarstöðva að undanförnu og skiptast stjórnendur þeirra í tvær fylkingar. Eigandi Sporthússins í Kópavogi hefur ákveðið að ganga til liðs við þann hóp sem hallast frekar að tilmælum sóttvarnarlæknis, jafnvel þó það feli í sér frekara tekjutap.

„Guð minn góður. Þetta er ekki gott“
Það kom Anthony Fauci, helsta sérfræðingi Bandaríkjanna í smitsjúkdómum, alls ekki á óvart þegar í ljós kom að Donald Trump hafði fengið kórónuveiruna.

Tveggja metra reglan aftur í gildi á landsbyggðinni
Gildir tveggja metra reglan nú einungis á höfuðborgarsvæðinu eftir að sóttvarnaraðgerðir voru hertar þar í síðustu viku.

Smit á heilsugæslunni í Garðabæ
Smit greindist meðal starfsmanna heilsugæslunnar í Garðabæ og mun heilsugæslustöðin því draga verulega úr starfsemi sinni á næstunni.

Fór „náttúrulegu“ leiðina í stað þess að taka lyf
Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna segist hafa ákveðið að fara „náttúrulegu“ leiðina með því að taka inn vítamín og borða hollan mat í stað þess að taka lyf eftir að hún greindist með COVID-19. Hún opnar sig um reynsluna af veikindum.

Mikilvægt að fá þá með í lið sem ekki taka þátt í aðgerðum
Miklar umræður hafa verið uppi um harðar aðgerðir til að hefta útbreiðslu COVID-19 en sóttvarnalæknir segir að ef mikið yrði slakað á sóttvarnaraðgerðum í samfélaginu gæti útbreiðsla veirunnar orðið gífurleg.

Trump bryti sóttvarnalög
Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segir margt benda til þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi fengið meðal væg eða alvarleg einkenni COVID-19.

Leitt að fyrirtæki reyni að komast hjá takmörkunum
94 smit greindust innanlands í gær og eru íbúar á höfuðborgarsvæðinu áfram beðnir um að halda sig sem mest innandyra. Sagði sóttvarnalæknir að áfram væri hægt að búast við því að sjá svipaðan fjölda nýrra tilfella næstu dagana.

Trump einkennalaus: Líkir faraldrinum við inflúensuna
Donald Trump er á batavegi eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Læknir hans segir að hann hafi verið einkennalaus þegar hann vaknaði í morgun. Trump heldur áfram að gera lítið úr faraldrinum.

Trump á heimleið: „Ekki hræðast Covid“
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er á heimleið eftir að hafa dvalið á sjúkrahúsi vegna COVID-19. Í færslu sinni í kvöld sagði hann fólki að hræðast ekki sjúkdóminn. „Mér líður betur en mér leið fyrir 20 árum!,“ sagði hann.

Fella niður skólasund til 16. október
Sundkennsla í almenningssundlaugum fellur niður í Reykjavík til 16. október næstkomandi. Nemendur eru þar oft í miklu návígi við aðra einstaklinga, bæði börn úr öðrum skólum og fullorðna.

37 ný innanlandssmit og þrír á gjörgæslu
Af þeim sem greindust hér á landi í gær voru ellefu í sóttkví við greiningu. Fjöldi fólks í sóttkví fjölgar um tæplega 150 á milli daga. Frá 15. september hafa tæplega 600 manns greinst með kórónaveirusmit.

Mörg þúsund manns á COVID-mótmælum í London
Flöskum var kastað í átt að lögreglumönnum sem leystu upp mótmæli á Trafalgar-torgi í Lundúnum aðra helgina í röð. Mótmælendur telja aðgerðir yfirvalda til að hefta útbreiðslu COVID-19 ganga of langt.

Starfsmaður í Lundarskóla með COVID-19
Starfsmaður við Lundarskóla á Akureyri greindist með COVID-19. Skólahald fyrir nemendur í 1. til 6. bekk Lundarskóla á Akureyri fellur niður meðan að smitrakning fer fram.

Hertar aðgerðir til skoðunar
Frá 18. september síðastliðnum hafa greinst 352 kórónuveirusmit hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann verði fljótur að skila tillögum um harðari aðgerðir ef á þarf að halda.

38 smit greindust í gær
COVID-19 faraldurinn er á svipuðu róli og undanfarna daga. Í gær greindust 38 smit en rétt rúmur helmingur var í sóttkví við greiningu.

Krár og skemmtistaðir opni eftir helgi
Líklegt er að krár og skemmtistaðir fái að opna dyr sínar á ný á mánudaginn eftir tæplega tveggja vikna lokun.

Óásættanlegt að stjórnvöld hundsi eftirköst Covid-19
Hópur fólks sem glímir við langvarandi eftirköst Covid-19 veirunnar kveðst hljóta nánast enga aðstoð frá heilbrigðiskerfinu vegna einkenna sinna.

38 greindust með Covid-19 síðastliðinn sólarhring
Alls eru 281 manns í einangrun hér á landi vegna Covid-19 en 38 einstaklingar greindust með veiruna síðastliðinn sólarhring.

Allir nemendur Valhúsaskóla sendir heim vegna smits
Smit hefur greinst hjá nemenda Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Samkvæmt tilkynningu frá bænum hefur skólahald verið fellt niður í dag og nemendur sendir heim í varúðarskyni vegna málsins.

Fólk bóki ekki sýnatökur nema rökstuddur grunur sé um smit
Landlæknir hvetur fólk til að bóka ekki sýnatöku ef ekki er rökstuddur grunur er um smit eða ef fólk er ekki með einkenni en gríðarleg aðsókn hefur verið í sýnatökur síðustu daga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.