Fótbolti

Zidane stýrir Real næstu þrjú árin

Það var staðfest í dag að Zinedine Zidane mun taka við liði Real Madrid á ný, tíu mánuðum eftir að hann hætti með liðið en hann skrifaði undir samning til sumarsins 2022 í Madríd.

Zidane með Meistaradeildarbikarinn í Kænugarði síðasta vor. Fréttablaðið/Getty

Það var staðfest í dag að Zinedine Zidane mun taka við liði Real Madrid á ný, tíu mánuðum eftir að hann hætti með liðið en hann skrifaði undir samning til sumarsins 2022 í Madríd.

Fyrr í dag fóru að berast fréttir frá spænskum miðlum um að Santiago Solari yrði rekinn og að Zidane myndi taka við liðinu á ný.

Undir stjórn þess franska vann Real Madrid Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð og alls níu titla eða titil á sautján leikja fresti.

Það er nokkuð ljóst að þetta ár verður án titils eftir að Madrídingar féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu og spænska bikarnum ásamt því að vera tólf stigum á eftir Barcelona í deildinni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Aron Einar er að semja við lið Heimis í Katar

Fótbolti

Þrír leikmenn detta út hjá Englandi vegna meiðsla

Fótbolti

Karlalandsliðið tók fyrstu æfinguna á Spáni í dag

Auglýsing

Nýjast

Gunnar þakklátur fyrir stuðninginn um helgina

Þórarinn Ingi biðst afsökunar á ummælum

Ronaldo kærður af UEFA

Viðar til liðs við Hammarby

Meistaraheppni hjá Manchester City um helgina

Valgarð sigursæll á Íslandsmótinu

Auglýsing