Bankasýslan

Þurfum samfélagssáttmála um „læk“-ið

Segist ekki standa í pólitískum skylmingum

Aumar risnur fyrir þau sem sáu um útboð Íslandsbanka

Bankasýslan svarar gagnrýni á Íslandsbankaútboð
Bankasýsla ríkisins hefur birt svar við nokkrum spurningum og gagnrýni sem komið hefur upp í kjölfar útboðsins á hlutum í Íslandsbanka sem fram fór 22. mars síðastliðinn.

Bankasýslan hafnar gagnrýni á Íslandsbankaútboð
Rétt í þessu var Bankasýsla ríkisins að senda frá sér stutta tilkynningu þar sem gagnrýni um lagalega annmarka á útboði hlutabréfa Íslandsbanka er vísað á bug.

Erlendir fjárfestingarsjóðir meðal kaupenda í Íslandsbanka
Sjóðir í stýringu Capital World Investors og RWC Asset Management hafa skuldbundið sig til að kaupa samanlagt yfir 5 prósenta hlut í útboði bankans. Hlutaféð verður selt á gengi sem jafngildir á bilinu 0,77 til 0,85 af bókfærðu eigin fé bankans í lok fyrsta fjórðungs.

Almenningur getur keypt fyrir 50 þúsund í Íslandsbanka
Í hlutafjárútboði bankans er að áformað að í svonefndri tilboðsbók A, sem er ætluð almennum fjárfestum, verði tekið við tilboðum frá 50 þúsund krónum upp í allt að 75 milljónir. Lægri lágmarksfjárhæð en hefur jafnan þekkst við útboð. Stefnt að skráningu í Kauphöllina þriðjudaginn 22. júní.

Söluráðgjafar við útboð meta virði Íslandsbanka á allt að 242 milljarða
Samkvæmt greiningarskýrslum ráðgjafa gæti hagnaður Íslandsbanka numið 16,5 til um 19 milljarðar á árinu 2023. Fjárfestar vænta þess að allt að 35 prósenta hlutur ríkisins í bankanum verði seldur á á gengi á bilinu 0,8 til 0,9 miðað við eigið fé. Skráningarlýsing birt eftir helgi og öflun áskrifta mun þá hefjast.

BBA Fjeldco og White & Case lögfræðiráðgjafar við sölu Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins hefur gengið frá ráðningu á innlendum og erlendum lögfræðiráðgjafa vegna hlutafjárútboðs og skráningu bankans. Aðeins á nú eftir að ráða aðstoðar söluráðgjafa. Fundir með fjárfestum hófust í vikunni.

Funda með fjárfestum vegna útboðs Íslandsbanka

Sex vilja veita lögfræðiráðgjöf við sölu Íslandsbanka

Erlendir ráðgjafar áhugasamir um að annast sölu Íslandsbanka
Meirihluti þeirra sem hafa lýst yfir áhuga sínum við Bankasýsluna um að vera til ráðgjafar við söluna á Íslandsbanka eru erlend fjármálafyrirtæki. Af 24 umsóknum eru 14 fyrirtæki staðsett utan landsteina Íslands.

Allur hlutur ríkisins í Íslandsbanka verði seldur á 2 til 3 árum
Í kynningu sem fulltrúar fjármálaráðuneytisins og Seðlabankans héldu fyrir fjárfesta vegna erlendrar skuldabréfaútgáfu kom fram að ríkið áformaði að losa að fullu um hlut sinn í Íslandsbankana tveimur til þremur árum eftir skráningu hans á markað.

Ekki selja Íslandsbanka einungis til smárra hluthafa
Sérfræðingar benda á að mikill hallarekstur sé fram undan hjá ríkissjóði og hluti af fjármögnun hans þurfi að fara fram með eignasölu.

Bankasýslan leggur til sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á fyrri hluta næsta árs
Umfang útboðs vegna sölu á Íslandsbanka verði ekki ákveðið fyrr en að loknum fjárfestakynningum.