Ársuppgjör

22. júl 12:07

Sam­herj­i hagn­ast um tæpa 18 millj­arð­a

Hagnaður af starfsemi Samherja hf. eftir skatta (án áhrifa og söluhagnaðar hlutdeildarfélaga) nam 5,5 milljörðum króna en árið á undan var hagnaðurinn 4,5 milljarðar króna.

06. maí 10:05

Hagn­að­ur Nova 1,5 millj­arð­ar á síð­ast­a ári

Ársreikningur Nova samstæðunnar 2021 hefur verið birtur. Hagnaður ársins nam 1,5 milljarði. Félagið fyrirhugar skráningu í kauphöll á þessu ári.

11. apr 10:04

ORF Líf­tækn­i skipt upp í tvö fé­lög

Á aðalfundi ORF Líftækni hf. í Kópavogi þann 8. apríl var samþykkt að skipta starfsemi félagsins í tvennt og hafa hvorn hluta í sérstöku félagi. Einnig kom fram á fundinum að rekstri félagsins hefur verið snúið úr vörn í sókn.

07. apr 12:04

A-deild LSR rauf þús­und millj­arð­a múr­inn

Hreinar fjárfestingartekjur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins námu um 181 milljarði á árinu 2021, sem eru mestu fjárfestingartekjur á einu ári í sögu sjóðsins. Hrein raunávöxtun LSR var 10 prósent á árinu og er þetta þriðja árið í röð sem raunávöxtun sjóðsins er 10 prósent eða meiri. Síðastliðin 5 ár hefur raunávöxtun sjóðsins verið að meðaltali 8,3 prósent. Í árslok nam hrein eign sjóðsins rétt um 1.347 milljörðum.

25. mar 17:03

RA­RIK hagn­ast um 2,1 millj­arð

Á aðalfundi RARIK sem haldinn var í dag kom m.a. fram að rekstur RARIK samstæðunnar gekk ágætlega á árinu 2021. Fráfarandi stjórn RARIK var endurkjörin með þeirri einu breytingu að í stað Kristjáns Möller kemur Thomas Möller í stjórnina.

25. mar 11:03

Hagn­að­ur Öskju 755 millj­ón­ir

Hagnaður Bílaumboðsins Öskju nam 755 milljónum eftir skatta á árinu 2021. Velta félagsins nam 19.6 milljörðum og EBITDA hlutfall félagsins var 6,3 prósent, eða rétt um 1.233 milljónir. Tekjuvöxtur Öskju milli ára var 21 prósent. Eiginfjárhlutfall Öskju er í lok ársins 40 prósent og eigið fé félagins nam tæpum 2,2 milljörðum.

18. mar 13:03

Ís­lands­póst­ur hagn­að­ist um 256 millj­ón­ir

Íslandspóstur hagnaðist um 256 milljónir á síðasta ári samanborið við hagnað upp á 104 milljónir árið 2020. Eigið fé félagsins er tæplega 3,6 milljarðar.

16. mar 11:03

Ljós­leið­ar­inn hagn­ast

Ljósleiðarinn, sem hefur lagt ljósleiðara til fleiri en 110 þúsund íslenskra heimila og fyrirtækja, var rekinn með 273 milljóna hagnaði árið 2021. „Græn fjármögnun fyrirtækisins, sem hófst á árinu 2021, skapar því nýjan og traustan grundvöll til vaxtar í gerbreyttu umhverfi,“ segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans.

15. mar 12:03

Minn­a rekstr­ar­tap Isav­i­a

Rekstrarafkoma Isavia batnar verulega milli ára þótt verulegt tap hafi verið á rekstrinum annað árið í röð. Uppbygging Keflavíkurflugvallar gengur vel og útlit fyrir að 2022 verði metár í framkvæmdum á flugvellinum. Aðalfundur Isavia verður haldinn 24. mars.

10. mar 14:03

Auk­inn hagn­að­ur hjá Verð­i

Tryggingafélagið Vörður hagnaðist um 2,5 milljarða á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um næstum fjórðung milli ára. Stór hluti hagnaðaraukans stafar af útvistun stoðstarfsemi til Arion banka, sem er eigandi Varðar en einnig batnaði afkoma í trygginga- og fjárfestingarstarfsemi.

08. mar 15:03

Tekj­ur OR auk­ast og út­gjöld drag­ast sam­an

Orkuveita Reykjavíkur hagnaðist um 12 milljarða á árinu 2021 og kolefnisspor samstæðunnar minnkaði frá fyrra ári. Innan hennar eru, auk móðurfélagsins, Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Ásreikningur Orkuveitu Reykjavíkur var samþykktur á stjórnarfundi í dag. Stjórn leggur til við aðalfund að arður til eigenda Orkuveitunnar verði fjórir milljarðar. Eigendur Orkuveitu Reykjavíkur eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð.

18. feb 14:02

Hagn­að­ur Lands­virkj­un­ar tvö­fald­ast

Hagnaður Landsvirkjunar á síðasta ári, fyrir óinnleysta fjármagnsliði, nam 227,1 milljón Bandaríkjadölum (29,5 milljörðum), en var 138,7 milljónir dala árið áður og hækkar því um 63,7 prósent.

17. feb 17:02

Hagn­að­ur Eik­ar fast­eign­a­fé­lags sjö­fald­að­ist á síð­ast­a ári

Fasteignafélagið Eik hagnaðist um rösklega 4,9 milljarða á síðasta ári samanborið við hagnað upp á tæplega 700 milljónir 2020. Þetta er sjöföldun hagnaðar. Þessi aukning stafar að öllu leyti og meira til af breytingu á mati fjárfestingareigna.

17. feb 17:02

Eim­skip ní­fald­ar hagn­að mill­i ára

Eimskip hagnaðist um 40,3 milljónir evra árið 2021 samanborið við hagnað upp á 4,5 milljónir 2020. Methagnaður var hjá samstæðunni á árinu 2021.

17. feb 16:02

Lands­net hagn­að­ist um 4,6 millj­arð­a 2021

Landsnet hagnaðist um 35,6 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári, eða sem nemur ríflega 4,6 milljörðum króna, samanborið við hagnað upp á 27,3 milljónir Bandaríkjadala (tæplega 3,6 milljarða króna) árið 2020.

16. feb 17:02

Sýn hagn­ast um 2,1 millj­arð

Sýn hf, sneri 400 milljóna tapi árið 2020 í 2,1 milljarðs hagnað á síðasta ári. Að teknu tilliti til varúðarfærslna nemur hagnaður ársins 2022 tveimur milljörðum. Helsta breytingin milli ára stafar af hagnaði af sölu óvirkra innviða upp á 2,5 milljarða. Án þeirrar sölu hefði orðið tap á rekstri félagsins á síðasta ári.

15. feb 18:02

Hagn­að­ur Sím­ans 5,2 millj­arð­ar á síð­ast­a ári

Síminn hagnaðist um 1,7 milljarða á fjórða ársfjórðungi 2021 og um 5, 2 milljarða á árinu öllu. Breytingin milli ára á ársfjórðungnum var nær engin en ársafkoman batnaði um 2,3 milljarða og skýrist sá munur að mestu af því að aflögð starfsemi (Míla og Sensa) skilaði hagnaði upp á 3,5 milljarða á árinu. Að öðru leyti var reksturinn stöðugur og lítil breyting frá árinu áður. Eiginfjárhlutfall Símans var 44,6 prósent í lok árs 2021 og eigið fé 31,1 milljarðar.

11. feb 10:02

Hagn­að­ur Reg­ins fjór­fald­ast mill­i ára

Fasteignafélagið Reginn fjórfaldaði hagnað sinn í fyrra, hagnaðist um tæplega 6,2 milljarða en árið 2020 var hagnaðurinn um 1, 2 milljarðar.

10. feb 17:02

Hagn­að­ur Ís­lands­bank­a marg­fald­ast mill­i ára

Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða árið 2021. Þetta er þremur og hálfs sinnum meiri hagnaður en 2020, þegar bankinn hagnaðist um 6,8 milljarða. Aðeins á fjórða ársfjórðungi síðasta árs hagnaðist bankinn um 7,1 milljarð, eða meira en á öllu árinu 2020. Arðsemi eigin fjár var 12,3 prósent á árinu samanborið við 3,7 prósent 2020.

10. feb 09:02

Fest­i nær þre­fald­ar hagn­að mill­i ára

Festi, móðurfélag N1, Krónunnar, Elko og fleiri félaga birti uppgjör 4. ársfjórðungs 2021 og ársreikningi fyrir árið í gær. Hagnaður ársins var ríflega 6,5 milljarðar sem er nær þreföldun á hagnaði milli ára, en árið 2020 hagnaðist félagið um tæplega 2,4 milljarða.

09. feb 23:02

Hagnaður Arion banka meira en tvöfaldast milli ára

Hagnaður Arion banka nam ríflega 6,5 milljörðum á fjórða ársfjórðungi 2021 og 28,6 milljörðum á árinu. Arðsemi eiginfjár var 13,4 prósent á fjórðungnum og 14,7 prósent á árinu. Þetta er meira en tvöföldun hagnaðar frá árinu 2020, þegar bankinn hagnaðist um tæplega 12,5 milljarða.

Auglýsing Loka (X)