Talið er að núverandi knattspyrnustjóri liðsins, Mauricio Pochettino, hafi mikinn áhuga á knattspyrnustjórastöðunni hjá enska félaginu Manchester United en Ole Gunnar Solskjær var á dögunum rekinn sem knattspyrnustjóri hjá félaginu.

Le Parisien greinir frá því að Zidane hafi átt fund með forráðamönnum Paris Saint-Germain fyrr í mánuðinum á Royal Monceau hótelinu í París.

Forráðamenn Paris Saint-Germain vilja að Zidane taki við sem knattspyrnustjóri fyrir næsta tímabil fari svo að Pochettino taki við Manchester United. Sjálfur hafði Zidane verið orðaður við Manchester United en hann ku hafa lítinn áhuga á að flytja til Manchester.

Zidane var síðast knattspyrnustjóri spænska liðsins Real Madrid sem er eina félagið sem hann hefur stýrt á sínum knattspyrnustjóraferli. Hann hefur í þrígang unnið Meistaradeild Evrópu sem knattspyrnustjóri hjá félaginu, orðið spænskur meistari í tvígang.