Carbfix

„Tíminn vinnur ekki með okkur í loftslagsmálum“

Gjöful viðskipti fyrir hluthafa Origo
Dómnefnd Markaðarins valdi sölu Origo á Tempo sem viðskipti ársins 2022. Þeir sem sátu í dómnefndinni nefndu hve klókt það hefði verið að halda eftir hlut í fyrirtækinu á sínum tíma. Það hefði skilað sér í mikilli verðmætaaukningu fyrir hluthafa.

Erling Tómasson til Carbfix

Landsvirkjun fangar og fargar
Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Þetta verkefni hefur hlotið heitið Koldís. Búist er við að framkvæmdir geti hafist á næsta ári og að Koldís verði komin í fullan rekstur árið 2025.

Tíföldun föngunar og förgunar CO2
Nýtt lofthreinsiver Climeworks á Hellisheiði, í samstarfi við Carbfix og Orku náttúrunnar, mun tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koldíoxíði (CO2) úr andrúmslofti á svæðinu. Fyrir er Orca, lofthreinsiver Climeworks, sem tók til starfa síðastliðið haust og var hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum.

Nýtt starfsfólk hjá Carbfix
Carbfix hefur ráðið þrjá starfsmenn með það að markmiði að halda áfram að byggja upp loftslagsvænan iðnað sem byggir á grænni nýsköpun og íslensku hugviti.

Tvöfaldur sigur hjá Carbfix

Hefur þróast með verkefninu
Edda Sif Aradóttir Pind, framkvæmdastýra Carbfix, segist finna fyrir örlitlum loftslagskvíða en hefur helgað sig því að gera það sem hún getur til að koma í veg fyrir frekari loftslagshamfarir. Umhverfismálin eru stór partur af uppeldinu en hún á þrjú börn með eiginmanni sínum Erlendi Davíðssyni.

Sódastöðin mikilvæg í loftslagsmálum

Risastöð mun dæla niður 3 milljónum tonna af CO2

Carbfix tekur þátt í bandarísku loftslagsverkefni
Bandaríska orkumálaráðuneytið hefur ákveðið að veita 2,2 milljónum dollara í nýsköpunarverkefni með það að markmiði að þróa áfram aðferðir til kolefnisförgunar með því að steinrenna koldíoxíð (CO2) í bergi í Tamarack í Minnesota-fylki í Bandaríkjunum. Carbfix verður þar aðili að verkefnahópi sem samanstendur af fremstu sérfræðingum heims í rannsóknum tengdum niðurdælingu og steinrenningu CO2. Verkefnið er leitt af Rio Tinto.

Ólafur Teitur til Carbfix
Ólafur Teitur Guðnason hefur undanfarin fimm ár verið aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Samið um umhverfisvæna og ódýra förgun á koltvísýringi frá Evrópu
Koltvísýringur verður fluttur til landsins frá Danmörku með sérhönnuðum skipum sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti til förgunar í móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal. Hvert skip mun flytja um 12–24 þúsund tonn af koltvísýringi í vökvaformi.