Bíó og sjónvarp

08. maí 08:05

Ör­laga­saga í köldu til­finninga­ljósi

Snæ­fríður Ingvars­dóttir leik­kona kafar í sínu stærsta kvik­mynda­hlut­verki til þessa djúpt ofan í sálar­fylgsni ör­væntingar­fullrar ungrar konu sem á­kveður að fremja morð í myndinni Alma eftir Kristínu Jóhannes­dóttur

06. maí 10:05

Hálfur álfur gerir aðra tilraun

Jón Bjarki Magnús­son leik­stjóri er bjart­sýnn á að honum takist nú loks að sýna heimildar­mynd sína, Hálfur álfur, í bíó en veirufar­aldurinn og hertar sótt­varna­að­gerðir hafa í­trekað komið í veg fyrir al­mennar sýningar í kvik­mynda­húsi.

06. maí 10:05

Þrúgandi þunga­rokks­þögn

Sound of Metal er lágstemmd mynd sem færir þemun um sjálfsmyndarkreppu og persónulegan vöxt í einstakan búning. Riz Ahmed sýnir snilldartakta sem hinn þjakaði Ruben.

04. maí 07:05

Öndunar­gríma Svart­höfða er lík­lega öflugur veiru­dreifari

Marteinn Ibsen, Svart­höfðinn í Ís­lands­deild Star Wars-nörda­hersins, telur öruggast að fagna al­þjóð­lega Stjörnu­stríðs­deginum í örygginu heima enda eru búningur og gríma hans og hins dáða ill­mennis ekki alveg jafn öruggar sótt­varnir og ætla má í fljótu bragði.

02. maí 11:05

Leik­konan Olympia Du­kakis er látin

01. maí 10:05

Hrylli­leg á­nægja Barða

Tón­listar­maðurinn Barði sem jafnan er kenndur við Bang Gang var að gefa út tón­list sína við hryllings­myndina Agony. Hann segist vökva á­nægjuna með því að semja fyrir slíkar myndir og á­kveðinn yndis­auki fylgdi þessu verk­efni þar sem Asia Argento, dóttur upp­á­halds leik­stjórans hans, fer með aðal­hlut­verkið.

29. apr 07:04

Senuþjófur í jötunmóð

Allt sem fyrir augu ber í No­bo­dy hefur verið gert milljón sinnum áður og ekkert nýtt að frétta annað en að þetta hefur ekki verið gert jafn skemmti­lega og með slíkum glæsi­brag lengi og þar munar mest um Bob Oden­kirk, fínan húmor og gott auga og næman skilning leik­stjórans á töffi og stíliseraðri stemningu.

27. apr 10:04

Gyllta gleði­lestin brunar frá Union Station

Hollywood gerði upp erfitt ár á 93. Óskars­verð­launa­há­tíðinni á Union Station-lestar­stöðinni. Einna mest kom á ó­vart hversu vel há­tíðin heppnaðist enda enginn Zoom-fundur og fræga fólkið fyllti gylltu gleði­lestina sem nú brunar inn í vonandi bjartari fram­tíð. Tjú, tjú!

24. apr 10:04

Mávarnir við Skjálfanda öskra yfir döpru árs­upp­gjöri Óskarsins

Til­nefningarnar til Óskars­verð­launanna eru til vitnis um heldur dapur­legt kvik­mynda­ár og ýmis­legt hefði varla komist á blað í venju­legu ári og engu veirufári. Allt virðist þetta svo fyrir­sjáan­legt að sér­fræðingar Frétta­blaðsins eru í fyrsta skipti sam­mála um hjá hverjum allar eftir­sóttustu stytturnar munu enda.

22. apr 15:04

Vill segja sögur sem skipta máli

21. apr 08:04

Draumurinn um bíó­söng­leik rætist

Kristófer Dignus, Jón Gunnar Geir­dal og Birgir Örn Steinars­son, sjálfur Biggi í Maus, eru á fullu að þróa Drauminn, al­ís­lenskan kvik­mynda­söng­leik í anda Moulin Rou­ge og Mama Mia! þar sem sí­gildir dægur­laga­textar munu keyra á­fram há­dramatíska sam­tíma­sögu ungrar söng­konu.

16. apr 13:04

Stór­skota­lið í nýrri hasar­mynd í leik­stjórn Hannesar Þórs

15. apr 09:04

Kvenlegur harmleikur

Öflugar leik­konur fara á kostum í sér­lega bita­stæðum hlut­verkum í þátta­röðinni Systra­bönd sem kallar á hám­horf þar sem for­vitni um af­drif per­sóna vegur þyngra en undir­liggjandi spennan í kringum glæpinn sem keyrir at­burða­rásina á­fram.

03. apr 13:04

Tuðandi hjónin Ólafur Darri og Víkingur

Þegar far­aldurinn hægði á heims­frægð Ólafs Darra gripu þeir Víkingur Kristjáns­son tæki­færið og léku ýktar út­gáfur af sjálfum sér í sjón­varps­þáttunum Veg­ferð og nutu þess um leið að tuða hvor í öðrum eins og gömul hjón.

31. mar 07:03

Páska­guð­spjallið streymir

Þótt máttur veirunnar sé mikill getur hún tæpast komið í veg fyrir sjón­varps­gláp og súkku­laði­át um páskana. Streyminu fylgir síðan sú blessun að þar má finna ara­grúa mynda sem tengjast Jesú Kristi á einn eða annan hátt og með fullri virðingu fyrir þeim frjálsa vilja sem okkur var gefinn eru hér nokkrar páska­legar á­bendingar.

25. mar 10:03

Birtíngur í bak­garðinum

Þorpið í bak­garðinum er ó­sköp fal­leg og mann­leg mynd um tvær týndar sálir sem mætast ó­vænt í Hvera­gerði þar sem þær komast að mikil­vægi þess að rækta garðinn sinn.

24. mar 11:03

Fyrstu myndirnar úr Net­flix-þáttunum Kötlu birtar

23. mar 10:03

Vel­komin til Mordor

Eld­fjöll eru al­ræmd af ýmsum á­stæðum. Meðal annars fyrir ó­mót­stæði­lega og ógn­vekjandi fegurð. Að­sóknin á eld­gosið í Geldinga­dal segir allt sem segja þarf og sjón­ræna yfir­burði og að­dráttar­afl eld­gosa. Yfir­völdum og al­manna­vörnum þykir nóg um at­ganginn og biður al­menning um að halda sig í öruggri fjar­lægð frá elds­um­brotnum. Þá er nú al­deilis upp­lagt fyrir þá sem vilja hlýða Víði að halda sig bara heima við og horfa á til dæmis þessar sjö mjög svo mis­góðu eld­gosa­bíó­myndir innan veggja heimilisins sem eru að mestu hættir að nötra.

20. mar 08:03

Úr blóð­brúð­kaupi í Þorpið í garðinum

Breski leikarinn Tim Plester heillaðist af Ís­landi við fyrstu kynni fyrir nokkrum árum. Þar sem Game of Thrones skilaði honum ekki til landsins tók hann fagnandi boði Marteins Þórs­sonar um hlut­verk í Þorpinu í bak­garðinum.

15. mar 12:03

Óskar­stil­nefningar 2021: Íslensk teiknimynd tilnefnd

11. mar 09:03

SjónWandamál

Wanda­Vision er skemmti­leg til­raun Mar­vel til að brjóta upp for­múluna. Hefðu mátt ganga lengra en á heildina litið fín skemmtun.

05. mar 07:03

Latibær flytur til Borgarness

04. mar 09:03

Þoku­kennd ver­öld Billi­e Eilish

Billi­e Eilish:The World's a Litt­le Blurry er til­finningum hlaðin og á­huga­verð inn­sýn í líf Billi­e Eilish í tali, tónum og tón­leikum þar sem skugga­hliðum sam­fé­lags­miðla­frægðarinnar er haldið sæmi­lega til haga.

04. mar 07:03

Hefnd stærðfræðilúðanna

Riddarar rétt­lætisins er tragískur en drep­fyndinn of­beldis­farsi sem keyrir fyrst og fremst á dá­sam­legu sam­spili frá­bærra leikara sem sitja nota­lega í klikkuðum per­sónum sínum með Mads Mikkel­sen fremstan meðal jafningja. Gott bíó verður ekki mikið betra.

03. mar 08:03

Kasólétt Viktoría í hvunndagshetjuleit

Viktoría Hermannsdóttir biður almenning um að benda sér á hvunndagshetjur fyrir nýjan sjónvarpsþátt. Tíminn er naumur því að hún vill hitta sem flesta áður en hún á að eiga eftir þrjá mánuði.

25. feb 09:02

Kapítal­isminn bítur boo­merana

Blek­svört kómedía og ban­eitruð á­deila á síð­kapítal­ismann sem sýnir skil­getin af­kvæmi hans sem svo ó­geðs­legar skepnur að stundum tekur virkilega á að horfa ó­grátandi upp á sjálf­sagt sið­leysið.

23. feb 20:02

Depar­di­eu á­kærður fyrir nauðgun

23. feb 07:02

Villi Netó og af­hjúpun hins falska Frikka Dórs

Fullviss um að Friðrik Dór sé allur og því ekki sá sem hann virðist vera hikar Vilhelm Netó ekki við að gera sig að fífli og leggja sig í hættu til þess að sanna kenningu sína í nýjum sjónvarpsþáttum.

21. feb 15:02

Endur­lék kyn­lífs­at­riðin úr Brid­ger­ton

18. feb 13:02

Bíða spenntir eftir verð­launa­streymi frá Ber­lín

Bergur Þóris­son og Pétur Jóns­son í hljóm­sveitinni Hugar ætla í spari­fötin síð­degis og fylgjast spenntir með veitingu nor­rænu Hörpu-kvik­mynda­tón­listar­verð­launanna í Ber­lín þar sem þeir eru til­nefndir fyrir tón­listina í heimildar­myndinni Va­sulka á­hrifin eftir Hrafn­hildi Gunnars­dóttur.

18. feb 09:02

Veg­vísar Virginíu virtir að vettugi

Wrong Turn er frum­leg en flöt til­raun til að glæða líf í úr­kynjaða hryllings­seríu.

18. feb 07:02

Tom Hanks í virka at­huga­semda­vestrinu

Til­komu­mikil, gríðar­lega vel leikin og fal­lega tekin breið­tjalds­mynd sem líður fyrir að hún er á Net­flix en ekki í bíó. Hún ætti þó ekki að láta neinn ó­snortinn enda hlaðin til­finningum, trú á mennskuna og á­leitin á undar­lega hóg­væran hátt, þannig að beitt sam­tíma­á­deilan rennur ljúft í sér­kenni­legum vestra­bræðingi.

15. feb 19:02

Brid­ger­ton-stjarna í faðm­lögum

12. feb 12:02

Game of Thrones stjörnur leika eitt vinsælasta tvíeyki tölvuleikjasögunnar

12. feb 07:02

Óða­mála augað er upp­á­hald­s­per­sónan

11. feb 14:02

Tökur á for­sögu Game of Thrones hefjast í apríl

09. feb 15:02

Fékk hundrað þúsund krónur fyrir að leika Simba

04. feb 09:02

Hægur bruni í djúpinu

Drunga­leg stemningin í The Litt­le Things er komin til­finnan­lega til ára sinna og þrátt fyrir fínar og myrkar pælingar, á köflum á­þreifan­lega ógn og á­gætis spennu tekst traustum Denzel Was­hington og ó­geðs­lega góðum Jar­ed Leto ekki að koma í veg fyrir að manni finnst eins og með myndinni sé verið að svíkja mann um eitt­hvað sem hefði getað orðið miklu meira og betra.

01. feb 13:02

Dwig­ht Schrute talar ís­lensku

30. jan 11:01

Ei­líft líf í gömlum tuskum

Kermit froskur, fröken Svínka, Fossi björn, sænski kokkurinn og allir hinir Prúðu­leikararnir úr The Muppet Show eru ó­um­deildur há­punktur í ís­lenskri sjón­varps­sögu og hafa verið sjald­séðir í seinni tíð. Þetta breytist í febrúar þegar Dis­n­ey+ byrjar að streyma öllum 120 þáttunum, mörgum væntan­lega til ó­mældrar á­nægju.

27. jan 15:01

Kristen Stewart alveg eins og Díana

14. jan 10:01

Frítt í bíó: Vilja auka sýni­­leika kvenna í kvik­mynda­gerð

16. des 16:12

Brot skýtur Ó­færð ref fyrir rass í Bret­landi

16. des 09:12

Tom Cru­ise trylltist vegna CO­VID-19 brota á setti

Auglýsing Loka (X)