Enski boltinn

Zola mun aðstoða Sarri hjá Chelsea

Gianfraco Zola, fyrrverandi leikmaður Chelsea, mun aðstoða Maurizio Sarri við þjálfun hjá félaginu. Búist er við því að tilkynnt verði um ráðningu tvímenninganna innan skamms.

Maurizio Sarri mun taka við stjórnartaumunum hjá Chelsea á næstu dögum. Fréttablaðið/Getty

Búist er við því að Maurizio Sarri sem síðast stýrði Napoli verði kynntur til leiks sem knattspyrnustjóri Chelsea á næstu dögum. Hann mun taka við starfinu af samlanda sínum, Antonio Conte, sem var rekinn í hádeginu í dag. 

Skysports segir frá því í kvöld að annar Ítali, Gianfranco Zola sem lék sem framherji hjá Chelsea á árunum 1996 - 2003, muni aðstoða Sarri við þjálfun hjá félaginu. Zola lék 229 leiki fyrir Chelsea á sínum tíma og skoraði í þeim leikjum 59 mörk. 

Zola varð meðal annars enskur bikarmeistari, Evrópumeistari bikarhafa og vann enska deildarbikarinn þegar hann lék með Chelsea á sínum tíma. 

Eftir að leikmannaferli Zola lauk hefur hann meðal annars verið í þjálfarateymi hjá West Ham United, stýrt yngri landsliðum Ítalíu og verið knattspyrnustjóri Watford, Cagliari, Al-Arabi og Birmingham City. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Gazza kærður fyrir kynferðislega áreitni

Enski boltinn

Fyrsti frá Bournemouth sem skorar fyrir England

Enski boltinn

VAR tekið upp á Englandi

Auglýsing

Nýjast

Tveir leikmenn Þórs/KA æfa með Leverkusen

Leikmaður í efstu deild féll á lyfjaprófi

Fyrrverandi leikmaður Boston fyllir skarð Martins

Aron skoraði eitt af mörkum umferðarinnar - myndband

LeBron með 51 stig gegn gamla liðinu

Jafnt í síðasta leiknum í Kína

Auglýsing