Keppni hófst í gær í 16 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu með fimm leikjum. Þar á meðal var Íslendingaslagur Glódísar Perlu Viggósdóttur í Rosen­gård og Kristrúnar Rutar Antons­dóttur hjá St. Pölten frá Austurríki.

Lokatölur í leik liðanna í Svíþjóð urðu 2-2 en það var Mateja Zver, fyrrverandi leikmaður Þórs/KA sem skoraði bæði mörk St.Pölten í leiknum. Slóvenski sóknartengiliðurinn kom austurríska liðinu 2-0 yfir en Sanne Troelsgard og Caroline Seger jöfnuðu metin fyrir Rosengård.

Glódís Perla spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengård en Kristrún Rut kom inn á sem varamaður þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Í dag mæta Sara Björk Gunnarsdóttir og ríkjandi meistarar í keppninni Lyon, svo Brøndby í Danmörku og Bayern München með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur innanborðs leikur við BIIK Kazygurt