Kurt Zouma, leik­maður West Ham United, braut sér leið í gegnum fjölmiðlahaf með tvær regnhlífar að vopni.

Knattspyrnumaðurinn var á leið inn í dómsal vegna dýraníðsmál en þar játaði hann að hafa sparkað og slegið til kattar síns.

Athæfið náðist á myndband og fór á dreifingu um samfélagsmiðla. Í kjölfarið var lögð fram kæra en leikmaðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm vegna málsins.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig Kurt Zouma ýtti blaðamönnum frá sér með hjálp frá ökumanni sínum. Eftir að hann steig út úr bílnum má heyra ökumanninn segja: „Þið megið taka myndir af honum en ekki standa í vegi fyrir honum.“ Ljósmyndarnir létu sér ekki segjast og umkringdu knattspyrnumanninn sem greip til þess ráðs að ryðjast í gegnum hópinn með regnhlífina.

„Nei, hvur andskotinn,“ má heyra blaðamann láta frá sér eftir að Zouma nánast tæklaði hann niður í jörðina.