Zlatan Ibrahimovic, sem snér aftur í sænska karlalandsliðið í knattspyrnu á dögunum, gæti verið á leiðinni í langt bann frá leikjum á vegum alþjóða knattspyrnusbambandsins, FIFA.

Ástæðan er eignarhltur Zlatans veðmálafyrirtækinu Bethard en leikmönnum er bannað að eiga hlut í slíkum fyrirtækjum samkvæmt siðareglum FIFA.

Það er Aftonbladet sem greinir frá þessu en þar segir að Zlatan gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára keppnisbann og sekt sem hljóðar upp á tæpar 15 milljónir íslenskar krónur.

Hægt var að veðja á leiki sem Zlatan spilaði hjá Bethard, til að mynda viðureignir Svíþjóðar við Georgíu og Kósovó og sömuleiðis fjölmarga leiki AC Milan. Því hefur fólk getur hagnast á því að spila leiki sem Zlataan tekur þátt í.