Ávöxtun

05. ágú 13:08

Nei­kvæð á­vöxt­un hjá líf­eyr­is­sjóð­un­um

Eignir íslenskra lífeyrissjóða minnkuðu um 5,4 prósent á fyrri helmingi ársins eftir myndarlegan eignavöxt árin á undan. Verðlækkun á innlendum og erlendum verðbréfamörkuðum er helsta skýring þessa. Raunávöxtun eigna lífeyrissjóðanna hefur þó verið talsvert umfram tryggingafræðilegt viðmið þeirra undanfarinn áratug og þegar rofar til á mörkuðum lifnar að sama skapi á ný yfir ávöxtun sjóðanna, að mati hagfræðinga Íslandsbanka.

Auglýsing Loka (X)