Ársuppgjör

Samherji hagnast um tæpa 18 milljarða
Hagnaður af starfsemi Samherja hf. eftir skatta (án áhrifa og söluhagnaðar hlutdeildarfélaga) nam 5,5 milljörðum króna en árið á undan var hagnaðurinn 4,5 milljarðar króna.

Hagnaður Nova 1,5 milljarðar á síðasta ári
Ársreikningur Nova samstæðunnar 2021 hefur verið birtur. Hagnaður ársins nam 1,5 milljarði. Félagið fyrirhugar skráningu í kauphöll á þessu ári.

ORF Líftækni skipt upp í tvö félög
Á aðalfundi ORF Líftækni hf. í Kópavogi þann 8. apríl var samþykkt að skipta starfsemi félagsins í tvennt og hafa hvorn hluta í sérstöku félagi. Einnig kom fram á fundinum að rekstri félagsins hefur verið snúið úr vörn í sókn.

A-deild LSR rauf þúsund milljarða múrinn
Hreinar fjárfestingartekjur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins námu um 181 milljarði á árinu 2021, sem eru mestu fjárfestingartekjur á einu ári í sögu sjóðsins. Hrein raunávöxtun LSR var 10 prósent á árinu og er þetta þriðja árið í röð sem raunávöxtun sjóðsins er 10 prósent eða meiri. Síðastliðin 5 ár hefur raunávöxtun sjóðsins verið að meðaltali 8,3 prósent. Í árslok nam hrein eign sjóðsins rétt um 1.347 milljörðum.

RARIK hagnast um 2,1 milljarð
Á aðalfundi RARIK sem haldinn var í dag kom m.a. fram að rekstur RARIK samstæðunnar gekk ágætlega á árinu 2021. Fráfarandi stjórn RARIK var endurkjörin með þeirri einu breytingu að í stað Kristjáns Möller kemur Thomas Möller í stjórnina.

Hagnaður Öskju 755 milljónir
Hagnaður Bílaumboðsins Öskju nam 755 milljónum eftir skatta á árinu 2021. Velta félagsins nam 19.6 milljörðum og EBITDA hlutfall félagsins var 6,3 prósent, eða rétt um 1.233 milljónir. Tekjuvöxtur Öskju milli ára var 21 prósent. Eiginfjárhlutfall Öskju er í lok ársins 40 prósent og eigið fé félagins nam tæpum 2,2 milljörðum.

Íslandspóstur hagnaðist um 256 milljónir
Íslandspóstur hagnaðist um 256 milljónir á síðasta ári samanborið við hagnað upp á 104 milljónir árið 2020. Eigið fé félagsins er tæplega 3,6 milljarðar.

Ljósleiðarinn hagnast
Ljósleiðarinn, sem hefur lagt ljósleiðara til fleiri en 110 þúsund íslenskra heimila og fyrirtækja, var rekinn með 273 milljóna hagnaði árið 2021. „Græn fjármögnun fyrirtækisins, sem hófst á árinu 2021, skapar því nýjan og traustan grundvöll til vaxtar í gerbreyttu umhverfi,“ segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans.

Minna rekstrartap Isavia
Rekstrarafkoma Isavia batnar verulega milli ára þótt verulegt tap hafi verið á rekstrinum annað árið í röð. Uppbygging Keflavíkurflugvallar gengur vel og útlit fyrir að 2022 verði metár í framkvæmdum á flugvellinum. Aðalfundur Isavia verður haldinn 24. mars.

Aukinn hagnaður hjá Verði
Tryggingafélagið Vörður hagnaðist um 2,5 milljarða á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um næstum fjórðung milli ára. Stór hluti hagnaðaraukans stafar af útvistun stoðstarfsemi til Arion banka, sem er eigandi Varðar en einnig batnaði afkoma í trygginga- og fjárfestingarstarfsemi.

Tekjur OR aukast og útgjöld dragast saman
Orkuveita Reykjavíkur hagnaðist um 12 milljarða á árinu 2021 og kolefnisspor samstæðunnar minnkaði frá fyrra ári. Innan hennar eru, auk móðurfélagsins, Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Ásreikningur Orkuveitu Reykjavíkur var samþykktur á stjórnarfundi í dag. Stjórn leggur til við aðalfund að arður til eigenda Orkuveitunnar verði fjórir milljarðar. Eigendur Orkuveitu Reykjavíkur eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð.

Hagnaður Landsvirkjunar tvöfaldast
Hagnaður Landsvirkjunar á síðasta ári, fyrir óinnleysta fjármagnsliði, nam 227,1 milljón Bandaríkjadölum (29,5 milljörðum), en var 138,7 milljónir dala árið áður og hækkar því um 63,7 prósent.

Hagnaður Eikar fasteignafélags sjöfaldaðist á síðasta ári
Fasteignafélagið Eik hagnaðist um rösklega 4,9 milljarða á síðasta ári samanborið við hagnað upp á tæplega 700 milljónir 2020. Þetta er sjöföldun hagnaðar. Þessi aukning stafar að öllu leyti og meira til af breytingu á mati fjárfestingareigna.

Eimskip nífaldar hagnað milli ára
Eimskip hagnaðist um 40,3 milljónir evra árið 2021 samanborið við hagnað upp á 4,5 milljónir 2020. Methagnaður var hjá samstæðunni á árinu 2021.

Landsnet hagnaðist um 4,6 milljarða 2021
Landsnet hagnaðist um 35,6 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári, eða sem nemur ríflega 4,6 milljörðum króna, samanborið við hagnað upp á 27,3 milljónir Bandaríkjadala (tæplega 3,6 milljarða króna) árið 2020.

Sýn hagnast um 2,1 milljarð
Sýn hf, sneri 400 milljóna tapi árið 2020 í 2,1 milljarðs hagnað á síðasta ári. Að teknu tilliti til varúðarfærslna nemur hagnaður ársins 2022 tveimur milljörðum. Helsta breytingin milli ára stafar af hagnaði af sölu óvirkra innviða upp á 2,5 milljarða. Án þeirrar sölu hefði orðið tap á rekstri félagsins á síðasta ári.

Hagnaður Símans 5,2 milljarðar á síðasta ári
Síminn hagnaðist um 1,7 milljarða á fjórða ársfjórðungi 2021 og um 5, 2 milljarða á árinu öllu. Breytingin milli ára á ársfjórðungnum var nær engin en ársafkoman batnaði um 2,3 milljarða og skýrist sá munur að mestu af því að aflögð starfsemi (Míla og Sensa) skilaði hagnaði upp á 3,5 milljarða á árinu. Að öðru leyti var reksturinn stöðugur og lítil breyting frá árinu áður. Eiginfjárhlutfall Símans var 44,6 prósent í lok árs 2021 og eigið fé 31,1 milljarðar.

Hagnaður Regins fjórfaldast milli ára
Fasteignafélagið Reginn fjórfaldaði hagnað sinn í fyrra, hagnaðist um tæplega 6,2 milljarða en árið 2020 var hagnaðurinn um 1, 2 milljarðar.

Hagnaður Íslandsbanka margfaldast milli ára
Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða árið 2021. Þetta er þremur og hálfs sinnum meiri hagnaður en 2020, þegar bankinn hagnaðist um 6,8 milljarða. Aðeins á fjórða ársfjórðungi síðasta árs hagnaðist bankinn um 7,1 milljarð, eða meira en á öllu árinu 2020. Arðsemi eigin fjár var 12,3 prósent á árinu samanborið við 3,7 prósent 2020.

Festi nær þrefaldar hagnað milli ára
Festi, móðurfélag N1, Krónunnar, Elko og fleiri félaga birti uppgjör 4. ársfjórðungs 2021 og ársreikningi fyrir árið í gær. Hagnaður ársins var ríflega 6,5 milljarðar sem er nær þreföldun á hagnaði milli ára, en árið 2020 hagnaðist félagið um tæplega 2,4 milljarða.

Hagnaður Arion banka meira en tvöfaldast milli ára
Hagnaður Arion banka nam ríflega 6,5 milljörðum á fjórða ársfjórðungi 2021 og 28,6 milljörðum á árinu. Arðsemi eiginfjár var 13,4 prósent á fjórðungnum og 14,7 prósent á árinu. Þetta er meira en tvöföldun hagnaðar frá árinu 2020, þegar bankinn hagnaðist um tæplega 12,5 milljarða.