Hinn goðsagnarkenndi Zlatan tilkynnti fyrir lokaleik Svíþjóðar á EM 2016 að hann hefði ákveðið að þetta yrði síðasta verkefni hans með sænska landsliðinu.

Í aðdraganda HM 2018 fór orðrómur á flug um að Zlatan gæti gefið kost á sér á ný en ekkert varð úr því.

Sjálfur tilkynnti Zlatan á Twitter-reikningi sínum að Guð væri kominn aftur í færslu sem sjá má hér fyrir neðan.